Dagbók: september 1996

Mánudagur 30.9.1996 - 30.9.1996 0:00

Mánudaginn 30. september hélt Sjónvarpið upp á 30 ára afmæli sitt. Af því tilefni var ég kallaður í beina útsendingu í fréttatíma þess auk þess sem ég flutti ávarp í afmælishófi í sjónvarpshúsinu sama kvöld.

Föstudagur 6.9.1996 - 6.9.1996 0:00

Síðdegis föstudaginn 6. september sátum við síðan 20 ára afmælishátíð félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Að morgni föstudagsins rammaði ég ríkisstjórnarfund inn með viðtali við Andreu Willi, utanríkisráðherra Liechtenstein, sem einnig fer með menningarmál í landi sínu, klukkan 9 og fulltrúa frá Hamborg klukkan 11.30, en þeir hafa verið hér í boði menntamálaráðuneytisins til að undirbúa kynningu á íslenskri barnamenningu í heimaborg sinni haustið 1997.

Fimmtudagur 5.9.1996 - 5.9.1996 0:00

Síðdegis fimmtudaginn 5. september tókum við Rut þátt í hátíðarhöldum í nýja og glæsilega Hæstaréttarhúsinu

Miðvikudagur 4.9.1996 - 4.9.1996 0:00

Miðvikudagsmorgna eru viðtalstímar hjá ráðherrum. Þegar þingið situr ekki veiti ég viðtöl allan miðvikudaginn.

Mánudagur 2.9.1996 - 2.9.1996 0:00

Um hádegisbilið mánudaginn 2. september hélt ég til Kaupmannahafnar og sneri heim aftur með kvöldvélinni þriðjudaginn 3. september. Tilefnið var norrænn ráðherrafundur um 5. rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og vísindi. Er unnið að þeirri stefnumótun um þessar mundir og hafa Norðurlöndin leitast við að samræma sjónarmið sín. Höfum við ráðherrarnir sent bréf til Edith Cresson, sem fer með þessi mál í framkvæmdastjórn ESB. Voru þau meðal annars til umræðu á fundinum í Kaupmannahöfn. Í tengslum við fundinn var ritað undir samkomulag milli ríkisstjórna Norðurlandanna um aðgang að háskólamenntun. Þar er gert ráð fyrir greiðsluskyldu ríkjanna, annarra en Íslands, en samkvæmt samkomulaginu, sem gildir í 3 ár skal greiða 22.000 DKR fyrir 75% námsmanna, sem eru í háskóla einhvers staðar á Norðurlöndunum.