Pistlar

Afsögn Sigmundar Davíðs knýr Ólaf Ragnar til framboðs - 18.4.2016

Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti mánudaginn 18. apríl að hann hefði hætt við að hætta sem forseti Íslands og ætlaði að bjóða sig fram í sjötta sinn.

Lesa meira

Sviptingar vegna afsagnar Sigmundar Davíðs - 9.4.2016

Hér tek ég saman punkta um fjóra þætti sem ástæða er til að halda til haga vegna afsagnar Sigmundar Davíðs. Aðeins brot af því sem sagt var og gerðist.

Lesa meira

2016: Ár forsetakosninga - 31.12.2015

Spurningunni um hvort Ólafur Ragnar Grímsson gefur kost á sér áfram sem forseti Íslands verður kannski svarað á morgun. Það eru því síðustu forvöð að velta málinu fyrir sér án þess að vita hvað hann segir.

Lesa meira

Leggjum rækt við anda jólanna - 24.12.2015

Bandarískur álitsgjafi segir árip 2015 hafa verið árið sem jólin dóu í Bandaríkjunum. Við skulum vona að svo sé ekki. Lesa meira

Sigur Íhaldsflokksins - hlutverk Sjálfstæðisflokksins - 9.5.2015

Hér er fjallað um úrslit þingkosninganna í Bretlandi og hugað að lærdómi sem sjálfstæðismenn geta dregið af þeim.

Lesa meira

Össur lýsir ESB-viðræðustrandinu  - 19.4.2015

Fyrir þingi liggur tillaga stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald ESB-viðræðnanna. Umræður fóru fram um tillöguna þriðjudaginn 14. apríl. Hér er rýnt í orð forystumanna Samfylkingarinnar sem sýna að ekki stendur steinn yfir steini í málflutningi þeirra um málið frá síðasta kjörtímabili.

Lesa meira

Nú skal 365 beitt gegn réttarkerfinu - 11.4.2015

Í pistlinum er lýst viðleitni Kristínar Þorsteinsdóttur, aðalritstjóra og útgefanda hjá 365, til að beina miðlunum gegn hæstarétti og sérstökum saksóknara vegna hagsmuna sakborninga og dæmdra manna.

Lesa meira

Hlé á Evrópuvaktinni - umsókn fjarlægari en áður - 6.4.2015

Hér ræði ég stöðu ESB-málsins þegar gert er hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar.

Lesa meira

Bréf utanríkisráðherra skapar ESB-umræðum nýtt inntak - 20.3.2015

Umræðurnar í tilefni af bréfi utanríkisráðherra til ESB snúast um allt annað á stjórnmálavettvangi en áður hefur verið. ESB-aðildarsinnar leggja ekki lengur áherslu á að ljúka viðræðum til að kjósa um niðurstöðuna heldur á að kjósa svo að halda megi áfram að ræða við ESB. Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur sigrað. Vilji menn ræða áfram við ESB verður fyrst að breyta um samningsmarkmið og stjórnarskránni.

Lesa meira

Þáttaskil í ESB-málinu - umsókn í andaslitrum - samþykki þjóðarinnar við nýju skrefi - 15.3.2015

Hér er litið til umræðna um bréf ríkisstjórnarinnar til ESB um að umsóknarferlinu sé lokið. Minnt er á að allir flokkar hafa nú samþykkt að ekki verði gengið að nýju til viðræðna um aðild að ESB nema þjóðin veiti til þess umboð. Það er hið mikilvægasta sem áunnist hefur á undanförnum sex árum þegar litið er til pólitískra samskipta við ESB í framtíðinni.

Lesa meira

Bjorn.is 20 ára - UA skilar áliti um samskipti Hönnu Birnu og Stefáns Eiríkssonar - 24.1.2015

Hér minnist ég þess að 20 ár eru liðin frá því að www.bjorn.is sá dagsins ljós. Þá fjalla ég einnig um álit umboðsmanns alþingis frá 22. janúar vegna lekamálsins svonefnda.

Lesa meira

Alþjóðamál um áramót - þögn íslenskra stjórnmálaforingja - 31.12.2014

Hér er drepið á fáein atriði utanríkis- og öryggismála sem snerta Íslendinga eins og aðrar þjóðir og bent á einangrunarsinnaðar á áramótagreinar stjórnmálaforingja í Morgunblaðinu. Lesa meira

Jólakveðja Frans páfa til kúríunnar - 25.12.2014

Hér er þýðing á ræðu páfa sem vakti heimsathygli vegna hreinskilni hans við skilgreiningu á vanda kúríunnar og kaþólsku kirkjunnar.

Lesa meira

Leiðtogafundur NATO: Boðuð stefna sem fellur að Keflavíkur-módelinu - 1.9.2014

Það er forvitnilegt að bera saman þá stefnu sem Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, boðar vegna leiðtogafundar NATO og það sem Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna þegar hún kom hingað 30. júní 2014.
Lesa meira

Lekamálið er í eðli sínu pólitískt þótt saksóknari velji dómstólaleiðina - 17.8.2014

Lekamálið svonefnda snýst um skjal sem á uppruna sinn í innanríkisráðuneytinu og snertir hælisleitandann Tony Omos sem vísað var úr landi í desmber 2013. Það hefur frá því í febrúar 2014 verið til meðferðar ríkissaksóknara sem ákvað föstudaginn 15. ágúst að ákæra Gísa Frey Valdórsson, aðstoðarmann innanríkisráðherra, í málinu.  Hér fjalla ég um umræður eftir að ákæran var birt.
Lesa meira