Dagbók: nóvember 2001

Fimmtudagur 29.11.2001 - 29.11.2001 0:00

Klukkan 16.00 var það kynnt í Þjóðmenningarhúsinu, að Listahátíð í Reykjavík hefði stofnað til samstarfs við Þjóðleikhúsið, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperuna um flutning á Hollendingnum fljúgandi eftir Wagner. Klukkan 17.00 sótti ég 40 ára afmælishóf SÍNE í Norræna húsinu.

Mánudagur 26.11.2001 - 26.11.2001 0:00

Klukkan 11.00 fór ég í Hafrannsóknastofnun, þar sem Námsgagnastofnun og Rannsóknarráð Íslands kynntu nýtt námsefni í náttúrufræði. Klukkan 16.30 ritaði ég undir samning við Listaháskóla Íslands um fjárveitingar næstu þriggja ára.

Laugardagur 24.11.2001 - 24.11.2001 0:00

Klukkan 14.00 tók ég þátt í því að opna Lagnakerfamiðstöð Íslands á Keldnaholti. Fór síðan á þrjár myndlistarsýningar í Gerðarsafni í Kópavogi og skoðaði verk eftir Aðalheiði Valgeirsdóttur, Margréti Jóelsdóttur, Stephen Fairbairn og Hrafnhildi Sigurðardóttur.

Föstudagur 23.11.2001 - 23.11.2001 0:00

Klukkan 15.00 veitti ég Evrópumerkið við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu, en það er veitt fyrir góð kennsluverkefni á sviði tungumáli, og að þessu sinni fengu það tveir kennarar í Menntaskólanum í Kópavigi fyrir dönskukennslu í tölvum. Klukkan 16.15 var ég í tónlistarhúsinu Ými og tók þátt í því, þegar Mentor opnaði fjölskylduvef til að auka samstarf heimila og skóla.

Fimmtudagur 22.11.2001 - 22.11.2001 0:00

Klukkan 10.30 var ég ræðu í Hótel Örk, Hveragerði, og flutti við upphaf ársfundar Náttúrufræðistofnunar Íslands um Náttúruminjasafn Íslands. Klukkan 12.00 var ég í Borgartúni 6 og flutti ávarp á ráðstefnu um æskulýðsmál. Klukkan 16.30 vorum við Jóhanna María í Reykholti í Borgarfirði og flutti ég ræðu á samstarfsfundi með skólameisturum framhaldsskólanna - komst ekki heim um kvöldmatarleytið, vegna þess hve hvasst var undir Hafnarfjalli, en það lægði síðar um kvöldið og vorum við komin til Reykjavíkur upp úr miðnætti.

Miðvikudagur 21.11.2001 - 21.11.2001 0:00

Svaraði fyrirspurn á alþingi um dreifbýlisstryki frá Drífu Snædal, varaþingmanni vinstri grænna.

Þriðjudagur 20.11.2001 - 20.11.2001 0:00

Kolbrún Halldórsdóttir kvartaði undan því við upphaf þingfundar, að ég hefði neitað að taka þátt í umræðum utan dagskrár, sem bað um.

Sunnudagur 18.11.2001 - 18.11.2001 0:00

Fórum klukkan 20.00 á tónleika Kammermúsikklúbbsins, þar sem þýskur kvarttett lék.

Laugardagur 17.11.2001 - 17.11.2001 0:00

Klukkan 14.00 flutti ég ræðu á málræktarþingi, sem var haldið í Hafnarfirði. Klukkan 19.00 fórum við og sáum Töfraflautuna í Íslensku óperunni.

Föstudagur 16.11.2001 - 16.11.2001 0:00

Dagur íslenskrar tungu. Klukkan 11.00 setti ég athöfn í Þjóðmenningarhúsinu, þar sem Davíð Oddssyni var afhent fyrsta eintak af margmiðlunardiskinum Alfræði íslenskrar tungu. Síðan héldum við á Akranes en rúmlega 12.30 var ég í Brekkubæjarskóla, þar sem opnuð var ný álma með góðri veislu, síðan fórum við í Grundarskóla, þar sem börnin minntust dagsins með skemmtilegri dagskrá. Þá var ekið í Andakílsskóla, þar sem þriggja manna móttökunefnd nemenda sýndi okkur skólann sinn. Loks heimsóttum við Kleppjárnsreykjaskóla og hittum nemendur við störf þeirra auk þess sem við sáum atriði úr söngleik, sem þeir eru að setja upp undir stjórn Flosa Ólafssonar. Klukkan 16.30 hófst hátíðardagskrá dags íslenskrar tungu í Reykholtskirkju og þar var Ingibjörg Haraldsdóttir sæmd verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar en Námsflokkar Reykjavíkur og Félag framhaldsskólanema fengu viðurkenningu.

Fimmtudagur 15.11.2001 - 15.11.2001 0:00

Klukkan 14.00 tók ég þátt í blaðamannafundi í geymsluhúsnæði Þjóðminjasafns í Kópavogi, þar sem kynnt var samstarf safnsins og Landsvirkjunar. Klukkan 20.00 opnaði ég sýningu til minningar um Björgu C. Þorláksson í Þjóðarbókhlöðunni auk þess sem þar var kynnt bók Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur um Björgu.

Miðvikudagur 14.11.2001 - 14.11.2001 0:00

Klukkan 14.00 tók ég þátt í stofnfundi hlutafélags ríkis og sveitarfélaga um Landskerfi bókasafna, sem var haldinn á Grand hótel Reykjavík. Svaraði síðan tveimur fyrirspurnum á alþingi. Klukkan 17.15 var kynningarfundur á vegum Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs á bók minni Í hita kalda stríðsins í Skálanum, Hótel Sögu. Sóttu um 80 manns fundinn en auk mín höfðu þeir Jakob F. Ásgeirsson, Albert Jónsson og Ásgeir Sverrisson framsögu á fundinum.

Þriðjudagur 13.11.2001 - 13.11.2001 0:00

Klukkan 13.15 setti ég ráðstefnu um tungutækni í Salnum í Kópavogi.

Mánudagur 12.11.2001 - 12.11.2001 0:00

Fór klukkan 20.00 á tónleika Kammersveitar Reykjavíkur í Listasafni Íslands, þar sem flutt var tónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson.

Sunnudagur 11.11.2001 - 11.11.2001 0:00

Klukkan 12.30 var ég í þættinum Silfur Egils með þeim Margréti Frímannsdóttur og Kolbrúnu Halldórsdóttur. Klukkan 20.00 vorum víð á Broadway við afhendingu Eddu-verðlaunanna.

Föstudagur 9.11.2001 - 9.11.2001 0:00

Klukkan 09.00 flutti ég setningarræðu við upphaf málþings um einelti, sem menntamálaráðuneytið hélt í Borgartúni 6. Klukkan 14.30 sótti ég fund hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi á Akranesi og ræddi þar um menntamál. Klukkan 19.30 tók ég þátt í Kastljósi ríkissjónvarpsins með Margréti Vilhjálmsdóttur leikkonu og Ólafi H. Torfasyni, sem meðal annars er sérfróður um kvikmyndir. Klukkan 20.10 setti ég Kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem að þessu sinni hófst í Laugarásbíói.

Fimmtudagur 8.11.2001 - 8.11.2001 0:00

Klukkan 13.00 flutti ég ræðu við upphaf þings vélstjóra. Klukkan 19.30 sótti ég kvikmyndartónleika í Háskólabíói, þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands lék tónlist eftir Sjostakóvitsj undir kvikmyndinni Beitiskipið Pótemkin eftir Eisenstein.

Miðvikudagur 7.11.2001 - 7.11.2001 0:00

Klukkan 13.30 voru umræður utan dagskrár á alþingi um málefni háskóla. Síðan svaraði ég þremur fyrirspurnum um virðisaukaskatt á bókum, menningarhús og samstarf við Microsoft.

Þriðjudagur 6.11.2001 - 6.11.2001 0:00

Klukkan 13.30 var umræða utan dagskrár á alþingi um málefni framhaldsskóla. Klukkan 16.30 setti ég námsstefnu Íslensk ameríska félagsins í sal Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands, sem var trofullur af fólki, sem vildi kynnast námi í Bandaríkjunum,

Mánudagur 5.11.2001 - 5.11.2001 0:00

Klukkan 09.15 setti ég málþing um landsaðgang að rafrænum tímaritum og gagansöfnum, sem haldið var í Þjóðarbókhlöðunni. Klukkan 13.00 opnaði ég nýja 4000 fermetra álmu við Háskólann í Reykjavík. Klukkan 14.00 var ég á lokafundi Netþings unginga á vegum umboðsmanns barna.

Föstudagur 2.11.2001 - 2.11.2001 0:00

Flaug kl. 13.30 til Egilsstaða og fór þaðan til Skriðuklausturs, þar sem ég ritaði undir samning við Gunnarsstofnun við Skúla Björn Gunnarsson, fortsöðumann hennar. Hélt frá Egilsstöðum kl. 18.30 og var kominn til Reykjavíkur 19.35