Klukkan 10.30 var efnt til ríkisráðsfundar á Bessastöðum.
Var í hádeginu á Skjá 1 með Illuga Gunnarssyni, Katrínu Jakobsdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur og ræddi um dvalarleyfi fyrir Bobby Fischer og útlendingamál.
Sótti klukkan 17.00 jólatónleika Kammersveitar Reykjavíkur í Áskirkju.
Tók klukkan 14.00
þátt í slitum Lögregluskóla ríkisins í Bústaðakirkju,
Lesa meira
Sat fund í borgarstjórn frá klukkan 14.00 til 22.00 um
fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar árið 2005.
Flutti í hádeginu
erindi á málþingi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um áfallastjórnun.
Var í
Silfri Egils í hádeginu og ræddi við Össur Skarphéðinsson.
Fórum klukkan 17.00 í Hallgrímskirkju og hlýddum á hluta Jóhannesarpassíunnar undir stjórn Harðar Áskelssonar.
Tókum þátt í fjölmennri útgáfuteiti á heimili Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í tilefni af útgáfu bókar hans Kiljan, öðru bindi í ævisögu hans um Halldór Kiljan Laxness.
Fórum klukkan 19.30 á hátíðartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands Í Háskólabíói, þar sem Osmo Vanska stjórnaðir verkum eftir Jón Leifs og finnsk tónskáld
Flaug heim frá Róm með Alitalia klukkan 09. 25 um Amsterdam og þaðan með Icelandair og var lent klukkan 15.30 á Keflavíkurflugvelli.
Lokafundardagur ATA-þingsins og sat ég það fram undir hádegi, þegar ég fór til höfuðstöðva Karmelreglunnar í Róm og hitti Friar Karol við basilíku heilags Pancrazio. Eftir að hafa snætt hádegisverð með honum og kynnt okkur aðstæður þarna ókum við til Montevirgio og heimsóttum Karmel-munkaklaustur þar.
Áður en ég fór á ATA-þingið hitti ég varautanríkisráðherra Páfagarðs og yfirmann samkirkjulegs ráðs Páfagarðs á fundum.
Sat setningarfund 50. þings Atlantic Treaty Association, sem haldið var í Róm. Þar töluðu meðal annarra forsetar Albaníu, Króatíu og Makedóníu auk framkvæmdastjóra NATO, utanríkisráðherra Búlgaríu og Ítalíu.