Dagbók: október 2002
Miðvikudagur 30.10.2002
Var klukkan 11.00 í viðtalsþætti Arnrþrúðar Karlsdóttur á útvarpi Sögu og ræddum við einkum stjórnsýslu í Háskóla Íslands í tilefni af áliti umboðsmanns alþingis um lektorsveitingu í félagsvísindadeild.
Þriðjudagur 29.10.2002
Alþingi kom saman að nýju eftir kjördæmaviku og settist ég aftur þar eftir að hafa fengið leyfi vegna þátttöku í þingi Sameinuðu þjóðanna. Vegna fjarveru margra þingmanna á Norðurlandaráðsfundi var erfitt að hóa nógu mörgum saman til atkvæðagreiðslu, en tókst þó.
Föstudagur 25.10.2002
Var með viðtöl í skrifstofu minni í alþingi frá 10.30 fram í hádegið. Klukkan 17.00 var ég við athöfn í alþingishúsinu, þegar málverk af Ragnhildi Helgadóttur var afhjúpað.
Fimmtudagur 24.10.2002
Lagði fram framboð mitt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna þingkosninganna næsta vor.
Miðvikudagur 23.10.2002
Klukkan 17.00 var fundur í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna, þar sem við löðgum á ráðin um afstöðu til mála og ræddum stefnumál okkar.
Þriðjudagur 22.10.2002
Klukkan 12.00 var borgarráðsfundur. Þar var því hafnað af Ingibjörgu Sólrúnu með minnisblaði frá borgarlögmanni að ræða um kaup Orkuveitu Reykjavíkur á ljósleiðaraneti Línu.nets á vettvangi borgarstjórnar. Þá urðu nokkrar umræður um Alþjóðahúsið en þar hafa 10 milljón króna endubætur á húsnæði farið 17 milljónir fram úr áætlun!
Mánudagur 21.10.2002
Klukkan 10.30 var stjórnarfundur í Aflvaka hf. sem er samstarfsvettvangur fulltrúa Reykjavíkurborgar og atvinnulífsins. Mér finnst starfsemin ekki markviss og minna á það, þegar hálfopinber fyrirtæki eru að leita að verkefnum frekar en fyrir liggi brýn úrlausnarefni.
Föstudagur 18.10.2002
Fórum frá New York klukkan 21.00 og lentum í Keflavík kl. 05.55 að morgni eftir mjög þægilegt flug með Flugleiðum.
Föstudagur 11.10.2002
Fórum síðdegis til höfuðstöðva SH í Bandaríkjunum og hittum Magnús Gústafsson og samstarfsmenn hans. Venjulega tekur um klukkustund að aka frá New York til Norwalk í Conneticut, þar sem skrifstofurnar eru. Við vorum hins vegar rúma þrjá tíma á leiðinni vegna mikillar rigningar og umferðaröngþveitis.
Mánudagur 7.10.2002
Fórum klukkan 09.00 í fastanefnd Íslands. Sóttum aðgangskort að fundarsölum SÞ. Sóttum fræðslufund um starf íslensku fastanefndarinnar. Kynntum okkur húsakynni og staðháttu í höfuðstöðvum SÞ. Sótti fundi á allsherjarþinginu og í afvopnunarnefndinni.
Laugardagur 5.10.2002
Fórum að þeim stað í New York, þar sem tvíburaturnarnir stóðu og nú hefur verið hafist handa við að gera neðanjarðabrautarstöð, sem virðist ná 6 hæðir niður í jörðina.
Föstudagur 4.10.2002
Klukkan 16.40 flugum við Rut til New York á allsherharþing SÞ.
Fimmtudagur 3.10.2002
Klukkan 14.00 var borgarstjórnarfundur.
Þriðjudagur 1.10.2002
Alþingi sett klukkan 13.30, 128. löggjafarþing.