Dagbók: janúar 2002
Fimmtudagur 31.1.2002
Klukkan 12.00 var ég að Vogi og tók þar þátt í fundi með stuðningsmönnum SÁÁ. Klukkan 16.00 var ég í ACO og tók þátt í að kynna nýju tölvuna frá Apple. Klukkan 17.00 var ég í Borgarleikhúsinu og fylgdist með æfingum á leikritinu Gesturinn.
Þriðjudagur 29.1.2002
Klukkan 08.00 var ég á Stöð 2 og í þættinum Í bítið. Um hádegið var ég á Grand hotel, þar sem kynnt var skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um styttingu náms til stúdentsprófs, sem samin var að ósk Verslunarmannafélags Reykjavíkur.
Mánudagur 28.1.2002
Klukkan 16.00 tók ég þátt í blaðamannafundi með forráðamönnum ÍSÍ í tilefni 90 ára afmælis ÍSÍ.
Sunnudagur 27.1.2002
Klukkan 13.15 var ég í Silfri Egils á Skjá 1 með Ingibjörfu Sólrúnu Gísladóttur. Klukkan 19.00 var ég í Kastljósi sjónvarpsins og ræddi borgarmál.
Laugardagur 26.1.2002
Klukkan 14.30 hófst kjördæmisþing sjálfstæðismanna í Reykjavík, en þar tilkynnti ég framboð mitt til borgarstjórnar. Klukkan 19.00 var ég í umræðuþætti um borgarmál í Íslandi í dag á Stöð 2.
Fimmtudagur 24.1.2002
Klukkan 20.30 var ég á fundi sjálfstæðismanna í Grindavík og ræddi um stjórnmálviðhorfið.
Þriðjudagur 22.1.2002
Alþingi kom saman að nýju að loknu jólaleyfi. Klukkan 16.00 var ég á Bessastöðum, þegar afhent voru nýsköpunarverðlaun námsmanna. Klukkan 20.00 fór ég á fund áhugakvenna um sagnfræði og ræddi bók mína Í hita kalda stríðsins.
Mánudagur 21.1.2002
Í hádeginu fór ég í heimsókn á Morgunblaðið og átti þar fundi með ritstjórnendum og starfsmönnum blaðsins. Klukkan 16.00 fór ég í upptökur vegna sjónvarpsþáttaraða um upplýsingatæknina. Klukkan 20.00 fór ég á tónleika Kammersveitar Reykjavíkur undir stjórn Vladimirs Ashkenazys, sem einnig lék einleik á píanó en tónleikarnir voru í sal Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
Sunnudagur 20.1.2002
Flaug til baka frá Akureyri um hádegisbilið. Klukkan 20.00 fórum við á tónleika hjá Kammermúskikklúbbnum í Bústaðakirkju.
Laugardagur 19.1.2002
Flaug til Akureyrar klukkan 14.00 og var þar við upphaf myndlistarsýningar í Listasafni Akureyrar, fór síðan í Atvinnulífsskólann að Öngulsstöðum og ræddi þar við nemendur á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands. Klukkan 20.30 var ég í Laugarborg og tók þátt í hátíðarathöfn í tilefni af því, að félagsheimilið var formlega opnað sem tónlistarhús.
Föstudagur 18.1.2002
Klukkan 15.00 flutti ég ræðu og tók þátt í pallborðsumræðum í Reykjavíkurakademíunni um nýskipan rannsóknamála.
Fimmtudagur 17.1.2002
Klukkan 13.00 flutti ég ræðu um símenntunarmál á fundi trúnaðarmanna innan Starfsmannafélags ríkisstofnana að Grettisgötu 89. Klukkan 16.00 var árlegur samráðsfundur menntamálaráðuneytisins og stjórnar Bandalags íslenskra listamanna og héldum við hann að þessu sinni í Iðnó. Þennan dag birtist skoðanakönnun DV, sem sýndi, að 54% Reykvíkinga töldu mig sigurstranglegasta frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum og kallaði þetta á mörg viðtöl við fjölmiðla.
Þriðjudagur 15.1.2002
Klukkan 15.00 flutti ég ávarp við slit Stóriðjuskólans í álverinu í Straumsvík og tilkynnti að nám í honum væri metið til 24 eininga á framhaldsskólastigi. Klukkan 17.00 opnaði ég vefsíðu Leikminjasafns Íslands við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikhússins, þar sem þess var minnst, að 100 ár voru liðin frá fæðingu Vals Gíslasonar leikara. Klukkan 20.00 fór ég í Salinn í Kópavogi og hlýddi á kínverska kikmyndahljómsveit.
Sunnudagur 13.1.2002
Klukkan 20.00 fór ég á tónleika Kammersveitar Reykjavíkur í Listasafni Íslands, þar sem flutt voru verk eftir Hafliða Hallgrímsson.
Laugardagur 12.1.2002
Klukkan 15.00 opnaði ég sýninguna Stólar Péturs í Hönnunarsafninu við Garðatorg. Klukkan 16.00 fórum við í Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, þar sem Bernd Koberling var að opna sýningu.
Föstudagur 11.1.2002
Klukkan 20.00 fór ég á frumsýningu í Borgarleikhúsinu á leikritinu Fyrst er að fæðast,
Föstudagur 11.1.2002
Klukkan 20.00 fór ég á frumsýningu í Borgarleikhúsinu á leikritinu Fyrst er að fæðast,
Þriðjudagur 8.1.2002
Lék fyrsta leik í skákeinvígi Hannesar Hlífar Stefánssonar og Nigels Shorts kl. 17.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur
Laugardagur 5.1.2002
Klukkan 11.00 tók ég þátt í útvarpsþættinum Í vikulokin undir stjórn Þorfinns Ómarssonar með þeim Tinnu Gunnlaugsdóttur og Hallgrími Helgasyni. Klukkan 13.45 fórum við Rut í Háskólabíó og fengum tækifæri til að sjá eftirminnilega mynd Erlends Sveinssonar um föður hans Svein Björnsson listmálara, Málarinn og sálmurinn hans um litinn.
Föstudagur 4.1.2002
Klukkan 17.00 fórum við á frumsýningu á íslensku dans- og söngvamyndinni Regínu í troðfullu Háskólabíói.
Miðvikudagur 3.1.2002
Klukkan 15.00 opnaði ég mannvirkjavef ÍSÍ, menntamálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga við athöfn í höfuðstöðvum ÍSÍ.
Þriðjudagur 1.1.2002
Klukkan 15.00 fór ég í hefðbundna nýársmóttöku á Bessastöðum.