Dagbók: mars 2002
Laugardagur 30.3.2002
Klukkan 14.00 hleypti ég páskaeggjaleit af stað í Öskjuhlíðinni á vegum sjálfstæðisfélagsins í Hlíða- og Holtahverfi.
Miðvikudagur 27.3.2002
Klukkan 16.30 kynntum við kosningastefnuskrá Sjálfstæðisflokksins á fundi á Hótel Borg. Um kvöldið var ég í Íslandi í dag á Stöð 2 og ræddi stefnu flokksins.
Þriðjudagur 26.3.2002
Fór í hádeginu á vinnustaðafund í Landsbanka Íslands, Austurstræti.
Mánudagur 25.3.2002
Fór á vinnustaðafund í hádeginu í Nýherja.
Laugardagur 23.3.2002
Klukkan 14.00 hleypti ég páskaeggjaleit af stað í Laugardalnum á vegum sjálfstæðisfélaganna í Laugarnes- og Langholtshverfum. Klukkan 15.00 hleypti ég af stað páskaeggjaleit á Ægissíðunni á vegum sjálfstæðisfélagsins í Nes- og Melahverfi.
Fimmtudagur 21.3.2002
Fór í morgunkaffi og hitti starfsmenn Fasteignamats ríkisins. Fór klukkan 17.00 í gallerí i8, þar sem verið var að opna sýningu á verkum Harðar Ágútssonar. Klukkan 18.15 efndi ég til fundar með kaupmönnum og atvinnurekendum í miðborginni í Húsi málarans.
Miðvikudagur 20.3.2002
Klukkan 17.15 flutti ég ræðu á aðalfundi Sambands eldri sjálfstæðismanna í Valhöll.
Föstudagur 15.3.2002
Stjórnaði klukkan 17.00 aðalfundi SPRON að Hótel Lofleiðum.
Fimmtudagur 14.3.2002
Tók þátt í Kastljósi með Ingibjörgu Sólrúnu kl. 19.30 Klukkan 20.15 flutti ég ræðu á kúttmagakvöldi hjá Odfellow-stúkunni Þórsteini.
Þriðjudagur 12.3.2002
Tók klukkan 20.00 þátt í fundi á vegum Round Table að Grand hotel með frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins en fulltrúar R-listans, sem einnig voru boðaðir, létu ekki sjá sig.
Mánudagur 11.3.2002
Klukkan 13.00 var ég viðstaddur úthlutun styrkja úr Menningarborgarsjóði í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.
Sunnudagur 10.3.2002
Tók klukkan 20.30 þátt í spilakvöldi á vegum Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, og flutti ávarp í lok þess.
Laugardagur 9.3.2002
Klukkan 13.00 tók ég þátt í pallborðsumræðum á þingi Kennarasambands Íslands í Borgartúni 6 um gildi kennarastarfsins.
Fimmtudagur 7.3.2002
Klukkan 20.00 var ég heiðursgestur á kúttmagakvöldi Lionsklúbbsins Ægis á Hótel Sögu.
Miðvikudagur 6.3.2002
Klukkan 08.00 fór ég í Verslunarskóla Íslands og var þar í tíma með nemendum í stjórnmálafræði.
Þriðjudagur 5.3.2002
Klukkan 08.00 fór ég í þáttinn Í bítið á Stöð 2.
Mánudagur 4.3.2002
Klukkan 19.15 flutti ég erindi um brogarmál í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. Klukkan 21.00 stjórnaði ég bingói í Kaupfélaginu við Laugaveg, þar sem safnað var fé til að styrkja langveik börn.
Sunnudagur 3.3.2002
Klukkan rúmlega 13.00 var ég í Silfri Egils.
Laugardagur 2.3.2002
Klukkan 11.15 hófst ríkisráðsfundur að Bessastöðum, þar sem mér var veitt lausn frá embætti menntamálaráðherra. Klukkan rúmlega 12.00 hitti ég Tómas Inga í ráðuneytinu og afhenti honum lyklavöldin. Þennan dag birtist einnig viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við mig í DV.
Föstudagur 1.3.2002
Klukkan 07.30 var ég í viðtali í mirgunþætti Rásar 2. Klukkan 09.30 hófst síðasti ríkisstjórnarfundur minn. Klukkan 13.00 flutti ég síðustu opinberu ræðu mína sem menntamálaráðherra, þegar ég setti ráðstefnuna UT2002. Klukkan 13.30 kom þingflokkur sjálfstæðismanna saman og þar var einróma samþykkt tillaga forsætisráðherra um að Tómas Ingi Olrich yrði eftirmaður minn sem menntamálaráðherra. Klukkan 16.00 kvaddi ég samstarfsfólk mitt í menntamálaráðuneytinu með freyðivíni og tertu á efstu hæðinni í ráðuneytinu.