Dagbók: maí 2017

Átakanleg ákvarðanafælni Pírata - 31.5.2017 14:37

Að láta eins og ráðherranum sé skylt að sitja og standa eins og dómnefndin segir er fráleitt, væri svo hefði ekki þurft að hafa ákvæði um svigrúm ráðherrans og aðkomu alþingis.

Lesa meira

Öfugmæli í forsíðufyrirsögn - 30.5.2017 9:43

Þingfrestun verður Snærós Sindradóttur, blaðamanni Fréttablaðsins, tilefni forsíðufréttar undir fjögurra dálka stórfyrirsögninni í dag: Sigur stjórnarandstöðunnar. Fyrirsögnin minnir á söluslagorð fyrir vöru sem þarf að fegra með öfugmæli.

Lesa meira

Fjármálaáætlun splundrar stjórnarandstöðunni - 29.5.2017 10:15

Haraldur Benediktsson lýsir sundraðri stjórnarandstöðu í umræðum um fjármálaáætlun 2018 til 2022. Lesa meira

Steingrímur J. kylliflatur í þinglok - 28.5.2017 12:11

Steingrímur J. tekur gamalkunna rispu undir þinglok en gætir ekki að sér frekar en oft áður þegar honum verður heitt í hamsi. Hann fellur kylliflatur.

Lesa meira

Rússa-tengslin í innsta hring Trumps - 27.5.2017 13:05

Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, lagði til við rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum, Sergej Kisljak, að komið yrði á fót leynilegri fjarskiptaleið milli starfsmanna Hvíta hússins og rússnesku ríkisstjórnarinnar. Lesa meira

Trump skotspónn vegna vandræðagangs - 26.5.2017 11:08

Að mörgu leyti minnir þetta frekar á frásagnir í skólablaði. Allt er þetta líka barnaleikur miðað við það sem bíður Trumps við heimkomuna.

Lesa meira

Stórhluthafi í Kaupmannahafnarflugvelli íhugar sölu - 25.5.2017 12:16

Hér var nýlega skýrt frá því að um 120.000 manns njóta árlega þjónustu á einkasjúkrahúsum í Danmörku. Nú skal sagt frá umræðum um viðskipti með hlutabréf í Københavns Lufthavne. Lesa meira

Sigmundur Davíð stofnar Framfarafélagið - 24.5.2017 19:19

Sigmundur Davíð segist ætla að „skapa vettvang fyrir frjálsa umræðu fyrir hin ýmsu samfélagsmál“ en „alls ekki“ stjórnmálaflokk.

Lesa meira

Frelsið og hryðjuverkin - 23.5.2017 22:08

Hryðjuverk eru afleiðing öfgahyggju múslima. Ber ekki að vinna að því uppræta hana? 

Lesa meira

Jákvæðar heilbrigðisfréttir - 23.5.2017 8:51

Tvær fréttir birtust í Morgunblaðinu i gær sem stangast á við þær fréttir sem gjarnan eru fluttar um íslensk heilbrigðismál.

Lesa meira

Þjóðaröryggisráð tekur til starfa - 22.5.2017 13:38

Nokkur tímamót urðu í dag þegar þjóðaröryggisráð kom saman í fyrsta sinn undir formennsku forsætisráðherra. Lög um ráðið voru samþykkt í september 2016.

Lesa meira

Fjármálaáætlun kallar á breytingar á starfi alþingis - 21.5.2017 18:26

Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvað þetta fræðsluferli allt vegna fjármálaáætlunarinnar leiðir af sér. Vonandi verður það til þess að meiri sátt ríki um meginmarkmið og áherslur.

Lesa meira

0+0=0 hjá Degi B. - Sigurður Ingi gegn Trump og Le Pen í Framsókn - 20.5.2017 21:30

Allt tal stjórnmálamanna nú 15 árum síðar um rannsókn á einkavæðingu bankanna er hluti af popúlisma í anda Trumps og Le Pen. Þess vegna er mikil þverstæða í setningarræðu Sigurðar Inga á miðstjórnarfundinum.

Lesa meira

Spunaliðar Samfylkingarinnar ærast vegna Keflavíkurflugvallar - 19.5.2017 18:11

Samherjarnir Heimir Már Pétursson, fréttamaður á visir.is, og Oddný G. Harðardóttir, fyrrv. formaður Samfylkingarinnar, tóku höndum saman í hádeginu föstudaginn 19. maí og affluttu álit meirihluta fjárlaganefndar á fjárlagaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018 til 2022 áður en það var birt. Lesa meira

Borgarlína í stað flugvallar og Sundabrautar - eftir 20 ár? - 19.5.2017 10:32

Við þessar aðstæður er auðvitað skynsamlegast að beina athyglinni að borgarlínunni. Með því er lagður grunnur að umræðum næstu tveggja áratuga um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira

Ólafur í Samskipum fær sérmeðferð - hvers vegna? - 18.5.2017 11:47

Þingnefndin ætti að senda frá sér greinargerð um meðferð sína þessu máli og hvaða ástæður lágu í raun að baki samþykkt hennar um að taka á móti Ólafi.

Lesa meira

Tilvistarkreppa stjórnarandstöðunnar - 17.5.2017 15:00

Eigi einhver í pólitískum tilvistarvanda er það ekki ríkisstjórnin heldur stjórnarandstaðan, sundruð og málefnasnauð. Lesa meira

Ólafur Ólafsson fer að eigin ósk fyrir þingnefnd - 16.5.2017 10:46

Í greininni í Þjóðmálum eru nefnd þrjú lík dæmi sem sýna aðferðir Ólafs í viðskiptalífinu og snerta samstarf hans við erlenda aðila og leið hans til að koma ár sinni fyrir borð.

Lesa meira

Stjórnsýsla í molum bitnar á borgurunum - 15.5.2017 10:29

Borgaryfirvöld höfðu þessar ábendingar rýnihópsins að engu enda fylgja þau stefnu Hjálmars Sveinssonar, formanns skipulagsráðs, um að ekki þurfi fleiri akgreinar af því að þær fyllist hvort sem er af bílum.

Lesa meira

Emmanuel Macron settur í embætti - 14.5.2017 21:06

Emmanuel Macron flutti eftirminnilega ræðu í hefðbundnum frönskum forsetastíl þar sem hann höfðaði til sögulegs hlutverks Frakka í mannkynssögunni og áréttaði mikilvægi þess að þeir sýndu áfram hugrekki sitt í þágu frelsis og sköpunar.  Lesa meira

Borgaraleg öryggisgæsla við landamæri og í netheimum - 13.5.2017 13:43

Enginn vafi er á að stóraukið eftirlit og greining í þágu landamæravörslunnar er besta leiðin til að efla öryggiskennd þeirra sem í landinu eru og styrkja borgaralega öryggisvörslu sem er alfarið á hendi íslenskra yfirvalda.

Lesa meira

Frans páfi í Fatima - 12.5.2017 10:53

Helgisagan frá Fatima er reist á frásögn systur Luciu. Hún geymdi í hjarta sínu boðskap heilagrar Maríu sem nefndur hefur verið „leyndardómarnir frá Fatima“.

Lesa meira

Lengi lifir í ESB-glæðunum - 11.5.2017 14:00

Ummæli Jóns Steindórs benda til þess að innan Viðreisnar lifi enn vonin um að geta sett ESB-aðildina á dagskrá íslenskra stjórnmála.

Lesa meira

Dýr fjörbrot úreltrar stefnu - leiðbeining frá Steingrími J. - 10.5.2017 10:32

Fjörbrot slíkar kerfishugsunar taka á sig ýmsar furðumyndir. Dæmið um liðskiptaaðgerðirnar er ein þessara mynda. 

Lesa meira

Brusselmenn draga í land vegna leka um May - 9.5.2017 16:29

Nú hefur Jean-Claude Juncker játað að það hafi verið „alvarleg mistök“ að leka frásögn af viðræðum sínum við May.

Lesa meira

Um 150 umsagnir um fjármálaáætlun - 8.5.2017 14:42

Mikill fjöldi umsagna sem fjárlaganefnd hefur borist sýnir hve fráleitar fullyrðingarnar eru um að ekki sé haft samráð um efni áætlunarinnar við þá sem hlut eiga að máli.

Lesa meira

Upplausnin á vinstri vængnum - 7.5.2017 12:02

Deilurnar innan breska Verkamannaflokksins eru af sama toga og leiddi til klofningsins meðal franskra sósíalista – ágreiningurinn milli hófsamra jafnaðarmanna og róttækra verður svo ákafur að þeir eiga ekki lengur samleið innan sama flokks.

Lesa meira

Tilboð frá Le Monde - 6.5.2017 10:24

Árum saman var ég áskrifandi að franska dagblaðinu Le Monde. Fékk það sent í pósti á sínum tíma og síðan á netinu þar til ég sagði því upp fyrir nokkru. Lesa meira

Afturhaldssöm stjórnarandstaða - 5.5.2017 10:08

Því má velta fyrir sér hvort stofnun Sósíalistaflokks Íslands og vitleysan sem hann boðar í stefnuskrá sinni valdi slíkum hugaræsingi hjá stjórnarandstöðunni að hún ákveði að etja kappi við úrelt sjónarmið þess flokks.

Lesa meira

Hiti í kappræðum frönsku forsetaframbjóðendanna - 4.5.2017 10:48

Stjórnendur sjónvarpskappræðnanna voru ekki öfundsverðir í gærkvöldi. Oft töluðu allir í einu, stjórnendur og frambjóðendur.

Lesa meira

Bankar og fjármálaáætlun til umræðu á ÍNN - 3.5.2017 16:29

Í þætti mínum á ÍNN í kvöld ræði ég við Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Við ræðum um bankamál og fjárlagaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Lesa meira

Alls 120.000 á dönskum einkasjúkrahúsum árið 2016 - 3.5.2017 10:34

Umræðurnar um einkarekstur á heilbrigðissviði hér eru litaðar hugmyndafræðilegum ágreiningi á þann veg að fordómar ráða greinilega miklu hjá mörgum.

Lesa meira

Málstaður markhópsins á betra skilið en Gunnar Smára - 2.5.2017 13:57

Ótrúlegt er að einhverjir telji það þjóna pólitískum tilgangi að veita Gunnari Smára stuðning til að vinna fylgi kjósenda á þessum neikvæðu forsendum.

Lesa meira

1. maí - valdabaráttudagur innan verkalýðshreyfingarinnar - 1.5.2017 12:19

Verkalýðsforystan hefur viljað að litið sé á 1. maí sem sameiginlegan baráttudag íslenskrar alþýðu. Að Gunnar Smári kjósi að rjúfa þann frið sýnir að þessi dagur hefur misst gildi sitt hér á landi. Þ

Lesa meira