10.10.2004

Hryðjuverk – dómaraval – mannréttindi – lýðræði.

Í ræðu á árlegum fundi Sýslumannafélags Íslands föstudaginn 8. október sagði ég, að hvað sem liði úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum, yrði engin breyting á hörku stjórnvalda þar í baráttunni við hryðjuverkjamenn. Þá mætti einnig líta til þess, hvernig til hefði tekist í baráttu við alþjóðlega glæpahringi fíkniefnasala, þegar leitað væri leiða til að hafa í hendur alþjóðlegra hryðjuverkamanna.

Þessi skoðun mín var staðfest í annarri sjónvarpskappræðu George W. Bush og Johns F. Kerrys í St. Louis að kvöldi 8. október. Kerry gagnrýnir Bush fyrir stríðið á þeirri forsendu, að nær hefði verið að einbeita sér að baráttunni við Osama bin Laden. Kerry sagði: „[T]he right war was Osama bin Laden and Afganistan. That was the right place, and the right time was Tora Bora, when we had him cornered in the mountains.“ Þessu svaraði Bush meðal annars á þennan veg: „[I]t’s a fundamental misunderstanding to say that the war on terror is only Osama bin Laden. The war on terror is to make sure that these terrorist organizations do not end up with weapons of mass destruction. That’s what the war on terror’s about. Of course we’re going to find Osama bin Laden. We’ve already got 75 percent of his people. And we’re on the hunt for him. But this is a global conflict that requires firm resolve.“

Um það var einmitt rætt á fundi sýslumannanna, að þetta væru hnattræn átök og enginn væri óhultur. Suzanna Becks, aðstoðaryfirlögregluþjónn með öryggismál og gæslu sem sérsvið hjá lögreglunni í London, flutti ræðu á fundi sýslumannanna og endurtók það, sem áður hefur verið sagt opinberlega af breskum yfirvöldum, að þau telji ekki spurningum um hvort heldur hvenær hryðjuverkamenn muni láta að sér kveða í London. Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, dró upp skýra mynd af því, hvernig hryðjuverkamenn al-qaeda hafa sýnt grimmd sína víða um lönd. Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans, lýsti lagareglum og skipulagi þessara mála hér á landi í samanburði við það, sem tíðkast annars staðar.

Í sjónvarpseinvígi forsetaframbjóðendanna var Bush spurður um Patriot Act, þar er lögin, sem voru samþykkt í október 2001 eftir árásina í 11.september og veita bandarískum yfirvöldum meiri heimildir til að nýta upplýsingar en áður. Bush sagði af þessu tilefni: „As a matter of fact, the tools now given to the terrorist fighters are the same tools that we’ve been using against drug dealers and white-collar criminals.....The Patriot Act is necessary, for example, because parts of the FBI couldn’t talk each other. Intelligence gathering and the law enforcement arms of the FBI just couldn’t share intelligence under the old law. And that didn’t make any sense. Our law enforcement must have every tool necessary to find and disrupt terrorists at home and abroad before they hurt us again. That’s the task of the 21st century. And so I don’t think the Patriot Act abridges your rights at all.“ Kerry sagðist hafa greitt atkvæði með Patriot Act eins og 99 öldungadeildarþingmenn af 100. Kerry sagði: „I believe in the Patriot Act. We need the things in it that coordinate the FBI and the CIA. We need to be stronger on terrorism.“

Dómaraval.

 

Í ljósi umræðna hér á landi um val á hæstaréttardómurum er forvitnilegt að lesa þau orð, sem féllu í sjónvarpseinvíginu um slíkt val, sem er í höndum Bandaríkjaforseta. Bush var spurður, hvernig mann hann mundi velja, ef hann ætti að gera það núna og með hvaða rökum.

 

Bush svaraði: „I'm not telling. I really don't have, haven't picked anybody yet. Plus I want them all voting for me. I would pick somebody who would not allow their personal opinion to get in the way of the law. I would pick somebody who would strictly interpret the Constitution of the United States.

 

Uh, let me give you a couple of examples I guess of the kind of person I wouldn't pick. I wouldn't pick a judge who said that the Pledge of Allegiance couldn't be said in a school because it had the words “under God'' in it. I think that's an example of a judge allowing personal opinion to enter into the decision-making process, as opposed to strict interpretation of the Constitution. Another example would be the Dred Scott case, which is where judges years ago said that the Constitution allowed slavery because of personal property rights. That's personal opinion. That's not what the Constitution says. The Constitution of the United States says we're all - you know, it doesn't say that. It doesn't speak to the equality of America.

 

And so I would pick people that would be strict constructionists. We've got plenty of lawmakers in Washington, D.C. Legislators make law. Judges interpret the Constitution. And I suspect one of us will have a pick at the end of next year, next four years. And that's the kind of judge I'm going to put on there. No litmus test except for how they interpret the Constitution. Thank you.“

 

Kerry svaraði: „A few years ago, when he came to office, the president said, these are his words: What we need are some good conservative judges on the courts. And he said also that his two favorite justices are Justice Scalia and Justice Thomas. So you get a pretty good sense of where he's heading if he were to appoint somebody.

 

Now, here's what I believe. I don't believe we need a good conservative judge and I don't believe we need a good liberal judge. I don't believe we need a good judge of that kind of definition on either side. I subscribe to the Justice Potter Stewart standard. He was a justice on the Supreme Court of the United States. And he said the mark of a good judge, a good justice, is that when you're reading their decision, their opinion, you can't tell if it's written by a man or woman, a liberal or a conservative, a Muslim, a Jew or a Christian. You just know you're reading a good judicial decision.

 

What I want to find if I am privileged to have the opportunity to do it and the Supreme Court of the United States is at stake in this race, ladies and gentlemen, the future of things that matter to you in terms of civil rights: what kind of Justice Department you'll have, whether we'll enforce the law. Will we have equal opportunity? Will women's rights be protected? Will we have equal pay for women, which is going backwards? Will a woman's right to choose be protected? These are our constitutional rights.

And I want to make sure we have judges who interpret the Constitution of the United States according to the law.“

 

Báðir frambjóðendur leggja áherslu á að fá dómara, sem komast að réttri lögfræðilegri niðurstöðu í samræmi við stjórnarskrána, en Bush minnir á, að það sé löggjafarvaldsins að setja lög en dómara að dæma eftir lögunum og túlka stjórnarskrána. Umræður um skipan hæstaréttardómara hafa ekki snúist um þessa þætti hér á landi, hæstiréttur hefur ekki í umsögn sinni um hæfi og hæfni lagt mat á viðhorf umsækjanda til þess, hvaða aðferð á að beita við úrlausn mála, en um þetta álitamál ræddi ég á málþingi Lögfræðingafélags Íslands á síðasta ári og olli afstaða mín nokkru uppnámi meðal þeirra lögfræðinga, sem aðhyllast þá skoðun, að dómstólar geti verið framlenging á löggjafarvaldinu. Í rökstuðningi fyrir niðurstöðu sinni hafa dómsmálaráðherrar hér ekki vikið að afstöðu umsækjanda til álitamála af þessum toga.

 

Fjárveiting til mannréttindamála.

 

Í kvöldfréttum sjónvarps ríkisins fimmtudaginn 7.október var þessi frétt:

 

„ Dóms- og kirkjumálaráðuneytið gerir ekki ráð fyrir að veita Mannréttindaskrifstofu Íslands fjárveitingu, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Formaður stjórnar skrifstofunnar segir það hljóta að vera mistök.

 

Mannréttindaskrifstofan hefur fengið 4 milljónir króna á ári frá dómsmálaráðuneytinu frá árinu 1998 og reyndar hefur skrifstofan einnig fengið fjárframlög frá utanríkisráðuneytinu, 4 milljónir, en sú styrkveiting helst óbreytt. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er liður sem heitir Mannréttindamál. Um hann segir að framlagið 4 milljónir sé óbreytt frá fyrra ári, en að fyrirhugað sé að framlagið verði veitt til verkefna á sviði mannréttindamála. 16 félög eiga aðild að Mannréttindaskrifstofunni við Laugaveg í Reykjavík m.a. Íslandsdeild Amnesty, UNIFEM, Barnaheill, Biskupsstofa, Háskólinn á Akureyri, Jafnréttisstofa og Þroskahjálp. Skrifstofan gefur út ritraðir, stendur fyrir málstofum og gerir umsagnir um lagafrumvörp stjórnvalda, til að mynda nýlega fjölmiðlafrumvarpið og útlendingafrumvarpið. Stjórn Mannréttindaskrifstofunnar hefur ekki rætt hvað það þýði fyrir starfsemina og rekstrarféð verður skorið niður um helming en augljóst er að draga þarf að minnsta kosti verulega úr rekstrinum, en hjá skrifstofunni starfar nú einn starfsmaður. Brynhildur Flóvenz, lögfræðingur og stjórnarformaður skrifstofunnar er stödd í útlöndum en hún sagðist nú rétt fyrir fréttir ekki hafa náð að kynna sér málið og það að dómsmálaráðuneytið geri ekki ráð fyrir styrk til skrifstofunnar í frumvarpinu hljóti að vera mistök, því hún geri ráð fyrir því að íslensk stjórnvöld vilji halda úti öflugri Mannréttindaskrifstofu hér á landi. Ekki fengust upplýsingar um það frá dómsmálaráðuneytinu nú rétt fyrir fréttir, hver ástæðan væri fyrir því að styrkveitingum hefði verið hætt.“

 

Ég hafði ekki spurnir af því, að reynt hefði verið að ná í mig vegna þessa máls, áður en fréttin var flutt. Ég hefði þó getað svarað því, ef spurt hefði verið, að ástæðan fyrir breyttu orðalagi í fjárlagafrumvarpinu væri breyttar forsendur, þar sem Mannréttindaskrifstofan hefði um síðustu áramót einhliða rift samningi við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, en á þessum samningi frá árinu 1. janúar 1999 hefði þessi 4 milljón króna fjárveiting til Mannréttindaskrifstofu byggst. Með hliðsjón af jafnræði við úthlutun fjár til mannréttindamála, þótti ráðuneytinu ekki fært annað en hætta að eyrnamerkja fjárveitinguna einum aðila. Í samstarfssamningi Mannréttindaskrifstofu og Mannréttindastofnunar er ekki gert neitt ráð fyrir hækkun fjárveitinga úr ríkissjóði, eins og gefið hefur verið til kynna.

 

Ráðuneytið hafði raunar gert Mannréttindaskrifstofu grein fyrir því með bréfi 11, júní sl., að ekki væri sjálfgefið, að þau frjálsu félagasamtök, sem styrkt væru af opinberu fé, mundu um alla framtíð geta gengið að þeim fjárframlögum sem vísum. Á stjórnvöldum hvíldi sú skylda að meta á hverjum tíma hvernig fjármunum úr ríkissjóði til einstakra málaflokka og verkefna sé best varið. Það er því ekki rétt, að ráðuneytið hafi ekki gefið Mannréttindaskrifstofu neina viðvörun varðandi fjárveitingar til hennar. Á hinn bóginn var það Mannréttindastofnun en ekki Mannréttindaskrifstofa, sem skýrði ráðuneytinu frá einhliða uppsögn skrifstofunnar á samstarfssamningnum.

 

Lýðræði stendur traustum fótum. 

Í Lesbók Morgunblaðsins í dag, laugardaginn 9. október, er sagt frá ráðstefnu, sem blaðið efndi til í samvinnu við Háskóla Íslands 8. október um lýðræði í tilefni af hundrað ára afmæli heimastjórnarinnar. Torfi Tulinius, prófessor í frönsku, stýrði ráðstefnunni. Hann segir í Lesbókinni, að stjórnmálaflokkar verði að einskonar lokuðu samfélagi fyrir innvígða. Til marks um það nefnir hann, að Samfylkingin hafi ekki efnt til aukalandsfundar til að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur formann fyrir síðustu kosningar, það hefði leitt til stjórnarskipta – Samfylkingin hafi með þessu brugðist kjósendum sínum.

 

Í Fréttablaðinu  í dag, 9. október, segir Árni Snævarr, að í valdabaráttu innan Samfylkingarinnar milli Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar sé staðan þannig um þessar mundir, að nær allir séu sammála um, að Össur hafi betur. Þingmaður, sem standi nærri Ingibjörgu Sólrúnu segi, að Össuri hafi tekist að einangra hana. Margir samfylkingarmenn segi, að best sé að hoppa yfir ’68 kynslóðina, en Ingibjörg Sólrún er fulltrúi hennar, því að kynslóðinni hafi misheppnast að leiða jafnaðarmenn til kosningasigurs og stjórnarforystu.

 

Skoðun Torfa Tulinius, sem er opinber stuðningsmaður Ingibjargar Sólrúnar, virðist sem sé ekki eiga upp á pallborðið innan Samfylkingarinnar um þessar mundir og hvað sem henni líður er það niðurstaða Steins Ringens, prófessors við Oxford-háskóla, sem talaði á ráðstefnunni, að Ísland stæði ásamt Svíþjóð og Noregi fremst í samanburði á lýðræðiskerfum í nokkrum vestrænum lýðræðisríkjum. Gengur sú niðurstaða hins erlenda sérfræðings þvert á þær skoðanir, sem setja mestan svip á þá, sem tala á móti ríkisstjórninni og flokkum hennar, að hér séu lýðræðislegir stjórnarhættir ekki í heiðri hafðir.

 

Í Lesbókinni er í frásögn af ráðstefnunni birt grein eftir Sigríði Þorgeirsdóttur, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, sem segir, að samkvæmt nýlegri úttekt ríkjahóps Evrópuráðsins á spillingu (Greco-skýrslunni) sé íslenskt stjórnkerfi ekki nægilega í stakk búið til að verjast spillingu. Íslenskt efnahagskerfi, stjórnmála- og embættismenn, geti af þessum sökum auðveldlega orðið of auðsveipir samstarfsaðilar erlendra stórfyrirtækja.

 

Þetta er  skrýtin túlkun á skýrslunni og mati höfunda hennar, því að þeir telja vanda íslenska stjórnkerfisins stafa af því, hve lítil spilling sé í landinu, og þess vegna skapist ekki reynsla innan stjórnkerfisins til að glíma við hana. Þá eru engin rök fyrir því, að hér geti stjórnmála- og embættismenn auðveldlega orðið spillingu að bráð í samskiptum við erledns stórfyrirtæki.