Pistlar

Staða dómara – lokavika prófkjörs – um Þjóðmál. - 30.10.2005

Morgunblaðið

brást hratt og hressilega við orðum, sem ég lét falla á aðalfundi Dómarafélags Íslands. Nú þurfum við sjálfstæðismenn að búa okkur undir ákvörðun um það, hverja við ætlum að kjósa í prófkjörinu um næstu helgi. Ég svara spurningum um áskrift að Þjóðmálum.

Lesa meira

Viðurkenning Viðskiptablaðsins - meiðyrði hér og þar - lögfræðileg álitaefni. - 22.10.2005

Ég þakka Viðskiptablaðinu fyrir viðurkenninguna vegna vefsíðunnar. Þá bregð ég ljósi á málaferlin milli þeirra Hannesar Hólmsteins og Jóns Ólafssonar og loks ræði ég lögfræðileg álitaefni - UT-rétt og dómstólavæðingu. Lesa meira

Glæsilegur landsfundur - fylgið í Reykjavík. - 16.10.2005

Hér segi ég frá því, sem mér þótti bera hæst á landsfundi okkar sjálfstæðismanna auk þess sem ég ræði lítillega enn eina könnunina á fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík. Lesa meira

Skattar og Samfylking - ESB á dagskrá? - 8.10.2005

Pistillinn snýst um nýjustu fréttir frá Samfylkingunni, það er ræðu formannsins á fámennum fundi í dag, þar sem hún ræddi skattamál og niðurlagningu krónunnar. Lesa meira

Þing kemur saman - mikil fylgisaukning - deilt um Tyrki. - 2.10.2005

Í upphafi pistilsins drep ég á þau mál á mínu verksviði sem ráðherra, sem ég tel, að verði ofarlega á dagskrá þess þings, sem nú er komið saman. Síðan ræði ég um mikla fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins í nýjustu Gallup-könnun og set hana í samhengi við Baugsmálið. Loks held ég deilum innan ESB um aðild Tryklands til haga vegna framboðs okkar Íslendinga í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Lesa meira