Dagbók: júní 2025

Kosið um örlög Gunnars Smára - 30.6.2025 12:28

Deilurnar innan Sósíalistaflokksins snúast um fjárframlög og húsnæðismál. Ný framkvæmdastjórn flokksins hefur kært starfandi gjaldkera og formann Vorstjörnunnar.

Lesa meira

PPP-skjölin og ríkisútvarpið - 29.6.2025 11:18

Helgi Seljan fær að nýju aðgang að ríkissjónvarpinu og flytur alvöruþrunginn þá uppljóstrun sína að PPP hafi starfað með sérstökum saksóknara og slitastjórnum, og að það sé hneyksli að þessi gögn séu á flakki.

Lesa meira

Þorgerður Katrín snuprar Kristrúnu - 28.6.2025 10:24

Þorgerður Katrín hefur lengsta þingreynslu þingmanna og áttar sig nú seint og um síðir á því hvað klukkan slær. Orð hennar snúa að forsætisráðherra. 

Lesa meira

Það verður að semja um veiðigjaldið - 27.6.2025 10:38

Það er örugglega unnt að ná samningum á alþingi um hækkun veiðigjalds á gagnsæjum grunni jafnréttis í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar.

Lesa meira

Valið er ríkisstjórnarinnar - 26.6.2025 10:28

Það hefur einkennt alla meðferð þessa máls hjá ríkisstjórninni og stuðningsmönnum hennar að forðast sem mest umræður um efni málsins. 

Lesa meira

Íslensk aðild að hergagnaiðnaði - 25.6.2025 9:49

Fyrir Ísland er Haag-fundurinn sögulegur. Þjóðin verður skuldbundin til að verja 1,5% af vergri landsframleiðslu til varnartengdra verkefna og stefnt er að virkri aðild íslenskra fyrirtækja að hergagnaframleiðslu.

Lesa meira

Kristrún blæs til átaka - 24.6.2025 10:04

Það mátti helst skilja ummæli forsætisráðherra á þann veg í Kastljósi að hún teldi harðar deilur um auðlindamálið sér og stjórn sinni til framdráttar. 

Lesa meira

Heimsfriður í húfi - 23.6.2025 10:05

Vonandi tekst að lækka varanlega rostann í íranska klerkaveldinu án þess að allt fari úr böndunum. Heimsfriður er í húfi.

Lesa meira

Trump fer í stríð - 22.6.2025 10:39

Eftir að Trump sagðist fresta ákvörðun varðandi Íran sætti hann ámæli á heimavelli fyrir hugleysi: Hann talaði digurbarkalega en þyrði engu þegar á reyndi.

Lesa meira

Uppreisn gegn lýðveldinu - 21.6.2025 10:22

Furðu vekur að ráðherrar í ríkisstjórninni, svo að ekki sé minnst á núverandi forseta alþingis, leggi sig í líma við að þóknast öfgahyggju þessa fólks.

Lesa meira

Kristrún boðar nýja gjaldtöku - 20.6.2025 10:18

Í svörum ráðherrans birtist ekki vilji til að taka mark á rökstuddri gagnrýni fundarmanna og annarra á þetta gjaldtökuæði heldur sló forsætisráðherra í og boðaði höfuðborgargjald á heitt vatn.

Lesa meira

Vandræðafrumvarp Viðreisnar - 19.6.2025 9:52

Augljóst er að við gerð frumvarpsins var illa staðið að öllum frágangi, samráði innan stjórnkerfisins og útreikningum. Ekki bætir svo rausið í Sigurjóni Þórðarsyni úr skák. 

Lesa meira

Kristrún vill að ESB greiði hátt verð fyrir Ísland - 18.6.2025 10:04

Á þjóðin að samþykkja verðmiðann sem ríkisstjórnin ætlar að setja á Ísland áður en gengið verður til ESB-aðildarviðræðna, verði þær samþykktar?

Lesa meira

„Fagleg“ 17. júní-ræða - 17.6.2025 10:21

Draga má í efa að aðferðin sem þær stöllur höfðu við að ákveða þessa breytingu á 80 ára reglu eða hefð standist kröfuna um gagnsæi við töku ákvarðana á æðstu stöðum.

Lesa meira

Skinhelgi Samfylkingar - 16.6.2025 11:51

Stjórn þingsins og verkstjórn ríkisstjórnarinnar miðar einnig frekar að sundrungu í þjóðfélaginu en sáttum. 

Lesa meira

Málþóf um misskilning - 15.6.2025 10:03

Í frétt mbl.is segir að umræðurnar snúist um bókun 35 við EES-samninginn. Það var mikill misskilningur hjá utanríkisráðherra og ráðuneyti hans að kenna þetta frumvarp við bókun 35.

Lesa meira

Við suðumark á alþingi - 14.6.2025 9:35

Þetta léttvæga atvik kann að reynast litla þúfan sem veltir þunga hlassinu því að allt bendir til að hitinn meðal stjórnarsinna sé að ná suðumarki vegna óstjórnarinnar á þingstörfum.

Lesa meira

Málþóf hentar ríkisstjórninni - 13.6.2025 9:50

Líklega kjósa stjórnarflokkarnir að leyfa þessu máli að malla áfram í þingsalnum núna til að breiða yfir vandræði sín við að koma ýmsum stórmálum í gegnum þingnefndir.

Lesa meira

Ekki flokkur unga fólksins - 12.6.2025 9:26

Skólasálfræðingurinn sér enga ástæðu til að milda sár ungmennanna. Þetta sýnir að hún missti ekkert út úr sér í ræðustól alþingis heldur talaði af sannfæringu.

Lesa meira

Blásið til ESB-orrustu - 11.6.2025 9:51

Ríkisstjórnin leggur af stað til orrustunnar um ESB-aðild með 25 m. kr. aukafjárveitingu til utanríkisráðherra til að skapa sér hagstæðan umræðuvettvang um kosti og glla.

Lesa meira

Hræsni og hroki stjórnarliðsins - 10.6.2025 10:33

„Maður er eiginlega orðinn kjaftstopp, að vera 68 ára evrópusinnaður jafnaðarmaður og þurfa ítrekað að taka undir gagnrýni Sjálfstæðisflokksins og annarra á störf ríkisstjórnarinnar er skelfilegt.“

Lesa meira

Útlendingamál í brennidepli - 9.6.2025 10:21

Útlendingamál setja sífellt meiri svip á stjórnmál alls staðar í heiminum. Pútin og félagar kynda undir vanda af þessum toga hvar sem þeir geta. Við landamæri Finnlands, Póllands og á mörkum Serbíu og ESB-ríkja.

Lesa meira

Sumarstarfið á Kvoslæk - 8.6.2025 9:38

Nú í ár höfum við Rut í 14 sumur fengið listamenn og aðra til að koma fram í Hlöðunni hjá okkur á Kvoslæk og fræða gesti um allt milli himins og jarðar eða flytja tónlist og talað mál.

Lesa meira

Vitvél í stað utanríkisráðuneytis - 7.6.2025 11:15

Hverjum öðrum dytti í hug að semja sérstakan lagabálk eins og þann sem nú liggur fyrir alþingi þegar á næsta ári er boðuð innleiðing á vitvél til að afgreiða áritunarumsóknir inn á Schengen-svæðið?

Lesa meira

No borders-stefna utanríkisráðuneytisins - 6.6.2025 10:34

Hér er vakin athygli á máli sem utanríkisráðherra lagði fram á alþingi 28. maí 2025, kom til umræðu í þingsalnum rétt fyrir hádegi miðvikudaginn 5. júní og var rætt í um það bil klukkustund og var þá vísað til utanríkismálanefndar.

Lesa meira

Aflinn hverfur - qi gong lifir - 5.6.2025 11:02

Í gær (4. júní) urðu þau þáttaskil í sögu qi gong-iðkunar á Íslandi að við sem höfum staðið að Aflinum, félagi qi gong iðkenda á Íslandi, ákváðum á 19. aðalfundi félagsins að afskrá það og breyta þannig formlegri umgjörð starfs okkar.

Lesa meira

Geðþóttastjórn Kristrúnar - 4.6.2025 9:15

Að embættismenn fái skömm í hattinn fyrir það sýnir að geðþótti ræður meiru en lög hjá stjórnarherrunum hvort heldur fjármála- eða útlendingalög eiga í hlut.

Lesa meira

Inga brýtur fjármálastefnuna - 3.6.2025 9:48

Það liðu ekki nema tveir sólarhringar frá því að þetta var skrifað þar til í ljós kom að í ríkisstjórninni er þverbrestur vegna ósamræmis milli frumvarps sem Inga Sæland flytur og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar.

Lesa meira

Úkraínustríðið til norðurslóða - 2.6.2025 12:09

Það tók meira en 18 mánuði að undirbúa aðgerðina og Volodymyr Zelenskjí Úkraínuforseti sagði hana hafa skilað „algjörlega frábærum árangri“.

Lesa meira

Á sjómannadegi - 1.6.2025 11:08

Starf Slysavarnaskólans stuðlar mjög að því að alvarlegum slysum á sjó hefur fækkað mjög frá því sem áður var. 

Lesa meira