Dagbók: nóvember 2002
Laugardagur 30.11.02
Fórum á hátíðarsýningu á Rakaranum í Sevilla í Íslensku óperunni og skemmtum okkur mjög vel.
Fimmtudagur, 28.11.2002.
Flutti í hádeginu erindi á málþingi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í Norræna húsinu, þar sem fjallað var um hugbúnaðarþýðingar á íslensku. Sagði ég frá samskiptum mínum við Microsoft.
Fimmtudagur 28. nóvember, 2002.
Flutti í hádeginu erindi um samskiptin við Micorsoft vegna hugbúnaðarþýðinga á málþingi í Norræna húsinu á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.
Þriðjudagur, 26.11.2002
Fór á tónleik Kammersveitar Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, þar sem flutt voru verk eftir Jón Ásgeirsson.
Sunnudagur 24. 11. 2002
Fórum upp úr hádeginu og tókum til á kosningaskrifstofunni í ótrúlega fallegu veðri.
Sunnudagur 24. nóvember, 2002
Fórum upp úr hádegi og tókum saman á kosningaskrifstofunni að Sæbraut 8.
Laugardagur 23. 11. 2002
Þennan dag fór prófkjör okkar sjálfstæðismanna fram og hófst það klukkan 10.00 og stóð til klukkan 18.00. Fyrstu tölur bárust strax og lá þá fyrir, að ég mundi ná því marki mínu að halda 3. sætinu á listanum.
Föstudagur 22. 11. 2002.
Tók síðdegis þátt í umræðuþætti Hallgríms Thorsteinssonar í útvarpi Sögu með þeim Stefáni Hrafni Hagalín og Eiríki Bergmann Einarssyni. Þeir höfðu á sínum tíma stofnað Kreml.is sem vettvang fyrir hægri krata, en einmitt sama daginn og við hittumst þarna í þættinum gekk Stefán Hrafn í Sjálfstæðisflokkinn á kosningaskrifstofu minni. Fékk Eiríkur Bergmann fréttina í þann mund sem þátturinn hófst og var honum greinilega nokkuð brugðið.
Föstudagur 22. nóvember, 2002.
Var síðdegis í umræðuþætti Hallgríms Thorsteinssonar í útvarpi Sögu með þeim Stefáni Hrafni Hagalín og Eiríki Bergmann Einarssyni. Fyrr þennan dag hafði Stefán Hrafn gengið í Sjálfstæðisflokkinn, en þeir Eiríkur Bergmann höfðu stofnað vefsíðuna Kreml.is til að koma á framfæri sjónarmiðum hægri-krata.
Föstudagur 22. nóvember, 2002
Fór klukkan 16.00 í þátt Hallgríms Thorsteinssonar á útvarpi Sögu og hitti þar Stefán Hrafn Hagalín, sem ákvað þennan dag að ganga í Sjálfstæðisflokkinn og Eirík Bergmann Einarsson, en þeir Stefán Hrafn stóðu að því á sínum tíma að koma á vefsíðunni Kreml.is
Föstudagur 22. nóvember
Prófkjör sjálfstæðismanna hófst klukkan 12.00 og stóð til klukkan 21.00 þennan föstudag.
Eftir hádegi var ég á kosningaskrifstofu minni en skrapp frá milli 16.00 og 17.00 til að taka þátt í umræðuþætti um fréttir vikunnar hjá Hallgrími Thorsteinssyni á útvarpi Sögu með þeim Eiríki Bergmann Einarssyni og Stefáni Hrafni Hagalín, sem ákvað að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn þennan dag og ganga í Sjálfstæðisflokkinn.
Þeir Eiríkur Bergmann og Stefán Hrafn höfðu verið félagar innan Samfylkingarinnar og stofnuðu meðal annars vefsíðuna Kreml.is
Laugardagur 16.11.2002
Klukkan 12.00 fór ég á fund hjá Verði í Valhöll, þar sem fjallað var um flokkstarf okkar sjálfstæðismanna í Reykjavík. Klukkan 17.00 þáði ég boð á prófkjörshátíð í skrifstofu Sigurðar Kára Kristjánssonar í Bankastræti.
Miðvikudagur 13.11.2002
Klukkan 12.00 var haldinn eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur vegna beiðni Garðabæjar um að selja hlut sinn í fyrirtækinu. Fundurinn var í svonefndu stöðvarstjórahúsi í Elliðaárdalnum, það er húsi, sem hefur verið breytt í fundar- og móttökuhús fyrir Orkuveituna.
Sunnudagur 10.11.2002
Eftir að hafa verið síðdegis á kosningaskrifstofunni fór ég um kvöldið og sá nýjustu kvikmynd Clints Eastwoods í Kringlubíói. Hún heitir Blood Work á ensku, en heitið er ekki íslenskað á henni frekar en alltof mörgum öðrum kvikmyndum. Ég er hissa á því, hvað gagnrýnendur höfðu litla ánægju af myndinni.
Laugardagur 9.11.2002
Opnaði prófkjörsskrifstofu mína að Sætúni 8 klukkan 16.00 og var ánægður með hve margir litu þar inn. Hafsteinn Þór Hauksson laganemi er kosningastjóri minn en auk þess annast Hrafn Þórisson mágur minn um rekstur skrifstofunnar. Pjetur Stéfánsson myndlistarmaður lánaði mér málverk og einnig setti ég þar upp vatnslitamynd, sem Karólína Lárusdóttir gerði í tilefni fyrsta prófkjörs míns 1990 og heitir Ýtt úr vör. Myndin sýnir nokkra stuðningsmenn mína ýta mér á flot.
Fimmtudagur 7.11.2002
Klukkan 13.30 hófst fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga að Hótel Sögu. Klukkan 17.00 var borgarstjórnarfundur og þar var einkum rætt um orkumál. R-listinn fer undan í flæmingi vegna þeirra og er greinilegt, að ekki líður öllum þar vel, þegar Alfreð Þorsteinsson flytur sínar sérkennilegu ræður.
Miðvikudagur 6.11.2002
Sótti klukkan 10.15 fund í utanríkismálanefnd og hitti þar fulltrúa Norður-Atlantshafsþingflokksins frá Færeyjum og Danmörku á danska þinginu. Flutti í hádeginu ræðu hjá félagi forstöðumanna ríkisstofnana um stöðu forstöðumanna gagnvart hinu pólitíska valdi. Fastir liðir eins og venjulega síðdegis: Þingflokksfundur Borgarstjórnarflokksfundur
Þriðjudagur 5.11.2002
Klukkan 09.00 var stjórnarfundur í Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðum vantraust á Alfreð Þorsteinsson stjórnarformann vegna ótrúlegra aðferða við fundarstjórn. Klukkan 11.00 hittumst við borgarráðsmenn Sjálfstæðisflokksins vegna fundar í borgarráði, sem hófst klukkan 12.00 og stóð til 16.25 en eftir hans hófst fundur í stjórnkerfisnefnd, sem stóð fram til klukkan 18.00.
Laugardagur 2.11.2002
Fyrir utan hefðbundinn fund klukkan 12.00 á þriðjudögum kom borgarráð saman í Ráðhúsinu klukkan 10.00 til að hlýða á skýrslur embættismanna vegna fjárhagsáætlunar fyrir 2003.
Föstudagur 1.11.2002
Klukkan 15.30 var athöfn á Reykjavíkurflugvelli, þar sem samgönguráðherra afhjúpaði hnitastein í tilefni af því, að lokið var endurgerð flugbrauta og öryggiskerfis á vellinum.