Dagbók: desember 2004

Föstudagur, 31. 12. 04. - 31.12.2004 9:52

Klukkan 10.30 var efnt til ríkisráðsfundar á Bessastöðum.

Sunnudagur, 19. 12. 04. - 19.12.2004 21:26

Var í hádeginu á Skjá 1 með Illuga Gunnarssyni, Katrínu Jakobsdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur og ræddi um dvalarleyfi fyrir Bobby Fischer og útlendingamál.

Sótti klukkan 17.00 jólatónleika Kammersveitar Reykjavíkur í Áskirkju.

Föstudagur, 17. 12. 04. - 17.12.2004 21:28

Tók klukkan 14.00 þátt í slitum Lögregluskóla ríkisins í Bústaðakirkju, Lesa meira

Fimmtudagur, 16. 12. 04. - 16.12.2004 21:24

Sat fund í borgarstjórn frá klukkan 14.00 til 22.00 um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar árið 2005.

Þriðjudagur, 14. 12. 04. - 14.12.2004 21:22

Flutti í hádeginu erindi á málþingi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um áfallastjórnun.

Sunnudagur 12. 12. 04 - 12.12.2004 21:19

Var í Silfri Egils í hádeginu og ræddi við Össur Skarphéðinsson.

Laugardagur 11. 12. 04 - 11.12.2004 21:21

Fórum klukkan 17.00 í Hallgrímskirkju og hlýddum á hluta Jóhannesarpassíunnar undir stjórn Harðar Áskelssonar.

Föstudagur, 10. 12. 04. - 10.12.2004 12:18

Tókum þátt í fjölmennri útgáfuteiti á heimili Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í tilefni af útgáfu bókar hans Kiljan, öðru bindi í ævisögu hans um Halldór Kiljan Laxness.

Fimmtudagur, 09. 12. 04. - 9.12.2004 12:16

Fórum klukkan 19.30 á hátíðartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands Í Háskólabíói, þar sem Osmo Vanska stjórnaðir verkum eftir Jón Leifs og finnsk tónskáld

Sunnudagur, 05. 12. 04. - 5.12.2004 22:15

Flaug heim frá Róm með Alitalia klukkan 09. 25 um Amsterdam og þaðan með Icelandair og var lent klukkan 15.30 á Keflavíkurflugvelli.

Föstudagur, 03. 12. 04. - 3.12.2004 22:13

Lokafundardagur ATA-þingsins og sat ég það fram undir hádegi, þegar ég fór til höfuðstöðva Karmelreglunnar í Róm og hitti Friar Karol við basilíku heilags Pancrazio. Eftir að hafa snætt hádegisverð með honum og kynnt okkur aðstæður þarna ókum við til Montevirgio og heimsóttum Karmel-munkaklaustur þar.

Fimmtudagur, 02. 12. 04. - 2.12.2004 22:10

Áður en ég fór á ATA-þingið hitti ég varautanríkisráðherra Páfagarðs og yfirmann samkirkjulegs ráðs Páfagarðs á fundum.

Miðvikudagur, 01. 12. 04. - 1.12.2004 22:08

Sat setningarfund 50. þings Atlantic Treaty Association, sem haldið var í Róm. Þar töluðu meðal annarra forsetar Albaníu, Króatíu og Makedóníu auk framkvæmdastjóra NATO, utanríkisráðherra Búlgaríu og Ítalíu.