Dagbók: febrúar 2024

Tryggja verður borgurunum EES-rétt - 29.2.2024 9:10

Með ákvæði í lögunum um fæðingarorlof er íslensk kona sem var farandlaunþegi og nýtti sér réttinn til frjálsrar farar svipt rétti til bóta sem aðild Íslands að EES veitti henni.

Lesa meira

Falsaði viðtal við Ólaf Ragnar - 28.2.2024 19:37

Þetta mál snertir fjölmiðlun hér á landi. Hér hefur hópur íslenskra blaðamanna sem telur sig fórnarlömb réttvísinnar átt í samstarfi við Lasse Skytt.

Lesa meira

Rætt um norðurslóðir í London - 27.2.2024 14:23

Af þátttöku í málstofunni mátti ráða að hún vakti áhuga meðal þeirra sem láta sig þetta málefni varða. Heimamenn þökkuðu sendiherranum framtakið og töldu það tímabært.

Lesa meira

Big Ben frá ýmsum hliðum - 26.2.2024 10:06

Turninn er ekki aðeins þekkasta kennileiti Bretlands heldur einnig til marks um lýðræðislega stjórnarhætti. 

Lesa meira

Götumyndir frá London - 25.2.2024 11:07

Fjórar myndir frá London

Lesa meira

Laugardagur í London - 24.2.2024 18:14

Mikill mannfjöldi var í miðborg London síðdegis laugardaginn 24. febrúar. Hér eru myndir frá útifundi á Trafalgar-torgi til stuðnings Úkraínumönnum. 

Lesa meira

Átakið í útlendingamálum - 23.2.2024 10:34

Eftir að þessi heildarsýn var birt hafa þeir sem gjarnan vilja ræða annað en það efni sem er til úrlausnar og sýnir hvert stefnir sagt að fyrr hefði átt að taka í taumana.

Lesa meira

Stjórnarandstaða í uppnámi - 22.2.2024 10:35

Pappírstígrisdýr birtast alltaf öðru hverju á stjórnmálavettvangi en þau eru jafnan ekki annað en einmitt pappírstígrisdýr og það á við þegar sagt er að formaður Nýju Samfylkingarinnar sé ógnvaldur. 

Lesa meira

Kúvending frá niðurlægingu - 21.2.2024 9:08

Fulltrúar klofningsflokka eða lukkuriddarar rótlausra flokka breyta ekki útlendingalögunum til batnaðar. Til þess þarf ábyrgðarfullt átak.

Lesa meira

Lík Navalníjs í felum - 20.2.2024 10:25

Fjölskylda Navalníjs er sannfærð um að honum hafi verið byrlað eitur og lík hans verði ekki afhent fyrr en talið er fullvíst að við rannsókn á því finnist engin merki um eitrunina.

Lesa meira

Stilla Kristrúnu upp við vegg - 19.2.2024 9:42

Flokksandstæðingar Samfylkingarinnar vega ekki að formanni flokksins heldur þeir sem telja sig gæta samvisku flokksins sem boða að ekki sé að marka orð Kristrúnar um stefnubreytingu í útlendingamálum.

Lesa meira

Samfylking í sárum - 18.2.2024 11:58

Tilraunir Ingibjargar Sólrúnar og annarra til að plástra vegna orða Kristrúnar eru dæmdar til að mistakast. Kristrún stundar ekki „umræðustjórnmál“. Hún ræður.

Lesa meira

Minningin um Navalníj hræðir Pútin - 17.2.2024 10:42

Aðfaranótt laugardagsins 17. febrúar voru hettuklæddir menn sendir á vettvang og sópuðu þeir blómunum á brott og öllu öðru sem minnti á Navalníj, ljósmyndum og litlum spjöldum með sorgar- og baráttukveðjum.

Lesa meira

Brengluð heimssýn - 16.2.2024 9:27

Það er undarlegt að fullveldissamtök eins og Heimssýn skuli flagga sérstaklega málflutningi þingmanns sem vill ekki að í íslenskri lögsögu sé fullveldi einstaklinga til að njóta EES-aðildarinnar virt og tryggt.

Lesa meira

Hamas-ákærur í Danmörku - 15.2.2024 11:21

Frá Danmörku berast fréttir um að ákæruvaldið þar sitji ekki auðum höndum vegna mótmæla málsvara Hamas-liða. 

Lesa meira

Sir Keir og gyðingahatrið - 14.2.2024 9:29

Sir Keir tekur slaginn við gyðingahatara í breska Verkamannaflokknum til að verða stjórnhæfur. Hvað gerir Kristrún Frostadóttir innan Samfylkingarinnar?

Lesa meira

Karlagrobb eða hótun? - 13.2.2024 10:43

Vandinn er á bandarískum heimavelli. Sé enginn þar sem getur skákað Trump sest hann aftur að í Hvíta húsinu. Mun sjálfumglaðari og óútreiknanlegri er áður.

Lesa meira

Heitt vatn yfir nýja hraunið - 12.2.2024 9:26

Allt gekk að óskum og í morgunsárið streymdi vatn frá orkuverinu inn í heitavatnstanka HS Orku á Fitjum.

Lesa meira

Að njóta vafans - 11.2.2024 10:49

Atburðirnir nú sýna að miklu meiri fyrirhyggja er nauðsynleg í mörgu tilliti til að tryggja stöðu mannsins í sambúðinni við náttúruöflin hér á landi.

Lesa meira

Forsetaframbjóðandi misréttis - 10.2.2024 10:27

Í málinu núna er tekist á um hvort réttmætt sé að íslensk lög um fæðingarorlof takmarki rétt sem Anna Bryndís Einarsdóttir nýtur samkvæmt EES-reglum.

Lesa meira

Biden, velviljaður minnislaus eldri maður - 9.2.2024 9:55

„Biden mundi líklega koma fram gagnvart kviðdómi eins og hann gerði í samtali okkar, sem alúðlegur, velviljaður eldri maður með fátæklegt minni,“ segir Hur.

Lesa meira

Hervæðing norræns samstarfs - 8.2.2024 9:27

 Á vettvangi Norðurlandaráðs gerist sama og annars staðar þar sem varnar- og öryggismál eru á dagskrá, þau móta mjög pólitískar umræður þeirra sem hafa á þeim þekkingu og bera á þeim ábyrgð.

Lesa meira

Gíslar í höndum Hamas - 7.2.2024 9:32

Hér er mótmælt og sótt með offorsi að utanríkisráðherra í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna með kröfum um að íslensk stjórnvöld sæki Palestínumenn sem eru gíslar Hamas á Gaza. 

Lesa meira

Dagskrárstjóri hafnar siðareglum - 6.2.2024 9:29

Dagskrárstjórinn skautar algjörlega fram hjá því viðmiði sem sett er í siðareglum RÚV sem útvarpsstjóri setti 13. júní 2022. 

Lesa meira

Dýrkeypt útlendingastefna - 5.2.2024 9:24

Opinberar umræður einkennast af þöggun um þessar breytingar vegna óþarfrar umhyggju í garð aðkomufólksins. Margt af því fólki gerir sér þó mun betri grein fyrir hvert stefnir en gamlir heimamenn.

Lesa meira

Stefnuþögn nýju Samfylkingarinnar - 4.2.2024 10:42

Talaði Oddný fyrir sína hönd eða Samfylkingarinnar í þessum umræðum? Þögn forystu nýju Samfylkingarinnar í brýnum úrlausnarmálum er hrópandi.

Lesa meira

Þrengir að Trump - 3.2.2024 11:14

Að maður með þetta allt yfir höfði sér sé talinn líklegur til að verða kjörinn forseti Bandaríkjanna vegna þess að kjósendur flykkist að honum verður æ undarlegra. 

Lesa meira

Kínverskt vor í febrúar - 2.2.2024 9:33

Ástæða er til að minna á að tilgangur þessarar vorhátíðar kínverska sendiráðsins hér á landi er hvorki að efla menningar- né viðskiptatengsl.

Lesa meira

RÚV-ríkið í ríkinu - 1.2.2024 11:52

Þegar svar ráðherrans er lesið virðist hún eða þeir sem sömdu svarið fyrir hana hafa misskilið spurninguna því að ræðan snýst um að RÚV sé heimilt að setja gamalt efni í hlaðvarp.

Lesa meira