Dagbók: mars 2005
Fimmtudagur 31. 03. 05.
Miðvikudagur 30. 03. 05.
Ríkisstjórnin kom saman að morgni miðvikudags til að unnt yrði að ræða lagafrumvörp til kynningar í þingflokkum og framlagningar á þingi 1. apríl - síðasta skiladag á þessu þingi.
Svaraði þremur fyrirspurnum á þingi.
Fór klukkan 16.00 á ársfund Seðlabanka Íslands.
Mánudagur, 28. 03. 05.
Sunnudagur, 27. 03. 05.
Föstudagur, 25. 03. 05.
Miðvikudagur, 23. 03. 05.
Var með viðtöl fyrir hádegi eins og venjulega á miðvikudögum, en það hefur enginn biðlisti myndast hjá mér í ráðuneytinu. Það kemur meira að segja fyrir, að fólk kvartar undan því að hafa komið fyrr en það ætlaði og þess vegna kannski ekki getað undirbúið sig eins og það ætlaði.
10. fundur Evrópunefndar var í hádeginu.
Hélt austur í Fljótshlíð síðdegis til að halda páskahátíðina.
Þriðjudagur, 22. 03. 05.
Á fundi ríkisstjórnar fyrir hádegi voru lögin um ríkisborgararétt Fischers lögð fram til að unnt yrði fyrir mig að gera um það tillögu til handhafa forsetavalds, að þau yrðu staðfest.
Eftir ríkisstjórnarfundinn ritaði ég undir tillöguna og var hún síðan staðfest af handhöfunum og lögin birtust í Stjórnartíðindum. Þá skrifaði ég undir ríkisborgarabréfið fyrir Fischer og var utanríkisráðuneytinu tilkynnt um það auk þess sem gengið var frá því, að útlendingastofnun gengi frá vegabréfi fyrir hann og afhenti utanríkisráðuneytinu.
Mánudagur, 21. 03. 05.
Sat þingflokksfundog þingfund, þar sem samþykkt var að Bobby Fischer yrði íslenskur ríkisborgari.
Flutti síðan framsöguræðu um frumvarp vegna breytinga á mannréttindasáttmála Evrópu, það er vegna mannréttindadómstólsins og gat þess, að hann sætti víða gagnrýni fyrir það, hve langt hann gengi í dómum sínum og inn á svið löggjafans. Minnti ég á ræðu, sem ég hafði flutt um þetta í september 2003 en nú heyrðust sömu sjónarmið Lene Espersen, danska dómsmálaráðherranum, og dönskum lagaprófessor.
Föstudagur, 18. 03. 05.
Sat ráðherrafundinn fram að hádegi en átti þá einkafund með dómsmálaráðherra Póllands.
Hélt af stað frá Varsjá klukkan 16.05 og var kominn 17. 30 til Kastrup. Þaðan átti Icelandair vélin að fara klukkan 20.15 en brottför tafðis vegna þess, að flugvél hafði farið með nefhjólið í skurð og komst hvorki land né strönd. Hún var á leið til Malaga með fólk í páskafrí, en það mátti allt yfirgefa vélina.
Heimflugið tók um þrjá og hálfan tíma vegna mikils mótvinds, flugum við sunnar en venjulega eða yfir Aberdeen. Vélin var tvo tíma og tíu mínútur út og sagði flugmaðurinn, að þá hefði hún farið 300 km hraðar yfir jörðina en á leiðinni heim.
Fimmtudagur, 17. 03. 05.
Miðvikudagur, 16. 03. 05.
Þriðjudagur 15. 03. 05.
Svaraði spurningu Kristjáns J. Möller um viðgerðir á varðskipum í upphafi þingfundar. Tók síðan þátt í umræðum utan dagskrár um Evrópumál.
Tók þátt í umræðum í borgarstjórn um skipulag Vatnsmýrarinnar, framtíð Reykjavíkurflugvallar og Háskólann í Reykjavík.
Föstudagur, 11. 03. 05.
Flutti klukkan 14.20 fyrirlestur í stjórnunarnámi Lögregluskóla ríkisins og ræddi um stækkun lögregluumdæma.
Fimmtudagur, 10. 03. 05.
Miðvikudagur, 09. 03. 05.
Svaraði fyrirspurn á þingi frá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur um fíkniefni og akstur.
Fór í Grafarvogskirkju klukkan 18.00 og las 40. passíusálm.
Þriðjudagur, 08. 03. 05.
Mánudagur, 07. 03. 05.
Svaraði á þingi óundirbúinni fyrirspurn frá Björgvini G. Sigurðssyni um störf nefndar um hættu af sýkla-, efna- og geislavopnum.
Fór um kvöldið með Gunnar Eyjólfssyni í safnaðarheimili katólskra og hlýddi á erindi dr. Sigurðar Steingrímssonar um túlkun hans á kafla í Mósebók um ferð Abrahams.