Dagbók: 2025
Örlög Úkraínu í húfi
Fundurinn í Alaska verður kannski aðeins fjölmiðlasýning tveggja karla á áttræðisaldri sem vilja minna heiminn á að þeir séu enn karlar í krapinu?
Lesa meiraInnri sundrung ógnar lýðræði
David Betz telur að innan samfélaganna hafi myndast hópar skilgreindir af kynþætti sínum, trúarbrögðum, þjóðerni eða menningarlegum uppruna sem setji eigin hagsmuni í forgang, á kostnað sameiginlegra hagsmuna.
Lesa meiraESB-umsókn um undanþágur er dauðadæmd
Sé diplómatíska umbúnaðinum sleppt þýddi þessi boðskapur ESB og þýðir enn þann dag í dag: það er ekki unnt að semja um varanlega undanþágu frá neinu.
Lesa meiraVopnasölubann Merz
Gagnrýni á Merz fyrir að bregðast trausti Ísraela sprettur ekki síst af djúpstæðum tilfinningum í þýsku þjóðarsálinni. Þá er hann sakaður um skort á samráði við töku ákvörðunarinnar.
Lesa meiraÍsland með paradísareyjum
Amanda Statham mælir með september á Íslandi. Hún segir að sumum kunni að þykja það úr leið að nefna Ísland meðal paradísareyja en vinsældir þess aukist mikið.
Lesa meiraÚtgerðin á Möltu
Reglan er fyrst og fremst félags- og umhverfispólitísk ráðstöfun til að verja litla, brothætta atvinnugrein, ekki til að vernda stóran útflutningsdrifinn sjávarútveg eins og á Íslandi.
Lesa meiraVitvélin svarar grein Ágústs Ólafs
Þennan texta birti ég ekki aðeins vegna þess að ég er sammála honum heldur til að sýna svart á hvítu hvernig nota má vitvélar í rökræðum um gamalkunn ágreiningsmál.
Lesa meiraKristrún í vörn
Að forsætisráðherra telji nauðsynlegt að tala á þennan veg sýnir einungis varnartóninn sem einkennir málstað ríkisstjórnarinnar í samskiptum hennar við aðrar þjóðir.
Lesa meiraSeglin þenjast í ESB-umræðum
Fyrri þátt þessa máls er mjög tímabært að ræða. Hann er í höndum íslenskra stjórnvalda núna. Þau hafa ákveðið að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-umsókn.
Lesa meiraSinnaskipti Sigmars
Sigmar Guðmundsson, núverandi þingflokksformaður Viðreisnar, kynnti þá stefnu flokksins í útlendingamálum og fór ekki leynt með andstöðu sína við að löggjöfin yrði hert.
Lesa meiraLeyniþjónustudraumar Þorgerðar Katrínar
Undir stjórn ÞKG á utanríkisráðuneytinu hófst þar útþenslustefna innan stjórnarráðsins. CERT-IS var tekin undan innviðaráðuneytinu þrátt fyrir viðvaranir og andmæli.
Lesa meiraRökþrota ESB-aðildarsinnar
Vandinn fyrir stjórnarflokkana þegar kemur að því að vinna ESB-stefnu þeirra fylgi er að ekkert íslenskt hagsmunamál knýr á um að ljúka viðræðum við Evrópusambandið til að Ísland verði eitt af aðildarríkjum þess.
Lesa meiraLeið Íslands á ESB-kandídatsstig
Til þess að hljóta samþykki leiðtogaráðsins verða forsætisráðherra Íslands og utanríkisráðherra að leggjast í víking og tryggja málstað sínum stuðning í höfuðborgum ESB-landanna 27.
Lesa meiraKristrún í fótsporum Steingríms J.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur tekið Steingrím J. sér til fyrirmyndar í málflutningi um ESB-málið.
Lesa meiraFlokkur fólksins „ekki í eftirdragi“
Sigurður Helgi Pálmason segir Flokk fólksins „ekki í eftirdragi“ vegna þess að hann taki þátt í ríkisstjórn sem hyggist halda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarviðræður.
Lesa meiraHelsinki-sáttmálinn 50 ára
Með vísan til sáttmálans urðu til Helsinki-nefndir í mörgum ríkjum kommúnista. Börðust nefndirnar fyrir rétti borgaranna til orðs og æðis. Þegar litið er til baka er augljóst að sáttmálinn markaði tímamót.
Lesa meiraESB-blöff Kristrúnar
Eftir að Kristrún hefur setið í rúmt hálft ár sem forsætisráðherra blasir við að hún var að „blöffa með þetta“. Hún hefur snúið hlutunum algjörlega á hvolf sem forsætisráðherra.
Lesa meiraESB-aðildarferlið og Ísland
Nú þegar ríkisstjórnin hefur ákveðið að ýta umræðunum um aðild Íslands að ESB úr vör á ný er nauðsynlegt að glöggva sig á hvar Ísland er statt í ESB-aðildarferlinu.
Lesa meiraÞorgerður Katrín herðir tökin
Skýran lærdóm má draga af þessum tveimur málum, gullhúðuninni vegna blaðamannafundarins og forgangstrúnaðinum við viðskiptastjóra ESB.
Lesa meiraTíu þúsund gönguskref víkja
Til þessa hefur oft verið litið á 10.000 skref sem viðmiðunarmark. Vonir eru bundnar við að nýtt og lægra vísindalegt viðmið hvetji fleiri en áður til að fá sér heilsubótargöngu.
Lesa meiraUmsóknarstjórnin þegir
Hér hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur strax stofnað til ESB-deilna og falið framkvæmdastjórn ESB að hafa forystu um leið og aðferð við að koma Íslendingum inn í sambandið. Það er tímabært að allir átti sig á því.
Lesa meiraEkki styggja Brusselmenn
Krafa stækkunardeildarinnar um virðingu fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum og viðhorfum ráðamanna í umsóknarríkjunum er þung og ströng.
Lesa meiraESB-skrifræði leitt til valda
Mörgum finnst nóg um skrifræðið við framkvæmd og hagsmunagæslu vegna EES-aðildarinnar. Sú byrði er þó smáræði miðað við það sem krafist er vegna ESB-aðildarinnar.
Lesa meiraAndi valdbeitingar
Valdastéttin á þingi með stuðningi áhrifamanna í fræðasamfélaginu beitir ítrustu valdheimildum gegn andstæðingum sínum og segist gera það til að verja lýðræði og lýðveldið gegn valdaráni.
Lesa meiraSaumað að utanríkisráðherra
Þorgerður Katrín vill hoppa yfir nýja aðildarumsókn og vísa til samþykktar alþingis 16. júlí 2009. Þá settist hún á hjásetugrindverkið þar sem hún situr enn. E
Lesa meiraÁfellisdómur yfir Kristrúnu
Þetta er vondur dómur yfir forsætisráðherra og ríkisstjórninni. Hvort hann kemst til skila fyrr en stjórnin fellur leiðir framtíðin í ljós.
Lesa meiraLeynd fyrir Brusselmenn
Alþingismenn verða að gæta þess að láta ekki múlbinda sig með kröfum um trúnað um mál sem krefjast aðeins trúnaðar vegna hættulegs laumuspils.
Lesa meiraNiðurlæging Flokks fólksins
Nú þegar brothættum byggðum fjölgar fær byggðamálaráðuneytið strandveiðarnar í fangið og umræður verða háværari um hve ESB veiti brothættum byggðum góða styrki.
Lesa meiraUrsula hjálpar ríkisstjórninni
Það eina sem vantaði á blaðamannafundinn var að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kæmi og hrópaði: Gerum þetta saman!
Lesa meiraSérhagsmunir Sigurjóns og Lilju Rafneyjar
Augljóst er að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sveik forsvarsmenn strandveiðisjómanna og traðkaði á sérhagsmunum þingmanna Flokks fólksins á lokadögum þingsins.
Lesa meiraStórútgerðir eflast
Ráðherrann hefur lagt grunn að allt annarri þróun en boðað var nema það hafi alla tíð verið markmiðið að fjölga stórútgerðunum.
Lesa meiraLýðskrum vegna strandveiða
Enginn greip þessa tillögu utanríkisráðherra á lofti. Þetta var lýðskrum í sinni tærustu mynd. Það endurspeglaði taugatitringinn í stjórnarherbúðunum.
Lesa meiraMisheppnað vorþing
Á fyrsta þingi Kristrúnar sem forsætisráðherra verða samþykkt helmingi færri frumvörp en á fyrsta þinginu sem Katrín Jakobsdóttir leiddi sem forsætisráðherra.
Lesa meiraBrostnar vonir Kristrúnar
Við vitum nú hálfu ári síðar hvernig von forsætisráðherra um „gæfuríkt samstarf“ á alþingi rættist. Við þinglok hefur ekki ríkt sambærilegt uppnám í samskiptum stjórnar og stjórnarandstöðu.
Öfgastjórn
Vissulega ber að sýna eldra fólki virðingu. Þorgerður Katrín lifir kannski í minningunni um fjölmiðlafrumvarpið og átökin vegna þess fyrri hluta árs 2004 þegar Ólafur Ragnar beitti forsetavaldi í fyrsta sinn
Lesa meiraÞvermóðska, heift, dómgreindarleysi
Ofbeldi af þessu tagi dregur dilk á eftir sér og mótar allt viðhorf til þvermóðsku Kristrúnar Frostadóttur, heiftar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og dómgreindarleysis Ingu Sæland.
Lesa meiraLeiðarlok á alþingi?
Forsætisráðherra og stjórnarflokkarnir geta staðið í vegi fyrir samkomulagi á alþingi um hækkun veiðigjaldsins – en hvers vegna? Pólitísk skemmdarfýsn? Óvild í garð einstakra útgerðarfyrirtækja?
Lesa meiraMacron og Ermarsundsfólkið
Það er alls ekki víst að Macron og Sir Keir nái að semja um að minnka aðdráttarafl Bretlands fyrir ólöglega innflytjendur.
Lesa meiraBensínreiturinn við Skógarhlíð
Eins og af þessari lýsingu sést verður þessum hluta Skógarhlíðar gjörbreytt með þeim áformum skipulagsyfirvalda að á bensínlóðinni rísi fjórar nýbyggingar í kringum bensínstöðina.
Lesa meiraTveir heimar í menntamálum
OECD er í raun eini óhlutdrægi aðilinn sem hefur aðgang að gögnum um íslenska skólakerfið til að meta stöðu þess í samanburði við kerfi annarra landa og þar fáum við einfaldlega falleinkunn.
Lesa meira