9.11.2002 0:00

Laugardagur 9.11.2002

Opnaði prófkjörsskrifstofu mína að Sætúni 8 klukkan 16.00 og var ánægður með hve margir litu þar inn. Hafsteinn Þór Hauksson laganemi er kosningastjóri minn en auk þess annast Hrafn Þórisson mágur minn um rekstur skrifstofunnar. Pjetur Stéfánsson myndlistarmaður lánaði mér málverk og einnig setti ég þar upp vatnslitamynd, sem Karólína Lárusdóttir gerði í tilefni fyrsta prófkjörs míns 1990 og heitir Ýtt úr vör. Myndin sýnir nokkra stuðningsmenn mína ýta mér á flot.