Dagbók: mars 2025
Þriggja mánaða vandræðastjórn
Flokkur fólksins er einkaflokkur þar sem frambjóðendur eru handvaldir af Ingu Sæland. Að vera í því einvalaliði verður sífellt verra og að treysta á það við stjórn landsins gerir Kristrúnu forsætisráðherra óhæfa þótt klórað sé í bakkann.
Lesa meiraFinnar hamingjusamastir – Ísland í þriðja sæti
Þessi lýsing gæti verið af stöðu mála hér. Neikvæð umræða og nöldur festir ekki djúpar rætur þótt hún sé hluti okkar daglega umhverfis sé hlustað á fréttir eða rýnt í athugasemdir á netinu.
Lesa meiraOfbeldi í grunnskólum
Það er aðeins skýr pólitísk forysta sem dugar til að eyða kýli af þessum toga. Sé hún ekki sýnd hreyfir sig enginn í kerfinu. Meirihluti þings og borgarstjórnar er samstiga í því að gera ekki neitt.
Lesa meiraSpuni vegna Ásthildar Lóu
Öllum er að sjálfsögðu frjálst að gagnrýna dómstóla og dómara. Efnislega fór dómarinn hér að lögum og beitti undantekningarreglu ráðherranum í vil.
Lesa meiraSkriður á skógarhöggi
Í nokkur ár hefur legið ljóst fyrir að annaðhvort yrðu tré felld í Öskjuhlíð eða Reykjavíkurflugvöllur lokaðist. Undir forystu Dags B. Eggertssonar neitaði meirihluti borgarstjórnar að horfast í augu við þessa staðreynd.
Lesa meiraOrðspor fréttastofu í húfi
Fela á rannsóknarnefnd að fara yfir Samherjamálið allt frá því að fréttastofa ríkisútvarpsins hratt því af stað. Í raun snýr þetta mál frekar að ríkisútvarpinu en Samherja þegar litið er yfir gang þess.
Lesa meiraSendiráðsofsóknir í Moskvu
Rússneski sendiherrann í London var kallaður í breska utanríkisráðuneytið og honum gert ljóst að bresk stjórnvöld myndu ekki líða ógnanir í garð breskra sendiráðsstarfsmanna og fjölskyldna þeirra.
Lesa meiraKlassísk elítuátök kommúnista
Gunnar Smári „útskúfar“ Karli Héðni af ótta við að hann sé útsendari Sólveigar Önnu og Viðars. Um er að ræða klassísk elítuátök í hreyfingu kommúnista.
Lesa meiraFyrirvarastefna forseta Íslands
Í ljósi alls þessa er skrýtið þegar sagt er að vegna herleysis eigi Íslendingar ekki að leggja fé í sameiginlegan sjóð bandamanna sinna sem komið er á fót til að standa við bakið á Úkraínumönnum.
Lesa meiraHægri bylgja á Grænlandi
Danska konungdæmið er ekki í bráðri hættu eftir kosningarnar og Grænlendingar hafa ekki áhuga á að kasta sér í fangið á Trump.
Lesa meiraSögulegar kosningar á Grænlandi
Það er ekki auðvelt að skilgreina grænlenska flokka á vinstri/hægri ás því að afstaðan til sjálfstæðis ýtir öðrum hugsjónamálum til hliðar
Lesa meiraTrump espar Kanadamenn og Grænlendinga
Donald Trump blandar sér blygðunarlaust í kosningabaráttuna á Grænlandi. Í Kanada kemur nýr forsætisráðherra í stað Justins Trudeau sem var í ónáð hjá Trump og sætti ónota frá honum.
Lesa meiraÞjóðaratkvæðagreiðsla með hraði
Örugglega dettur engum í Brussel í hug að íslensk stjórnvöld láti við það sitja að dusta rykið af 16 ára gamalli umsókn og leggja hana fyrir ESB að nýju.
Lesa meiraSinfóníuhljómsveitin 75 ára
Harpa er sýnilegt tákn um áhrif hljómsveitarinnar í menningar- og þjóðlífi okkar Íslendinga. Óáþreifanleg áhrif hljómsveitarinnar eru ekki minni þótt þau verði ekki mæld í gleri og steinsteypu.
Lesa meiraTrump, norðurslóðir og Kína
Að baki Rússum standa Kínverjar og þeir sem leita að rökréttri skýringu á andúð Trumps á Úkraínu og daðri við Pútin segja að Trump vilji ýta Xi Jingping Kínaforseta til hliðar.
Lesa meiraUm formennsku í Samfylkingunni
Össur hefur verið óþreytandi að minna á flokksformennsku sína og oftast gætir biturleika í gegnum gálgahúmorinn. Nú getur hann svo ekki unnt Guðrúnu að ná kjöri á eigin forsendum.
Lesa meiraSprungin hagræðingarblaðra
Í lok janúar var blásið upp að um 10.000 hugmyndir hefðu borist. Nú þegar afstaða til innan við 0,6% af þessum hugmyndum birtist í tillögum starfshópsins er ljóst að allur vindur er úr blöðrunni.
Lesa meiraTrump og Pútin gegn Zelenskíj
Þessi harkalega ákvörðun styður hernað Rússa og er tekin með það fyrir augum að neyða Volodymyr Zelenskíj til að láta að vilja Trumps og Pútins eða til afsagnar sem forseti Úkraínu.
Lesa meiraKallað á Sjálfstæðisflokkinn
Hér skal tekið undir með Grími Kamban þegar hann segir allt réttsýnt fólk að sjálfsögðu sjá að við svo búið megi ekki standa. Þjóðinni sé „lífsnauðsyn“ að Sjálfstæðisflokkurinn fái byr í seglin.
Lesa meiraVarla sjónarmunur í formannskjöri
Líklega er sjaldgæft, hvert sem litið er, að flokksformaður sé í þeirri stöðu sem Guðrún er núna. Fylgja henni bestu óskir um farsæld í ábyrgðarmiklu starfi.
Lesa meiraFyrirsát í Hvíta húsinu
Þar sátu æðstu ráðamenn Bandaríkjanna í forsetaskrifstofu Hvíta hússins, Oval Office, og gerðu harða hríð að Zelenskíj sem stóð uppi í hárinu á þeim eins og hann hefur í þrjú ár leitt þjóð sína í stríðinu gegn Vladimir Pútin Rússlandsforseta.
Lesa meira