Pistlar

10 ára vefsíða – umræðuhefð – skrýtnar deilur – her og jafnrétti. - 29.1.2005

Ég minnist þess í pistli mínum í dag, að síðan mín, bjorn.is, er 10 ára um þessar mundir. Segi ég stuttlega frá sögu hennar og hvernig umræður hafa þróast undanfarin ár. Í lokin fer ég nokkrum orðum um íslenskan her og jafnrétti í tilefni af greinum í Lesbók Morgunblaðsins um þessi mál. Lesa meira

Bush að nýju – sögulegt tækifæri - stóra listamálið. - 23.1.2005

Í pistlinum í dag ræði ég sigurgöngu repúblíkana í Bandaríkjunum, sem var staðfest með síðari embættistöku Geroge W. Bush 20. janúar. Þá bendi ég á það, sem er í húfi í Írak í komandi kosningum. Loks segi ég frá endalokum listans og  vindmyllu-baráttu þjóðarhreyfingarinnar gegn honum. Lesa meira

Leyndarmál í Fatíma – vitleysa og Gallup - viðtal við Kolbrúnu. - 15.1.2005

Þegar ég las, að Mel Gibson hefði farið í pílagrímsferð til Fatíma í Protúgal, datt mér í hug að rifja upp helgi staðarins. Þá svara ég Hallgrími Helgasyni  málsvara þeirra, sem vilja breyta fréttatilkynningu Hvíta hússins. Loks rek ég nokkur atriði úr útvarpssamtali okkar Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Lesa meira

Þorlákshöfn - orkuveituraunir - makalaus könnun - Jónína hirtir Hallgrím. - 9.1.2005

Hér segi ég frá fyrsta fundi mínum með hækkandi sól, einnig segi ég frá fyrsta borgarstjórnarfundi ársins, þá ræði ég makalausa könnun á vegum Gallup og vek loks athygli á grein Jónínu Benediktsdóttur í Morgunblaðinu um hirðhöfund Norðurljósa. Lesa meira

Velgengni við áramót – háskólar – vísindagarðar – tvískinnungur- nýársleikur. - 2.1.2005

Í þessum fyrsta pistli ársins 2005 ræði ég um áhersluna á visíndi og tækni hjá forystumönnum stjórnarflokkanna, lít til þróunar háskólanna, ræði um tvískinnung vinstri/grænna og nota spurningar frá Bernard Pivot í nýársleik. Lesa meira