Dagbók: janúar 2024

Ógagnsæ spillingarvakt - 31.1.2024 11:53

Því miður skortir gagnsæi í tilkynninguna, óvíst er um hvaða þátt Samherjamálsins ræðir, hvort símastuldarmálið og augljós hnignun fjölmiðlunar hér í ljósi þess hafi komið til athugunar.

Lesa meira

Söngvakeppni ekki milliríkjamál - 30.1.2024 10:59

Nú vill sjálfur menningarmálaráðherrann að utanríkisráðherra taki ákvörðun um hvort fulltrúi Íslands taki þátt í söngvakeppni Evrópu, Eurovision, í Malmø í maí.

Lesa meira

UNRWA í sviðsljósinu - 29.1.2024 11:49

Stofnunin hefur því starfað í 75 ár og undir hennar stjórn hefur flóttamönnum fjölgað úr 700.000 í 5.9 milljónir. Hjá stofnuninni starfa nú um 30.000 manns, þar af 13.000 á Gaza, þeir eru flestir Palestínumenn.

Lesa meira

Hnattræn stríðshætta - 28.1.2024 11:22

Í lok greinar sinnar segir Hal Brands að hrikalegar hörmungar virðist oft óhugsandi þar til þær verði. Þegar hernaðarlega umhverfið versni sé tímabært að viðurkenna hve mjög hugsanlegt sé að það verði hnattræn átök.

Lesa meira

Ófriður um söngvakeppni - 27.1.2024 11:17

Væri talað á þennan hátt niður til ungra aðkomumanna hér á landi er hætt við að skoðanasystkini Möggu Stínu hæfu hróp um hatursorðræðu eða jafnvel rasisma. 

Lesa meira

Vitundarvakning um gullhúðun - 26.1.2024 10:20

Gullhúðun vísar til heimasmíðaðra íþyngjandi ákvæða sem bætt er við skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum. Hún kann einnig að birtast í aðgerðarleysi stjórnvalda.

Lesa meira

Innfluttur ófriður - 25.1.2024 11:02

Þessi gestrisni hefur ekki valdið háværum ágreiningi hér fyrr en nú. Ástæðan fyrir spennunni núna er einföld: Palestínuvinir á Íslandi ganga fram af fólki. 

Lesa meira

Dæmi um hannaða frétt - 24.1.2024 9:17

Vegna þessara augljósu sanninda og orða Bjarna gaf fréttamaður ríkisútvarpsins sér að stjórnvöld ætluðu að halda „að sér höndum [vegna kjarasamninga] í ljósi þeirra útgjalda sem fyrirsjáanleg eru“. 

Lesa meira

Bjarni í hlutdræga Silfrinu - 23.1.2024 10:38

Það var á þessum tilbúnu og órökstuddu forsendum sem rætt var við Bjarna í Silfrinu. Slík fréttamennska er að sjálfsögðu óboðleg hjá stofnun sem á lögum samkvæmt að gæta óhlutdrægni.

Lesa meira

Gagnsæ yfirbót Svandísar - 22.1.2024 9:12

Eins og við mátti búast af Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra ætlar hún að sitja áfram í embætti sínu þrátt fyrir að hafa gefið út reglugerð gegn hvalveiðum án lagaheimildar.

Lesa meira

Haley vegur að dómgreind Trumps - 21.1.2024 10:15

Á lokadögum kosningabaráttunnar í New Hampshire beinir Haley, sem var fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í forsetatíð Trumps, athygli að andlegu atgervi Trumps.


Lesa meira

Hörmungin á Austurvelli - 20.1.2024 10:10

Fyrir liggja skýr gögn sem sýna að vegna útlendingalaga hér og reglna hefur verið stofnað til stórvandræða í samfélaginu.

Lesa meira

Óbilgirni á Austurvelli - 19.1.2024 9:50

Tjaldbúar á Austurvelli knýja af hreinni óbilgirni á um aðgerðir af hálfu íslenskra stjórnvalda sem ekki eru á þeirra valdi. 

Lesa meira

Ítök kvenna innan ESB - 18.1.2024 12:08

Politico áréttar að hér sé aðeins um enduróm af orðrómi að ræða, ekkert sé ákveðið um neitt af þessu enn sem komið er en svona tali diplómatar og aðrir áhugamenn um valdatafl á æðstu stöðum.

Lesa meira

Sovéskur andblær frá Kína - 17.1.2024 9:19

Sovéska ríkisstjórnin gekk aldrei eins langt og sú kínverska nú á tímum í tilraun sinni til að þagga niður í gagnrýnendum hér á landi. Það var aldrei neinn Íslendingur settur opinberlega á svartan lista í Sovétríkjunum. 

Lesa meira

Blekkingar við borgarstjóraskipti - 16.1.2024 10:53

Sjálfshól fráfarandi borgarstjóra í drottningarviðtölum við brotthvarf hans úr embætti dugar ekki til að breiða yfir hve margt er á allt annan veg en hann hefur lofað í kosningum.

Lesa meira

Raunveruleikanum sjónvarpað - 15.1.2024 9:50

Með öndina í hálsinum fylgdumst við með því um hádegisbilið þegar tók að gjósa í beinni útsendingu sunnan varnargarðsins, skammt frá efstu húsum í Grindavík og hraun streymdi í áttina að þeim.

Lesa meira

Enn gýs á Reykjanesi - 14.1.2024 10:24

Það var magnað að sjá menn á hlaupum við hraunjaðarinn í nýja eldgosinu á Reykjanesi um klukkan 09.40 sunnudagsins 14. janúar til að bjarga stórvirku vinnuvélum.

Lesa meira

ISIS-liði rekinn frá Akureyri - 13.1.2024 11:25

Ríki íslams, ISIS, ber ábyrgð á fjölda grimmdarverka. Fjöldaaftökur hafa verið framdar í nafni samtakanna, nauðganir og eyðilegging á menningarverðmætum.

Lesa meira

Efla verður landamæravörslu - 12.1.2024 9:57

Efasemdir um gildi Schengen-aðildar okkar hafa fylgt henni síðan en niðurstaða íhugunar hefur ávallt orðið sú að kostir aðildarinnar séu meiri en gallarnir.

Lesa meira

Bloggari brýtur þagnarmúr - 11.1.2024 11:03

Þrautseigja Páls Vilhjálmssonar sýnir hver ávinningurinn er af vel unnu bloggi og hve miklu skiptir að tapa ekki áttum í moldviðri þeirra sem hafa aðeins vondan málstað.

Lesa meira

Úttekt á faraldri - 10.1.2024 9:44

Þingmennirnir segja að mikilvægt sé að stórþingið ræði reynsluna af slíkri þjóðarkrísu. Þar hafi verið þrengt meira að réttindum fólks en nokkru sinni áður á friðartímum. 

Lesa meira

Fagráð á villigötum - 9.1.2024 10:29

Þá ætlaði matvælastofnun að fela fagráði að „meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra“. Sendi stofnunin fagráðinu bréf 22. maí 2023.

Lesa meira

Einar og tjaldbúðirnar - 8.1.2024 10:14

Nú hafa tjaldbúðir verið á Austurvelli yfir jólahelgina og formaður borgarráðs kemur af fjöllum. Tjaldsvæði er afmarkað í borginni, lögreglusamþykkt Reykjavíkur bannar að tjaldað sé á Austurvelli.

Lesa meira

Svandís á rangri leið - 7.1.2024 10:37

Ráðherra sem gengur fram á þennan veg brýtur grunnreglur stjórnsýslunnar. Í því tilviki sem hér um ræðir var ekki um að ræða gáleysi af hálfu ráðherrans heldur skýran pólitískan ásetning.

Lesa meira

Trump, Svandís og réttvísin - 6.1.2024 10:55

Líkindin milli afstöðu Svandísar og Trumps til stjórnarskrár og landslaga eru sláandi. Þau telja sig bæði fórnarlömb úreltra laga og sitja sem fastast.

Lesa meira

Þagnarsamsæri í Efstaleiti - 5.1.2024 9:36

Grein sína nú ritar Páll Steingrímsson til að benda á að fjölmiðlaþögnin um mikilvæga þætti málsins miði að því að gera hlut blaðamannanna og ríkisútvarpsins sem bestan.

Lesa meira

Sorpflokkun hækkar gjaldskrá - 4.1.2024 10:43

Svar Heiðu Bjargar er enn ein aðferðin við að skjóta sér undan ákvörðun um lækkun. Hvað er það við flokkunina sem veldur svona mikilli gjaldskrárhækkun?

Lesa meira

Bessastaðaballið byrjar - 3.1.2024 9:23

Vegna þess hve lítið þarf til að komast inn í hringinn þegar flautað er til forsetakjörs birtast þar margir sem eiga í raun ekkert erindi í embættið en líta á baráttuna um það sem tækifæri til að vekja athygli á sjálfum sér eða einhverju hjartans máli sínu. 

Lesa meira

Baráttan um Bessastaði - 2.1.2024 10:18

Nú má velta fyrir sér hvort reynslan af setu sagnfræðiprófessors á Bessastöðum auðveldi stjórnmálamanni að sópa að sér fylgi og sigra.

Lesa meira

Nýtt ár - nýir þjóðhöfðingjar - 1.1.2024 14:40

Að segja Danadrottningu hafa varpað sprengju með afsögn sinni er rangt, það á miklu frekar við um orð forseta Íslands.

Lesa meira