Dagbók: apríl 2003
Miðvikudagur 30. 04. 03.
Fór klukkan 08.15 á kosningafund í Reykjavíkurakademíunni og ræddi um vísindi og starf vísindamanna. Klukkan 14.00 var fundur í borgarstjórn og fyrri umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2002.
Mánudagur, 28. 04. 03.
Fór klukkan 11.00 á kynningarfund á vinnustað á vegum Styrktarfélags vangefinna að Borgarholti 6.
Var um kvöldið í útvarpsþætti á rás 2 með fulltrúum framboðslistanna í Reykjavík norður, var hann frá 20.10 til 22.00.
Sunnudagur, 27. 04. 03.
Fór í útvarpsþátt klukkan 13.00 á rás 1 og ræddi um friðargæslu og hugmyndir um íslenskan her undir stjórn Jóns Ólafssonar heimspekings og Ævars Kjartanssonar útvarpsmanns. Auk mín var Össur Skarphéðinsson í þættinum.
Klukkan 14.50 tók ég þátt í sjónvarpsumræðum fulltrúa framboðslistanna í Reykjavík norður.
Föstudagur, 25. 04. 03.
Var síðdegis á bókaþingi í Iðnó og tók þátt í pallborðsumræðum með fulltrúum annarra stjórnmálaflokka.
Fimmtudagur, 24. 04. 03, sumardagurinn fyrsti.
Fór í skátamessu í Hallgrímskirkju klukkan 11.00. Síðdegis tók ég þátt í grillhátíð á hverfaskrisftofunni við Lönguhlíð og kom fjöldi manns þangað til að njóta veitinganna.
Miðvikudagur, 23. 04. 03.
Fór síðdegis í hið nýja hús Orkuveitu Reykjavíkur, þegar það var formlega opnað við há´tíðlega athöfn. Síðan fór ég í hverfisskrifstofu sjálfstæðismanna í Glæsibæ, þar sem hóf var fyrir umdæmafulltrúa. Loks fór ég á Hressó um kvöldið, þar sem SUS og Heimdallur voru með hóf fyrir ungt fólk.
Þriðjudagur, 22. 04. 03.
Komum aftur til Reykjavíkur eftir gott frí að Kvoslæk í óvenjulega góðu veðri.
Sunnudagur, 20. 04. 03, páskadagur.
Fórum í messu í Odda klukkan 11.00 hjá sr. Sigurði Jónssyni.
Miðvikudagur, 16. 04. 03.
Héldum síðdegis austur að Kvoslæk til að vera þar yfir páskana.
Þriðjudagur, 15. 04. 03.
Fór klukkan 18.00 og var við opnun hverfisskrifstofu Nes- og Melahverfis við Hjarðarhaga.
Fór klukkan 20.00 og var við opnun hverfisskrifstofu Grafarvogs í húsnæði sjálfstæðisfélagsins þar við Hverafold.
Mánudagur, 14. 04. 03.
Fór klukkan 16.00 í viðtal í þætti Hallgríms Thorsteinssonar á útvarpi Sögu. Ræddum um átökin í Írak.
Laugardagur, 12. 04. 03.
Alþjóðlegi qi gong dagurinn. Við héldum hann hátíðlegan með því að hittast til æfinga klukkan 10.00 í sólríku góðviðri að Kjarvalsstöðum ásamt með iðkendum taj chi. Vorum þar við æfingar í tvo tíma úti og inni.
Fór klukkan 13.00 í Öskjuhlíðina, þar sem var páskaeggjaleit á vegum hverfafélaganna í Hlíða- og Holtahverfi og Nes- og Melahverfi.
Var klukkan 15.00 við opnun kosningaskrifstofu Heimdallar, Vesturbæjar-, Miðbæjar- og Norðurmýrarhverfis í gamla húsi Hressó við Austurstræti.
Sótti aðalfund Árvakurs hf. klukkan 17.00.
Föstudagur, 11. 04. 03.
Tók þátt í kynningardagskrá fyrir laganema á vegum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll síðdegis. Ræddi stuttlega um sögu og stefnu flokksins.
Fimmtudagur, 10. 04. 03
Sótti fyrir hádegi fulltrúaráðsfund Sambands ísl. sveitarfélaga að Hótel Sögu. Fór um klukkan 20.00 í kosningaskrifstofu sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, þegar hún var opnuð við Lönguhlíð.
Miðvikudagur, 09. 04. 03
Fór í útvarpsumræður á dægurmálaútvarpinu hjá Lísu Páls með Þórunni Sigurðardóttur stjórnanda Listahátíðar og Hávari Sigurjónssyni blaðamanni um menningarhús. Varð undrandi á því, hve umræðan átti að verða á gömlum nótum, því að hún hófst eins og ekkert hefði verið rætt um málið í þau fjögur ár, sem það hefur verið á dagskrá.
Klukkan 16.20 var ég í Þjóðmenningarhúsinu þegar Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, afhenti Davíð Oddssyni stjórnarskrána frá 1874.
Föstudagur, 04. 04. 03.
Fór síðdegis á svonefndan samráðsfund Landsvirkjunar, þar sem gerð er grein fyrir starfi fyrirtækisins á næstliðnu ári og rætt um framtíðarverkefni. Fundurinn var haldinn á Grand hotel frá 14.00 til 17.00.
Fimmtudagur, 03. 04. 03.
Fundur í borgarstjórn Reykjavíkur frá klukkan 14.00 til 21,30. Er með ólíkikindum hvað þessir fundir dragast á langinn en umræðurnar eru ekki alltaf markvissar, því að form fundanna veldur því, að menn hlaupa gjjarnan úr einu í annað. Mér þótti merkilegast á þessum fundi, að í ljós kom, að ekki hefði verið staðið við lagaskyldur um gerð stefnu og framkvæmdaáætlunar fyrir kjörtímabilið í barnaverndarmálum, en allt er komið í óefni í þeim málum við núverandi skipulag. Á hinn bóginn hef ég ekki orðið var við að neinn fjölmiðlill veki athygli á þessu sleifarlagi af hálfu R-listans í þessum mikilvæga málaflokki.