Pistlar

Kiljan – hamfarir – mannréttindi. - 28.12.2004

Í þessum pistli hrósa ég Hannesi Hólmsteini fyrir bók hans Kiljan, fjalla um hamfarirnar við Indlandshaf og segi frá blaðagreinum um mannréttindi og fjárlög. Lesa meira

Evrópunefnd – hugmyndafræði í borgarmálum – brottflutningur – Bobby Fischer. - 19.12.2004

Hér ræði ég þau mál, sem hefur borið hæst hjá mér í vikunni en leyfi mér einnig að vitna til tveggja bréfa, sem mér bárust vegna umræðna um fjármál Reykjavíkurborgar og ábyrgðarleysi R-listans. Lesa meira

Hælisleitendur – skattarnir og Össur – Þjóðarhreyfingin. - 12.12.2004

Hugur minn er við Silfur Egils, þar sem ég hitti Össur Skarphéðinsson í dag, en við skiptumst á skoðunum að minnsta kosti einu sinni á ári undir stjórn Egils Helgasonar. Þetta kann að þykja ágæt skemmtun í skammdeginu, en mér segir svo hugur, að minna sé horft á Silfur Egils en áður. Lesa meira

Tungutækniverkefnið – til Rómar – spenna í Úkraínu. - 5.12.2004

Hér segi ég frá tungutækniverkefninu, sem lýkur um næstu áramót, lýsi nokkru af því, sem ég kynntist í Róm, og lít síðan stuttlega á spennuna í Úkraínu. Lesa meira

Skattar lækka – barátta Guðmundar Sesars – norræn sakamál. - 28.11.2004

Hér segi ég frá fundi, sem Geir H. Haarde hélt um skattalækkanirnar og lít enn og aftur til þess, að R-listinn er að hækka skatta í Reykjavík. Ég segi frá tveimur nýjum bókum: baráttusögu Guðmundar Sesars og fjórða bindi af norrænum sakamálum. Lesa meira

Málsvörn Matthíasar – varðskip og þyrlulæknar – sakleysingjar og DV. - 21.11.2004

Nú segi ég frá nýrri minningar- og málsvarnarbók eftir Matthías Johannessen, sem ég las mér til ánægju. Þá ræði ég um málefni Landhelgisgæslunnar og loks vík ég nokkrum orðum að DV og finn samhljóm milli áróðurs frá Novosti og Jónasar Kristjánssonar. Lesa meira

Prag – Sakleysingjarnir - Interpol - 17.11.2004

Hér segi ég stuttlega frá afmælisferð til Prag, nýjustu bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar og heimsókn til Interpol. Lesa meira

Nýr borgarstjóri – leyndarhyggja í orkuveitustjórn – nýir stjórnarhættir? - 10.11.2004

Vegna áhuga míns á R-listanum og stjórnmálum í borgarstjórn verð ég að skrifa auka-pistil í tilefni af því, að nýr borgarstjóri hefur verið valinn. Lesa meira

Borgarstjóraóvissa. - 7.11.2004

Í dag helga ég pistilinn umræðunum um stöðu Þórólfs Árnasonar. Ég legg að vísu lítið nýtt til málanna, því að ég styðst við frásagnir fjölmiðla til að átta mig á því, sem er að gerast. Vonandi auðveldar það einhverjum hið sama. Lesa meira

Sjálfsbókmenntir (?) – Kleifarvatn – Mýrdalsjökull. - 31.10.2004

Í pistlinum í dag ræði ég grein í Lesbók Morgunblaðsins - enn eina - um Hannes Hólmstein og Laxness. Þá segi ég frá nýjustu bók Arnalds Indriðasonar og loks ræði ég öryggi þeirra, sem búa í nágrenni Mýrdalsjökuls. Lesa meira

Sjálfumgleði í borgarstjórn - EFTA-dómstóll - bresk blöð. - 24.10.2004

Í fyrsta hluta pistlisins segi ég frá síðasta borgarstjórnarfundi, þá segi ég frá málþingi um EFTA-dómstólinn 10 ára og loks frá því, sem ég las í bresku blaði um bresku blöðin í lestarferð minni frá Lúxemborg til Brussel í dag. Lesa meira

Köld kveðja – varastjórnstöð – borgarstjóri – verkfallsábyrgð. - 16.10.2004

Pistillinn er sendur frá Hótel KEA á Akureyri að þessu sinni en ég lít tll þess, að Jón Steinar er sestur í hæstarétt, lögreglustöðin á Akureyri hefur verið endurnýjuð með nýrri stjórnstöð, borgarstjóra er lýst sem skrautfjöður og ranglega er reynt að beina ábyrgð á lausn kennaraverkfalls á ríkið. Lesa meira

Hryðjuverk – dómaraval – mannréttindi – lýðræði. - 10.10.2004

Töluverður hluti þess sem ég set hér inn í dag er á ensku, því að ég vitna í kappræður þeirra George W. Bush og John F. Kerry vegna forsetakosninganna, einnig ræði ég um fjárveitingu Mannréttindaskrifstofu Íslands og loks um ráðstefnu Morgunblaðsins um lýðræði. Lesa meira

Jón Steinar í hæstarétt – málsvörn þingforseta – loftslagsbreytingar. - 3.10.2004

Hér fjalla ég um skipan Jóns Steinars í hæstarétt, merka ræðu Halldórs Blöndals við setningu alþingis og ábendingar forseta Íslands vegna hættunnar af loftslagsbreytingum og nýlega grein eftir aðlaforstjóra BP um málð.

Lesa meira

Hátíð í París – stjórnsýsludómstóll – Dan Rather –  umferðarvandi R-listans. - 25.9.2004

Í dag rifja ég upp afskipti mín af menningarkynningunni, sem er að hefjast í París en aðdragandann má rekja 5 ár aftur í tímann. Þá segi ég frá málþingi Lögfræðingafélagsins, ræði um skoðanir og sannleika í fjölmiðlum og vanda R-listans vegna mislægra gatnamóta.

Lesa meira