Dagbók
Stjórnin undir álagi
Betri blær á stjórnarsamstarfinu, bætti stöðu stjórnarflokkanna. Á því verður að taka. Framtíðin ræðst ekki af þrasi undir liðnum störf þingsins eða fundarstjórn forseta!
Lesa meiraRislítil borg án skjalasafns
Niðurlagning Borgarskjalasafns er óskiljanlegt pólitískt óhæfuverk meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur án þess að baki ákvörðuninni búi nokkur málefnaleg rök. Því betur sem málið er skoðað og reifað þeim mun betur skýrist hve fráleitt er að brjóta upp safnið á þann hátt sem ætlunin er.
Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, birtir grein í Morgunblaðinu í morgun (28. mars) undir fyrirsögninni: Þrjár ástæður fyrir því að það er vond hugmynd að leggja niður Borgarskjalasafn.
Fyrsta ástæðan er: „Það er ekki hægt að reka fyrirtæki eða stofnanir án þess að búa til og reiða sig á skjöl,“ segir Orri. Þetta skipti miklu fyrir stóra stjórnsýslueiningu eins og Reykjavíkurborg. Borgarstjórn skjóti augljóslega sína eigin stjórnsýslu í fótinn með því að leggja niður skjalasafn borgarinnar og þá sérfræðiþekkingu á vistun og meðferð skjala sem þar er.
Önnur ástæðan er: „Lögum samkvæmt er skylt að varðveita á skjalasöfnum þau skjöl sem varða hagsmuni fólks og réttindi,“ segir Orri. Fyrir borgara í opnu lýðræðissamfélagi skipti öllu máli að hafa greiðan aðgang að upplýsingum sem snerta einkahagsmuni, til dæmis lóðamörk, og almannaheill, til dæmis ráðstöfun opinbers fjár. Vitneskjan skapi meðal annars skilyrði til að veita stjórnmálamönnum aðhald. „Þegar stjórnmálamenn leggja niður skjalasöfn án þess að gera skýra grein fyrir hvernig tryggja á jafngóðan eða betri aðgang almennings að skjölunum liggja þeir sjálfkrafa undir grun um að vilja leggja stein í götu rannsóknarblaðamanna og annarra sem veita valdhöfum aðhald. Ef stjórnmálamenn vilja veikja fremur en styrkja slíkar stofnanir er ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir prófessorinn.
Þriðja ástæðan er: „Skjalasöfn eru menningarstofnanir,“ segir Orri. Borgarskjalasafn hafi rækt menningar- og rannsóknarhlutverk sitt af miklum metnaði um árabil. Hvernig sem um kunni að semjast sé augljóst að rannsóknir á sögu Reykjavíkur fái aldrei þann sess á Þjóðskjalasafninu sem þær hafi nú á Borgarskjalasafni.
Niðurstaða greinar Orra Vésteinssonar er að niðurlagning Borgarskjalasafns: (1) veiki skjalastjórnun og þar með stjórnsýslu Reykjavíkurborgar; (2) torveldi borgarbúum að veita borgarstjórn og borgarkerfinu nauðsynlegt aðhald og (3) vængstýfi rannsóknir á sögu borgarinnar.
Dagur B. Eggertsson fór með rangt mál þegar hann sagði að borgin mundi spara sex til sjö milljarða með því að leggja niður Borgarskjalasafnið. Hann vildi með þeim ósannindum réttlæta eyðilegginguna á safninu. Af hálfu borgaryfirvalda hafa aðeins verið færð léttvæg yfirborðsrök fyrir aðförinni að Borgarskjalasafninu. Starfsmenn safnsins eru sniðgengnir við töku ákvarðana og málið fært í hendur sviðsstjóra sem hefur horn í síðu safnsins og engan skilning á gildi varðveislu skjala svo að veita megi opinberum stjórnendum aðhald.
Héraðsskjalasöfn á borð við Borgarskjalasafnið eru tengiliður við byggð sína og bera henni söguna, metnaðarfull héraðsskjalasöfn efla virðingu byggðarinnar. Í Reykjavík er allur slíkur metnaður afmáður með lokun Borgarskjalasafns. Metnaðarlaus höfuðborg um eigin skjöl og íbúa sinna verður aldrei rismikil.
EES-hnökrar lagfærðir
Aðildin að samningnum hefur skapað íslenskum ríkisborgurum ný réttindi og þeir geta gert kröfu um að réttur þeirra til að njóta réttinda og skyldna sé virtur.
Lesa meiraSöguþekking minnkar
Að þekkja hvorki eigin sögu né annarra þrengir sjónarhornið til mikilla muna og er í raun í algjörri andstöðu við alþjóðavæðinguna.
Lesa meiraKerfiskarlarnir sjá um sína
Við teljum okkur trú um að við séum mjög nútímavætt og opið samfélag en kerfislegar brotalamirnar eru fjölmargar.
Lesa meiraSendiráð í stríðsham
Langlundargeð utanríkisráðherra og embættismanna hennar í garð oflátunga rússneska stríðsherrans sem nú er eftirlýstur af alþjóðasakamáladómstólnum vekur vaxandi undrun.
Lesa meiraLogi sakar VG um hræsni
Þögnin um utanríkis-, öryggis- og varnarmál í ályktunum landsfundar VG stafar ekki af gleymsku heldur af djúpstæðum vanda flokks sem skortir þrek til að gera upp við úrelta fortíðarstefnu.
Lesa meiraVG þegir um Úkraínu
Líklega stafar þögnin um utanríkismál af því að VG treystir sér ekki til að árétta fyrri stefnu sína gegn NATO og vörnum landsins á þessum tíma.
Lesa meiraLeikskólavandi Reykjavíkur
Í stað þess að semja sjálfur við sjálfstætt starfandi leikskóla íhugar borgarstjóri að þrengja að starfsemi slíkra skóla með hertum opinberum reglum og fyrirmælum.
Lesa meiraKærunefnd særir sósíalista
Ástæðan fyrir að Ögmundur Jónasson gagnrýnir sérþjónustuna sem landflótta Venesúelabúar njóta hér fellur að sósíalískum skoðunum hans.
Lesa meira- Wizz Air sætir gagnrýni
- Skrípaleikur Sigmars
- Byrlunarmál á lokastigi
- Spjallmennið lærir íslensku
- Katrín í Kyív
- Lygar Lavrovs og annarra
- Vandræðagangur vegna fjölmiðla
- Uppvakningar á 10 ára ESB-umsóknarártíð
- Frávísun hryðjuverkaákæru
- Orkan eflir háskólana
- Munaðarlaust Borgarskjalasafn
- Landsvirkjun líður orkuskort
- Skuldafenið og Borgarskjalasafn
- Íslenskur her - varað við TikTok
- Nýja-Samfylkingin forðast fortíðina
- Vegið að ríkisendurskoðun
- Ömurleg blaðamennska
- Deilt um hálfunnið Lindarhvolsskjal
- Eftirlaunaprófessor brýtur lög
- Skerpt á þjóðaröryggisstefnu
- Alþingi og ríkisborgararétturinn
- Örlög kóngsbænadagsins ráðast
- Dýrkeypt deila Eflingar
- Sýnum Pútin í tvo heimana
- Rekum rússneska sendiherrann
- Efling skapar vanda ekki lögin
- Framkvæmd EES rædd á alþingi
- Stigmögnun kjaraátaka
- Sáttasemjari á ýmsa kosti
- Braggi lokar borgarskjalasafni