Dagbók: febrúar 2002
Fimmtudagur 28.2.2002
Klukkan 20.00 var efnt til fundar í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, þar sem framboðslistinn vegna borgarstjórnarkosninganna var samþykktur samhljóða og ég tilkynnti afsögn mína sem ráðherra.
Miðvikudagur 27.2.2002
Milli klukkan 10.00 og 12.00 voru almenn viðtöl í ráðuneytinu eins og venjulega á miðvikudögum alla daga mína í ráðuneytinu, sem ég var á landinu eða ekki fjarverandi vegna skyldustarfa eða í fríi. Komust nöfn þeirra, sem ég hafði ekki tök á að hitta fyrir einu blaði, þegar ég hætti ráðherrastörfum. Klukkan 14.00 flutti ég ávarp á fundi í Borgartúni 6, þegar prófanefnd tónslistarskólanna var stofnuð.
Þriðjudagur 26.2.2002
Klukkan 14.00 heimsótti ég leikskólann Skerjakot. Klukkan 16.30 ritaði ég undir samning við Kennaraháskóla Íslands um að hann tæki að sér umsýslu með þróunarsjóðum á vegum ráðuneytisins.
Mánudagur 25.2.2002
Kom heim síðdegis úr helgarferð til Parísar.
Föstudagur 22.2.2002
Klukkan 07.40 flaug ég til Parísar í helgarferð til að hitta Rut, konu mína, sem þar dvelst fram til loka mars.
Fimmtudagur 21.2.2002
Klukkan 20.00 tók ég þátt í að opna vefsíðuna ljod.is í Húsi málarans.
Þriðjudagur 19.2.2002
Klukkan 18.00 flutti ég ávarp á fundi sjálfstæðismanna um skipulagsmál miðborgar Reykjavíkur.
Föstudagur 15.2.2002
Klukkan 10.00 setti ég Framadaga í Háskólabíói. Klukkan 13.45 flutti ég ávarp á aðalfundi Samtaka verslunarinnar á Grand hotel. Klukkan 17.00 fór ég við opnun húss Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. Klukkan 18.00 sótti ég 75 ára afmælishátíð Heimdallar.
Fimmtudagur 14.2.2002
Klukkan 11.00 var ég lagningardögum í Menntaskólunum við Hamrarhlíð og tók þátt í umræðum um íþróttahús.
Miðvikudagur 13.2.2002
Klukkan 20.00 fór ég á Herranótt í Tjarnarbíói og sá Milljónamærina.
Sunnudagur 10.2.2002
Klukkan 20.00 var ég í Borgarleikhúsinu, þar sem íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent.
Laugardagur 9.2.2002
Klukkan 10.30 tók ég þátt í að opna nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli við Akureyri. Klukkan 14.00 tók ég þátt í að opna vefsíðu Háskólans á Akureyri á opnum degi skólans. Kominn til Reykjavíkur kl. 16.30 og fór þá í Listasafn Reykjavíkur þar sem verið var að opna sýningu á byggingarsögu Breiðholtsins, sem Bjarni Benedikt sonur minn tók þátt í að hanna.
Föstudagur 8.2.2002
Flaug til Sauðárkróks kl. 09.15 og hélt þaðan að Hólum í Hjaltadal, þar sem égsetti ráðstefnu á vegum Söguseturs um íslenska hestinn. Hélt síðdegis akandi til Akureyrar og klukkan 20.00 sá ég leiksýninguna Slavar! hjá Leikfélagi Akureyrar.
Þriðjudagur 5.2.2002
Klukkan 17.15 flutti ég ávrap við upphaf fundar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðalskipulag Reykjavíkur.
Mánudagur 4.2.2002
Fór klukkan 17.00 í Smáralind og tók á móti landsliðinu í handbolta.
Sunnudagur 3.2.2002
Fór klukkan 20.00 í Borgarleikhúsið og sá Fjandmann fólksins eftir Henrik Ibsen.
Laugardagur 2.2.2002
Klukkan 09.30 setti ég málþing á vegum menntamálaráðuneytisins í Borgatúni 6 um styttingu náms til stúdentsprófs. Klukkan 12.30 flutti ég ávarp á stjórnarfundi Landssambands sjálfstæðiskvenna, sem haldinn var í Borgartúni 6. Klukkan 16.00 opnaði ég vefsíðu heyrnarlausra við hátíðlega athöfn í tölvuskóla Streymis að Hverfisgötu 105.
Föstudagur 1.2.2002
Rikisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir hádegi tillögu mína um 15 milljón króna stuðning við Handknattleikssamband Íslands vegna þátttöku landsliðsins í Evrópumeistarakeppninni. Fór klukkan 20.00 á frumsýningu á Önnu Kareninu í Þjóðleikhúsinu.