Dagbók: mars 2017
Valdið til rannsókna er hjá þingmönnum
Alþingi samþykkti árið 2011 lög um rannsóknarnefndir alþingis. Ein slík nefnd skilaði áliti miðvikudaginn 29. mars og afhjúpaði blekkingarleik Ólafs Ólafssonar vegna kaupa á Búnaðarbankanum. Ályktun alþingis þarf til að hrinda slíkri rannsókn af stað.
Lesa meiraBjorn.is fær nýtt útlit
Í samvinnu við starfsmenn Hugsmiðjunnar hef ég undanfarið unnið að uppfærslu vefsíðu minnar bjorn.is sem verið hefur í loftinu í 22 ár. Hér birtist nýja útlitið auk þess sem efnistök breytast.
Lesa meiraStaðfastur ásetningur til blekkinga
Að alhæfa út frá blekkingunum við söluna á Búnaðarbankanum á þann veg að allir fjárfestar starfi eins og Ólafur Ólafsson og samverkamenn hans stenst ekki gagnrýni.
Lesa meiraKreppan í húsnæðismálum
Eru ráð þeirra sem hafa þekkingu og reynslu í húsnæðismálum vísvitandi að engu höfð? Eða hlusta þeir sem ráða ferðinni aðeins á eigin sérvisku?
Lesa meiraTrump afvegaleiðir álitsgjafa
Spuni Bandaríkjaforseta hefur áhrif á suma álitsgjafa eins og sannaðist í forystugrein Fréttablaðsins mánudaginn 27. mars sem skrifuð er af Magnúsi Guðmundssyni.
Lesa meiraNATO og flotaumsvif Rússa á norðurslóðum
Hvort sem okkur Íslendingum líkar betur eða verr verðum við að taka afstöðu og við höfum gert það með aðildinni að NATO.
Lesa meiraMikilvægi EES-samningsins - afmæli ESB
Talsmenn ESB-aðildar gerðu lítið úr gildi EES-samningsins. Meðal þeirra var Jón Steindór Valdimarsson, núv. þingmaður Viðreisnar. Hann hefur skipt um skoðun á gildi EES eins og hann sagði í ræðu á alþingi miðvikudaginn 22. mars.
Lesa meiraÞjóðarbúskapurinn - stóra myndin gleymist
Það er mun bjartara yfir stóru myndinni af þjóðarbúinu sem birtist í samtali okkar Ásdísar Kristjánsdóttur á ÍNN 22, mars en ætla má af daglegum umræðum. Þær mótast mest af kröfugerð á hendur stjórnmálamönnum og opinberum aðilum auk tortryggni, einkum í garð bankakerfisins og ákveðins hóps fé- og kaupsýslumanna.
Lesa meiraAlmannatenglar og viðskiptafréttir
Telja má á hendi annarrar handar íslenska blaðamenn sem hafa burði til að segja viðskiptafréttir á þann veg að aðrir skilji. Þekking á því sviði er til dæmis engin innan ríkisútvarpsins þar sem aldrei eru fluttar viðskiptafréttir en stundum raktir einhverjir þræðir, einkum ýti þeir undir tortryggni í garð fé- og kaupsýslumanna. Jarðvegur fyrir slíkar fréttir er meiri og betri en nokkru sinni eftir hrun.
Þjóðarbúskapur - ólík viðhorf til leiksýninga
Í dag ræddi ég við Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, í þætti mínum á ÍNN. Við förum yfir stöðu þjóðarbúsins sem er sterkari núna en nokkru sinni fyrr. - Það eru ólík viðhorf þeirra sem hafa séð Ellý í Borgarleikhúsinu eða Endastöð - upphaf í Tjarnarbíói.
Lesa meiraStofnfundur fjölmiðlafélags án ljósmyndara
Á stofnfundi Frjálsrar fjölmiðlunar og aðdraganda hans skráðu um 800 manns sig sem stofnfélaga og fyrir um 10,5 milljón króna framlagi á þessu ári til styrktar frjálsri og óháðri fjölmiðlun,“ sagði á vefsíðu Fréttatímans fimmtudaginn 16. mars og var með „stofnfundinum“ vísað til samkomu sem átti að halda í Háskólabíói laugardaginn 11. mars. Engin mynd er birt af samkomunni heldur af hljómsveit á palli. „Þetta er framar vonum enda eru aðeins fáeinar vikur síðan við kynntum þetta verkefni,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, útgefandi Fréttatímans.
Lesa meiraMánudagur
Meginfréttin í dag er að Kaupþing seldi að kvöldi sunnudags 19. mars tæplega 30% hlut í Arion banka á 48,8 milljarða króna. Kaupendur eru fjárfestingarsjóðirnir Attestor Capital með 9,99% hlut, Taconic Capital Advisors UK með 9,99% hlut, félag tengt bandaríska fjárfestingarsjóðnum Och-Ziff Capital Management Group með 6,6% hlut og bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs með 2,6% hlut.
Lesa meiraSunnudagur
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í samtali við The Daily Telegraph fimmtudaginn 16. mars að Skotar gætu ekki sótt um aðild að EFTA nema þeir ákveði fyrst að slíta tengslin við Englendinga – aðeins sjálfstæðar þjóðir geti sótt um aðild að EFTA.
Lesa meiraLaugardagur
Reykjavíkurborg stendur svo illa fjárhagslega undir stjórn Dags B. Eggertssonar og félaga að hún er komin í húsnæðisbrask við sjálfa sig til að ná í húsaleigubætur eldri borgara. Frá þessu er sagt á þennan hátt í DV 17. mars í grein eftir Björn Þorfinnsson.
Lesa meiraFöstudagur
Hafi einhver fundið frétt um það í Fréttablaðinu að það sé eitt eftir í höndum fjölskyldu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar af fjölmiðlaveldinu 365 mundi ég þiggja ábendingu um hvar fréttina sé að finna. Þögnin um þetta í blaðinu væri enn einn vitnisburðurinn um að það er gefið út til að þóknast lund Jóns Ásgeirs.
Lesa meiraFimmtudagur
Í gær ræddi ég við Ólaf Guðmundsson, sérfræðing í öryggismálum umferðarinnar, í þætti mínum á ÍNN. Við ræddum saman með vísan til mynda sem Ólafur hafði sent mér. Satt að segja kom margt í máli Ólafs mér á óvart. Heilbrigð skynsemi virðist ekki alltaf höfð að leiðarljósi þegar hugað er að umferðarmannvirkjum, öryggi vegfarenda mætti að minnsta kosti auka víða án þess að það kosti stórfé.
Lesa meiraMiðvikudagur
Tilkynnt var í dag að Jón Kalman Stefánsson rithöfundur væri á langa listanum yfir þá sem tilnefndir hefðu verið til alþjóðlegu Man Booker verðlaunanna 2017.
Lesa meiraÞriðjudagur
Veruleg þáttaskil urðu á tveimur sviðum samfélagsins í dag.
Lesa meiraMánudagur
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri voru á fundi með blaðamannamönnum í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær klukkan 14.00 og boðuðu afnám haftanna sem komu til sögunnar haustið 2008 vegna hrunsins.
Lesa meira
Sunnudagur
Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, tókust á um mislæg gatnamót á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Víglínunni á Stöð 2 laugardaginn 11. mars.
Lesa meiraLaugardagur
Í Morgunblaðinu föstudaginn 10. mars birtist viðtal við eistneska ESB-þingmanninn Urmas Paet sem var hér og flutti erindi á vegum Varðbergs.
Lesa meiraFöstudagur
Fundir og fyrirlestrar eru svo margir að ógjörningur er að fylgjast með öllu sem þar gerist eða hverjir, tala Íslendingar eða útlendingar.
Lesa meiraFimmtudagur
Í Morgunblaðinu i dag er frétt um að fyrirhugað sé að byggja 332 íbúðir í Vogabyggð. Birtir blaðið mynd sem sýnir hvernig byggðin gæti verið þarna á strandlengjunni. Virðast þetta vera fjölbýlishús suð-austanvert við aðsetur Samskipa í Sundahöfn. Olíufélagið mun hafa átt þessa lóð Ólafur Ólafsson, kenndur við Samnskip, eignaðist hana á þeim skamma tíma sem hann átti eignarhlut í Olíufélaginu. Í fréttinni segir að Fasteignafélagið Festir ehf., einkafélag Ólafs, muni byggja húsin á lóðinni.
Lesa meiraMiðvikudagur
Í dag ræddi ég á ÍNN við Björn G. Björnsson sýningahönnuð um bók hans um Rögnvald Ólafsson húsameistara. Samtalið er frumsýnt klukkan 20.00 í kvöld.
Lesa meiraÞriðjudagur
Í ljósi þess hver er stefna ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum og hvernig málum er háttað innan Evrópusambandsins er það aðeins til marks um að skynsemin ræður ekki enn för ESB-aðildarsinna á Íslandi að Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar alþingis, skuli telja rétta tímann núna til að viðra þá skoðun við bandaríska dagblaðið The Washington Times (23. febrúar) að aðildin að EFTA og EES dugi ekki til að gæta íslenskra hagsmuna, rödd Íslendinga heyrist ekki nóg í Brussel og krónan sé of sveiflukennd.
Lesa meiraMánudagur
Ófriðurinn innan VG tekur á sig ýmsar myndir eins og lesa mátti í Fréttablaðinu í dag, mánudag 6. mars.
Lesa meiraSunnudagur
François Fillon sem enn er forsetaframbjóðandi Lýðveldisflokksins (mið-hægri) í Frakklandi efndi til útifundar á Trocadero-torginu í París í dag. Stuðningsmenn hans segja að 200.000 manns hafi tekið þátt í fundinum, aðrir segja fundarmenn hafa verið 40 til 50.000. Til fundarins var efnt til að styrkja stöðu frambjóðandans út á við og inn á við í Lýðveldisflokknum. Fillon viðurkenndi að sér hefðu orðið á mistök og baðst afsökunar á þeim.
Lesa meira
Laugardagur
Agnes Bragadóttir blaðamaður ræðir við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í Morgunblaðinu. Agnes leggur verulega áherslu á áfengissölufrumvarp þingmanna úr nokkrum flokkum auk þess að kenna það við Sjálfstæðisflokkinn þótt mjög skiptar skoðanir séu um málið innan flokksins og þingmenn fleiri flokka en hans flytji frumvarpið að þessu sinni.
Lesa meiraFöstudagur
Rut, eiginkona mín, fékk heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna í gærkvöldi þegar efnt var til hátíðar í Silfurbergi Hörpu. Rut þakkaði verðlaunin með stuttu ávarpi og má sjá það hér
Lesa meira
Fimmtudagur
Viðtal mitt á ÍNN við Svein Einarsson leikstjóra um leiklistarsögu hans er komið á netið og má sjá það hér.
Það verður æ greinilegra af fréttum frá alþingi að Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG, notar stöðu sína til að skyggja á Katrínu Jakobsdóttur flokksformann.
Lesa meiraMiðvikudagur
Í dag ræddi ég við Svein Einarsson leikstjóra í þætti mínum á ÍNN. Sveinn sendi nýlega frá sér 3. bindi leiklistarsögu sinnar. Verkið nær yfir árin 1920 til 1960 og fjallar því um mikinn umbrotatíma í þessari merku menningarsögu. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 20.00 í kvöld.
Lesa meira