Dagbók: nóvember 2017

Ný ríkisstjórn sér dagsins ljós - 30.11.2017 18:37

Þegar saminn er tæplega 6.000 orða texti sem sameiginlegt skjal þriggja ólíkra stjórnmálaflokka er ekki óeðlilegt að óljóst sé um túlkun ýmislegs sem sagt er.

Lesa meira

Stjórnarmyndun á lokastigi - 29.11.2017 14:24

Forseti Íslands hafði annan hátt á við stjórnarmyndun núna en fyrir ári. Þá var engu líkara en að hann liti á sig sem meiri geranda í málinu en hann er.

Lesa meira

Mesta breyting í stjórnmálum í 100 ár - 28.11.2017 9:35

Með nýrri ríkisstjórn verður mesta kerfisbreyting á íslenskum stjórnmálavettvangi frá því að grunnur var lagður að flokkakerfi landsins fyrir 100 árum. Aldrei fyrr hafa flokkar sem þessir tekið höndum saman um landstjórnina.

Lesa meira

Upphafning á kostnað annarra - 27.11.2017

Í Morgunblaðinu birtust um helgina tvær frásagnir sem sýna hve fallvalt er að reisa frásagnir sínar á veikum grunni, ímyndun eða skorti á upplýsingum.

Lesa meira

SDG segir umgjörðina ráða stjórnarmyndun - 26.11.2017 9:18

Stjórnmálamenn sem hafa fallið af stalli reyna stundum að skapa sér nýja stöðu til setu í ríkisstjórn með því að stofna í kringum sjálfa sig stjórnmálaflokk.

Lesa meira

Höfuðborg í vanda - 25.11.2017 7:16

Í tveimur greinum er í hnotskurn lýst kreppunni sem ríkir í málefnum Reykjavíkurborgar undir stjórn vinstri manna.

Lesa meira

Svartur dagur víðar en í viðskiptum - 24.11.2017 10:09

Sérkennilegt er að heyra stjórnmálamenn sem greiddu atkvæði með því að draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm láta eins og það sé tilvist Landsdóms að kenna, hann sé barns síns tíma og eitthvað annað verði að koma í stað hans.

Lesa meira

Mannréttindadómstóllinn leggur blessun yfir Landsdóm - 23.11.2017 12:21

Að MDE telji málaferlin ekki brot á Mannréttindasáttmála Evrópu réttlætir ekki að til þeirra var stofnað en sýnir að þessi ákvæði íslenskrar stjórnskipunar standast kröfur evrópska mannréttindasáttmálans.

Lesa meira

Titringur á viðkvæmu stigi stjórnarmyndunar - 22.11.2017 11:39

Á viðkvæmu stigi stjórnarmyndunarviðræðna birtast gjarnan fréttir sem hafðar eru eftir ónafngreindu fólki innan flokkanna sem vinna að myndun stjórnar.

Lesa meira

Orkuveita án pólitískrar ábyrgðar - 21.11.2017 14:58

Borgarstjóri Dagur B. Eggertsson nálgast þessi mál öll sem áhorfandi en ekki sem stjórnandi – úr pólitísku ábyrgðinni er ekkert gert.

Lesa meira

Fréttablaðið telur birtingu símtalsins valda Kjarnanum fjárhagstjóni - 20.11.2017 11:51

Kjarninn hefur sótt að fá að birta texta símtalsins „jafnvel með því að stefna Seðlabankanum með tilheyrandi kostnaði [..,] Birting samtalsins nú veldur Kjarnanum fjárhagstjóni...“ segir í leiðara Fréttablaðsins. Lesa meira

Reynt að hvítþvo borgarstjóra í skólpmálinu - 19.11.2017 11:58

Í fréttum af þessu áliti borgarlögmanns er markvisst þagað um mikilvægi pólitísku og í raun lagalegu ábyrgðarinnar sem felst í því að vísvitandi var þagað um mengunarslysið.

Lesa meira

Afrit birt af símtalinu fræga - 18.11.2017 12:18

Morgunblaðið birti afrit af símtali Geirs og Davíðs í dag (18. nóvember). Samsæriskenningarnar fjúka út í veður og vind.

Lesa meira

ÍNN lokað - útsendingum hætt - 17.11.2017 14:40

Í sjálfu sér kom ekki á óvart þegar Kristinn Svanur Jónsson, upptökustjóri á ÍNN, hringdi í mig í gær og sagði að slökkt yrði á sjónvarpsstöðinni þá um kvöldið.

Lesa meira

Tungan tryggir samheldni þjóðfélagsins - 16.11.2017 11:07

Það hefur verið styrkur íslensks samfélags hve einsleitt það er vegna tungumálsins. Það er sjálfstætt markmið með tungumálið að vopni að tryggja þessa samheldni þjóðfélagsins áfram.

Lesa meira

Stjórnmálaforingjar ráða för – ekki forseti Íslands - 15.11.2017 10:20

Hér hefur þeirri skoðun verið hreyft oftar en einu sinni að tal um að forseti Íslands veiti ekki þessum eða hinum umboð til stjórnarmyndunar feli ekki í sér rétta lýsingu á stöðu mála.

Lesa meira

Aðdráttaraflið og flóttamannavegurinn - 14.11.2017 12:51

Harpa veitir tækifæri til markvissrar listsköpunar til langs tíma. Við mótun og framkvæmd útlendingastefnu verður að minnka aðdráttafl landins fyrir glæpahópa.

Lesa meira

Sósíalískt uppgjör gagnvart VG - 13.11.2017 11:09

Uppgjörið ristir djúpt þegar tekist er á milli sósíalista innan og utan raða VG vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.

Lesa meira

VG veikir tiltrúna - 12.11.2017 23:21

Þótt varaformaður VG láti eins og hann sé aðeins boðberi annarra þegar hann vegur að formanni Sjálfstæðisflokksins á lúalegan hátt leynir óvildin sér ekki og viljinn til að spilla fyrir framgangi mála.

Lesa meira

Ríkisútvarpið afhjúpað í Reykjavíkurbréfi - 11.11.2017 12:28

Aðhaldið sem Morgunblaðið veitir ríkisútvarpinu er lofsvert og nauðsynlegt framlag til lýðræðislegra skoðanaskipta í landinu.

Lesa meira

Hótað með villiköttum - 10.11.2017 11:19

Að Sjálfstæðismenn verðlauni formann VG er óverðskuldað. Verðlaunin tryggja auk þess ekki að VG standi heilt að ríkisstjórn. Flokkurinn hefur jafnan klofnað í stjórnarsamstarfi.

Lesa meira

Málefnalausir Píratar - 9.11.2017 12:20

Píratar létu aldrei reyna á nein málefni, hvorki í kosningabaráttunni né í stjórnarmyndunarviðræðunum. Píratar hafa ekki heldur lagt sig fram um málefnaleg störf á alþingi.

Lesa meira

Formaður Viðreisnar afneitar flokksstefnunni - 8.11.2017 10:21

Eftir yfirlýsingu Þorgerðar Katrínar vaknar spurning um hvort Viðreisnarfólk á samleið með Viðreisn.

Lesa meira

Tveggja aldarafmæla minnst - 7.11.2017 10:34

Ein öld er liðin í dag frá byltingunni í Rússlandi og einnig frá því að Pétur Thorsteinsson fæddist.

Lesa meira

Sigurður Ingi lætur til sín taka - 6.11.2017 21:01

Sigurður Ingi styrkti stöðu sína með þátttöku í þessum samtölum undir forystu Katrínar. Honum er mikils virði að sýna að annarra flokka menn vilji frekar ræða við sig og Framsóknarflokkinn en Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkinn.

Lesa meira

Jóhannes Kr.: Íslendingar léttvægir í Paradísarskjölunum - 6.11.2017 11:02

Leynd var létt af svonefndum Paradísarskjölum kl. 18.00 sunnudaginn 5. nóvember. Skjölin gefa mynd af upplýsingum um einstaklinga og lögaðila í skattaparadísum.

Lesa meira

Tvöfeldni í þágu vinstri stjórnar - 5.11.2017 10:42

Afstaðan til „neikvæðra auglýsinga“ minnir á tvöfeldnina í afstöðunni til skjala sem lekið er til fjölmiðla. Annars vegar er „góður leki“ á gögnum um fjármál einstaklinga og hins vegar „vondur leki“ vegna afgreiðslu á máli hælisleitenda.

Lesa meira

Ótti Pírata - Thor:Ragnarok - 4.11.2017 10:53

Einkennilegt er að Birgitta kjósi að grípa til enska orðsins legacy þegar hún nefnir pólitíska arfleifð sína. Hún ætti að hafa betra vald á íslensku en þarna birtist. Það er til marks um leti eða virðingarleysi við móðurmálið að umgangast það á þennan hátt.

Lesa meira

Eitt atkvæði Pírata ræður úrslitum - 3.11.2017 10:18

Svarið sýnir að Björn Leví er alls ekki sjálfum sér samkvæmur. Sama kerfi gilti við kosningarnar 2016 og 2017.

Lesa meira

Þétting hnignandi miðborgar - 2.11.2017 10:10

Þétting byggðar er eitt af helstu hugsjónamálum meirihlutans í Reykjavíkurborg en stefnan hefur leitt af sér húsnæðisskort og hækkun á húsnæðiskostnaði.

Lesa meira

Fjártæknifyrirtæki lækka verð á bönkum - 1.11.2017 9:46

Augljóst er að ekki aðeins bankar lenda í ólgusjó vegna þessarar þróunar heldur þarf allur almenningur að hljóta mikla fræðslu til að átta sig á nýjum tækifærum og betri þjónustu.

Lesa meira