Pistlar

Málsvörn fyrir þjóðaröryggi - málsvörn fyrir vinstrisinna. - 29.7.2006

Fyrri hluti pistilsins er að mestu leyti tilvitnanir í Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 23. júlí sl. og leiðara Fréttablaðsins 26. júlí sl. en í báðum tilvikum er fjallað um málefni lögreglunnar. Síðari hlutinn er svar mitt við afbökun og útúrsnúningum Guðna Elíssonar bókmenntafræðings á Lesbókargrein minni um kalda stríðið. Lesa meira

Stríð um Líbanon. - 24.7.2006

Í pistlinum í dag fjalla ég lítillega um stríðið um Líbanon, það er um það, hvort Hizbollah eigi að hafa þar aðstöðu til árása á Ísrael. Lesa meira

Þingvallaganga – farsímakort – ákvörðun Guðna - stefnubreyting Samfylkingar. - 15.7.2006

Pistillinn er nokkuð langur í dag en efnið er einnig fjölbreytt. Ég segi frá störfum Þingvallanefndar og göngu um þjóðgarðinn sl. fimmtudag 13. júlí, ræði um skráningu á svonefndum frelsiskortum, ákvörðun Guðna Ágústssonar í forystumálum framsóknar og síðan um stefnubreytingu innan Samfylkingar í garð okkar sjálfstæðismanna. Lesa meira

Varnarviðræður, sagan og EES-samningurinn - 9.7.2006

Ég minnist á varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna og hverf aftur til ársins 1983, þegar efling Keflavíkurstöðvarinnar var mest á dagskrá. Þá hrek ég þá bábilju, að Samfylkingin hafi gert EES-samninginn. Lesa meira

Vandasamar umræður – Samfylking í frjálsu falli. - 1.7.2006

Í fyrri hluta pistilsins hef ég tekið saman umræður um matsskýrslu sérfræðinga Evrópusambandsins um hryðjuverkavarnir í landinu. Í síðari hlutanum segi ég frá hinu frjálsa falli Samfylkingarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Lesa meira