Dagbók: nóvember 2022
Píratar brutu starfsreglur
Staðfest er að fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis (SEN), Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, braut starfsreglur alþingis sunnudaginn 13. nóvember 2022.
Lesa meiraÞingmenn í ógöngum
Hér er enn eitt dæmið um að þingmenn sem hafa hæst um að farið skuli að reglum gefa lítið fyrir reglur sem gilda um þá sjálfa. Fleiri dæmi má nefna.
Lesa meiraAfmá verður Kínastimpilinn
Hver svo sem ástæðan er fyrir þessum Kínastimpli á Ísland ættu íslenskir stjórnmálamenn og sendimenn Íslands erlendis að leggja sig fram um að afmá hann.
Lesa meiraLitlahlíð, 3,5 milljarðar
Allt bendir til þess að engum fjármunum vegna þessara miklu framkvæmda
við Litluhlíð hafi átt að ráðstafa að til að auðvelda notkun þeirra.
Flogið heim
Tímasetning erfiðra ákvarðana getur verið flókin
Stjórnarandstaða í öngstræti
Á þessum tíma hefur sífellt hallað meira á stjórnarandstöðuna og málflutning þingmanna hennar. Auk þeirra hefur fréttastofa ríkisútvarpsins farið verst út úr þessum umræðum.
Lesa meiraVillandi þjóðskrá
Hlýtur þessi munur á raunverulegum íbúafjölda landsins og þeim fjölda sem skráður er í þjóðskrá að hafa verið athugunarefni innan opinbera kerfisins.
Lesa meiraNeikvæðni Viðreisnar magnast
Þingmaður Viðreisnar gaf sér heimasmíðaðar forsendur til að geta haldið neikvæða spunanum um söluna á Íslandsbanka áfram.
Lesa meiraUndirheimarnir loga
Nú berast ítrekaðar fréttir af átökum í undirheimunum sem bera öll merki þess að um átök glæpagengja sé að ræða
Lesa meiraAfrekshugur á heimaslóð
Afsteypan af Afrekshuga er nú í geymslu hjá Friðriki og bíður þess að verða sett upp á Hvolsvelli snemma sumars 2023.
Lesa meiraListin og excel-skjalið
Ríkisendurskoðun gefur til kynna að með opinberri ráðstöfun hefði mátt fá hærra verð fyrir 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022.
Sé innan íslenska stjórnkerfisins fyrir hendi þekking á því hvernig kaupendur á fjármálamarkaði hagi sér vegna ákvarðana stjórnvalda til dæmis þegar hlutabréf í bönkum eða öðrum félögum eru sett á markað er um einstaka forvitringa að ræða.
Heimsfrægur fjármála-, eigna- og framkvæmdamaður, Elon Musk, er í sviðsljósinu eftir að hann keypti Twitter fyrir 44 milljarða dollara. Hann rak þúsundir starfsmanna, afnam ritstjórnarreglur og bauð í raun öllum byrginn. Fyrirtækið er nú sagt riða til falls og kraftaverk þurfi til að bjarga því.
Margir líta að vísu á Musk sem kraftaverkamann og vissulega kann honum enn að takast að bjarga því sem bjargað verður af fyrirtækinu. Fjárfestar, starfsmenn og viðskiptavinnir forða sér þó í stórum hópum frá fallinu.
Elon Musk
Nýlega hljóp Liz Truss, forsætisráðherra Breta, á sig og baðst lausnar eftir 45 daga í embætti. Hún sigraði leiðtogakjör í Íhaldsflokknum, rauk til sem forsætisráðherra að boða skattalækkunarstefnu en fjármálamarkaðarnir sögðu stopp. Eftirmaður og flokksbróðir Tuss, Rishi Sunak, sneri við blaðinu og nú er spurning hvað hann lifir lengi af skattahækkunarstefnuna sem boðuð var í breska þinginu í vikunni.
Ekkert sambærilegt gerðist hér þegar íslenska ríkið seldi ofanefndan hlut sinn í Íslandsbanka. Fleiri vildu kaupa en fengu. Ríkisendurskoðun finnur þó að því að kynna hefði mátt söluna betur og meira gagnsæi hefði mátt vera um ýmsa hluti.
Þá telur ríkisendurskoðun að hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir bankann en svo virðist sem „huglægu mati“ hafi verið beitt við val á hvaða tilboðum skyldi tekið. Salan hafi hins vegar verið ríkinu „almennt hagfelld“. Ríkisendurskoðun segir þó ekki hægt að fullyrða að salan hafi verið ríkissjóði eins hagkvæm og mögulegt var. Við gerð skýrslu hennar hafi ítrekað komið fram af hálfu bankasýslunnar og fjármálaráðgjafa hennar að úrvinnsla söluferlisins væri „frekar í ætt við list en vísindi“.
Vissulega eru dæmi um að einstaklingum með sérstaka náðargáfu hafi tekist að „leika á“ fjármálamarkaði með aðferðum sem mætti kalla vísindi. Hitt er þó ráðandi og gerir markaðina að öflugu tæki í opnum, frjálsum hagkerfum að þar ráðast straumar frekar af skapandi krafti fjárfesta sem mætti kalla list.
Að þessu leyti minna umræðurnar sem staðið hafa á alþingi alla þessa viku á deilur fyrri ára þegar stjórnlyndir ráðamenn vildu ákveða hvað væri list og töldu að allt sem listamenn gerðu ætti að vera í samræmi við formúlur sem þeir settu, annars fengi listamaðurinn ekki opinberan stuðning.
Lesendur eru hvattir til að skoða ummæli þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar þessum augum, greina stjórnlyndið og velta fyrir sér hvort þeir vilji búa við reglurnar og hömlurnar sem þingmennirnir boða. Óþarft er að gera annað en fylgjast með því hvernig fréttamenn ríkisútvarpsins, hliðverðir stjórnlyndisins utan þings, halda á málum til að greina ólíka straumana. Þar ræður ekki síst varðstaðan um eigin vinnustað, að ríkið hætti ekki að láta milljarðana renna til hans úr vösum skattgreiðenda.
Spuni Samfylkingarinnar
Fullyrðingar um lögbrot eru ekki aðeins spuni Samfylkingarinnar heldur einnig fréttastofu ríkisútvarpsins.
Lesa meiraFjölþáttaógnir og rannsóknir
Hópurinn hefur nú heimsótt Grænland, Færeyjar og Ísland og fyrir dyrum stendur að gefa út skýrslu með greinum ýmissa höfunda.
Lesa meiraHátíðisdagur tungunnar
Dagurinn er alls ekki síðasta vígi dauðvona þjóðtungu, heldur merki um hina staðfestu vissu Íslendinga, að þeir eiga sér eigin sögu og menningararfleifð.
Lesa meiraSkýrsluumræðum drepið á dreif
Beita má ýmsum aðferðum til að drepa opinberum umræðum á dreif. Frá sunnudegi (13. nóv.) höfum við kynnst að minnsta kosti þremur vegna úttektarskýrslu ríkisendurskoðunar á sölu hluta af Íslandsbanka.
Lesa meiraBankaskýrsla birt
Af umsögnum fjölmiðla, meðal annars þeirra sem höfðu stærst gagnrýnisorð um söluna eftir 22. mars, má ráða að um matskennda úttekt sé að ræða, velt sé vöngum.
Lesa meiraBretar herða tökin
Robert Jenrick, innflytjendamálaráðherra
Breta, segir ) að í mannúðarmálum verði
einnig að vera rými fyrir heilbrigða skynsemi.
Banksy í Borodjanka
Banksy er dulnefni listamanns frá Bristol á Englandi. Verkin seljast fyrir milljónir punda. Hann britir myndir af Úkraínu-verki sínu á Instagram
Lesa meiraÁbyrgðarleysi Viðreisnar
Að flokkur opinberi sig jafn ábyrgðarlausan og Viðreisn gerir í fjármálum borgar og ríkis er sem betur fer sjaldgæft. Popúlisminn verður þó varla skýrari.
Lesa meiraOfsi í útlendingamálum
Á alþingi er leitað langt yfir skammt þegar þingmenn láta hjá líða að nýta sér þar þekkingu eins úr eigin hópi sem hann hefur aflað með alþjóðastarfi sínu.
Lesa meiraMjótt á munum í Washington
„Reglan“ er að flokkur forsetans eigi undir högg að sækja í þessum kosningum. Fyrirstaða Bidens og hans manna er öflugri en við var búist.
Lesa meiraHelga Vala til hliðar
Allt gerist þetta fyrir luktum dyrum í Samfylkingunni og Helga Vala sem aldrei hikar við að láta ljós sitt skína í fjölmiðlum lét blaðamann Morgunblaðsins ekki ná í sig til að fá hennar hlið þessa máls.
Lesa meiraNauðsynlegt uppgjör
Það er hluti þess uppgjörs sem fór fram á
landsfundinum að farið verði í saumana á því hver var aðdragandi og raunveruleg ástæða þess.
Lokadagur landsfundar
Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lýkur í dag. Gengið verður til formannskjörs um hádegisbilið og atkvæði verða kynnt í síðdegis.
Lesa meira
Lýðræðisveisla í Laugardal
Ræðan var efnismikil, gert var upp við fortíð og horft til framtíðar, áréttuð grunngildi Sjálfstæðisflokksins, þeim boðið aftur í flokkinn sem yfirgáfu hann vegna áhuga á ESB-aðild.
Lesa meiraHættur magnast fjær og nær
Aukinn viðbúnaður norska hersins er ekki síst á hafinu sem er sameiginlegt með okkur Íslendingum – í raun landamæri okkar gagnvart Rússlandi.
Lesa meiraÖfgavinstri Gretu Thunberg
Greta Thunberg ætlar ekki aðeins að halda áfram sem aðgerðarsinni í loftslagsmálum heldur ætlar hún að láta að sér kveða í baráttu gegn „kúgunarkerfi“ vestræns kapítalisma.
Lesa meiraGlórulaus rekstur og skattheimta
Sársaukalaus niðurskurður og hækkun skatta án þyngri greiðslubyrði er það sem meirihluti borgarstjórnar boðar þegar hann horfist í glórulausan rekstur sinn.
Lesa meiraTímasetning formannskjörs
Stefanía telur að það hafi verið óskráð regla innan Sjálfstæðisflokksins þar til nú að ekki sé boðið fram gegn formanni flokksins í oddvitasæti hans í ríkisstjórn.
Lesa meira