14.11.2001 0:00

Miðvikudagur 14.11.2001

Klukkan 14.00 tók ég þátt í stofnfundi hlutafélags ríkis og sveitarfélaga um Landskerfi bókasafna, sem var haldinn á Grand hótel Reykjavík. Svaraði síðan tveimur fyrirspurnum á alþingi. Klukkan 17.15 var kynningarfundur á vegum Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs á bók minni Í hita kalda stríðsins í Skálanum, Hótel Sögu. Sóttu um 80 manns fundinn en auk mín höfðu þeir Jakob F. Ásgeirsson, Albert Jónsson og Ásgeir Sverrisson framsögu á fundinum.