Pistlar

Páskar - Bobby Fischer - mannréttindaverkefni - fjármálastjórn borgarstjóra. - 27.3.2005

Í upphafi pistilsins hugleiði ég páskana og staldra við með göngumönnunum til Emmaus, þá lít ég á komu Fischers til landsins, ræði síðan um mannréttindastyrki og loks enn og aftur um dæmalausa fjármálastjórn R-listans. Lesa meira

Varsjá – Úkraína – rósamál – spenna í Frakklandi – nýr rektor. - 19.3.2005

Víða er komið við í pistlinum í dag, ég segi frá fundi í Varsjá og samtölum við menn þar, þá velti ég því fyrir mér, hvers vegna samfylkingarfólk kýs að tala rósamál í formannskjöri, minnt er á spennuna í Frakklandi vegna kosninga um stjórnarskrá Evrópusambandsins og ég fagna nýjum rektor Háskóla Íslands. Lesa meira

Þrír fundir - formannskjör - hræða sporin? - 12.3.2005

Undir orðunum þrír fundir vísa ég til tveggja málþinga og einnar kenslustundar, sem ég segi frá í pistlinum. Ég ræði síðan um formannskjörið í Samfylkingunni með vísan til samtals við Ingibjörgu Sólrúnu og stuðningsgreinar við hana.

Lesa meira

Nýr háskóli - áfangi fyrir gæsluna - vefsíðubreytingar - saga Íraksstríðsins. - 6.3.2005

Nýr háskóli kom til sögunnar föstudaginn 4. mars með sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, ríkisstjórnin samþykkti endurnýjun á skipa- og flugvélakosti Landhelgisgæslu Íslands 4. mars, Össur Skarphéðinsson hefur sætt gagnrýni fyrir að breyta eigin vefsíðu og ég hef nýlokið lestri bókar um Íraksstríðið - pistillinn er um þetta. Lesa meira