Laugardagur 5.1.2002
Klukkan 11.00 tók ég þátt í útvarpsþættinum Í vikulokin undir stjórn Þorfinns Ómarssonar með þeim Tinnu Gunnlaugsdóttur og Hallgrími Helgasyni. Klukkan 13.45 fórum við Rut í Háskólabíó og fengum tækifæri til að sjá eftirminnilega mynd Erlends Sveinssonar um föður hans Svein Björnsson listmálara, Málarinn og sálmurinn hans um litinn.