Dagbók: maí 2001
Fimmtudagur 31.5.2001
Flugum til Kaupmannahafnar og Rut hélt heim en ég fór til Helsinki vegna fundar menntamálaráðherra Norðurlandanna.
Miðvikudagur 30.5.2001
Fylgdumst með leikunum í San Marínó og sóttum um kvöldið tónleika til heiðurs Verdi.
Þriðjudagur 29.5.2001
Fyrir hádegi hittust íþróttamálaráðherrar smáþjóðanna og ræddu sameiginleg málefni. Síðdegis fylgdumst við með góðri framhöngu íslensku íþróttamannanna.
Mánudagur 28.5.2001
Klukkan 11.00 var opnuð sýning á list frá þátttökuþjóðum smáþjóðaleikana í listasafni í San Marínó, en af Íslands hálfu hafði farandsýningin um Halldór Laxness verið sett upp í safninu. Klukkan 20.00 voru leikarnir settir við hátíðlega tveggja tíma athöfn í veðurblíðu og hita.
Sunnudagur 27.5.2001
Klukkan 14.00 héldum við Rut frá Kaupmannahöfn til Bologna á Ítalíu og þaðan ókum við í rúman klukkutíma, þar til við komum til San Marínó vegna smáþjóðaleikana í íþróttum.
Þriðjudagur 25.5.2001
Fyrir hádegi efndu íþróttamálaráðherra þátttökuríkja í smáþjóðaleikunum til fundar. Síðdegis fylgdumst við með framgöngu íslensku íþróttamannanna í hinum ýmsu greinum.
Fimmtudagur 24.5.2001
Klukkan 13.00 hélt ég til Kaupmannahafnar og þaðan til ráðstefnumiðstöðvar skammt hjá Helsingör, þar sem ég var fram á sunnudaginn 27. maí og tók þátt í ráðstefnu um stjórnmál og öryggismál. Flutti ég ræðu um öryggismál Íslands.
Miðvikudagur 23.5.2001
Klukkan 13.00 sat ég ársfund Háskóla íslands og tók þátt í umræðum á honum. Klukkan 17.00 flutti ég ávarp í 40 ára afmælishófi Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Þriðjudagur 22.5.2001
Klukkan 20.00 setti ég 10. stuttmyndahátíðina í Háskólabíói.
Mánudagur 21.5.2001
Sat fund menningarmálaráðherra fram yfir hádegi en hélt þá aftur heimleiðis og kom heim í gegnum Kaupmannahöfn rúmlega níu um kvöldið.
Sunnudagur 20.5.2001
Hélt kl. 07.40 til Stokkhólms og þaðan til Falun í Svíþjóð, þar sem haldinn var fundur menningarmálaráðherra ESB, evrópska efnahagssvæðisins og umsækjenda um aðild að ESB um menningarmál og kröfur um aðlögun til umsóknarríkjanna. Um kvöldið fórum við í Dalhalla, sem er útióperusvið í gamalli námu og hlýddum á tónleika þar - það var þó of kalt í veðri til að njóta þess sem skyldi.
Laugardagur 19.5.2001
Klukkan 11.00 hittumst við Ossur Skarphéðinsson til viðræðna í þættinum Í vikulokin á Rás 1 undir stjórn Þorfinns Ómarssonar. Alþingi lauk störfum klukkan tæplega aðfaranótt sunnudagsins 20. maí.
Miðvikudagur 16.5.2001
Klukkan 14.00 tók ég þátt í fjarfundi við skóla í Róm en hér í Reykjavík stjórnaði Thor Vilhjálmsson rithöfundur honum og fór á kostum í ræðu sinni.
Þriðjudagur 15.5.2001
Klukkan 16.00 var ég í Gunnarshúsi, höfuðstöðvum Rithöfundasambands Íslands, þegar skýrt var frá viðurkenningum ír Bókasafnssjóði höfunda.
Mánudagur 14.5.2001
Klukkan 10 kom alþingi saman og var þá tekið fyrir frumvarp til að binda enda á verkfall sjómanna. Klukkan 13.40 flaug ég til Egilsstaða og hélt þangað til Seyðisfjarðar á ráðstefnunan Menningarlandið, þar sem meðal annars var gengið frá samkomulagi menntamálaráðuneytisins við 16 sveitarfélög á Austurlandi um samstarf í menningarmálum. Er þetta fyrsta samkomulagið um þessi mál, sem nær til svo margra sveitarfélaga. Kom heim aftur kl. 21.30 og fór síðan niður á þing þar sem rúmlega 22.00 var greitt atvkæði um að vísa frumvarpinu vegna verkfalls sjómanna til nefndar.
Laugardagur 12.5.2001
Klukkan 13.00 fór ég á sýningu útskriftarnemenda í myndlist í Listaháskóla Íslands í húsnæði skólans í Laugarnesi. Klukkan 14.00 var ég í Norræna húsinu við afhendingu verðlauna á vegum IBBY til vegna barnabókmennta og ljóðagerðar ungs fólks. Klukkan 16.15 var ég á fundi með sjálfstæðismönnum í Kópavogi. Klukkan 17.00 var þingflokksfundur sjálfstæðismanna vegna laga til að binda enda á sex vikna sjómannaverkfall. Um kvöldið var Eurovision-keppnin þar sem íslenska lagið lenti í neðsta sæti með hinu norska.
Fimmtudagur 10.5.2001
Setti klukkan 10.00 málþing á vegum menntamálaráðuneytis um samræmd próf í framhaldsskólum. Klukkan 13.30 var umræða utan dagskrár á alþingi um hugmyndir mínar um breytingu á Rannsóknarráði Íslands. Klukkan 15.00 var ég í Þjóðmenningarhúsinu og flutti ávarp þegar Heimili og skóli veitti viðurkenningu fyrir foreldrastarf í skólum. Klukkan 16.00 var ég í Landspítala Íslands - háskólasjúkrahúsi, þegar rektor HÍ og forstjóri sjúkarhússins rituðu undir samstarfssamning og flutti ávarp.
Sunnudagur 6.5.2001
Tók þátt í Silfri Egils með Steingrími J. Sigfússyni og Bryndísi Hlöðversdóttur um alþjóðavæðingu.
Laugardagur 5.5.2001
Klukkan 13.00 flutti ég ávarp í sal Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands við upphaf viku tungumálamenntunar fullorðinna. Klukkan 17.00 vorum við Rut á Keflavíkurflugvelli til að fagna 50 ára afmæli varnarsamningsins.
Föstudagur 4.5.2001
Klukkan 14.00 hófst málþingi í Þjóðmenningarhúsinu á vegum utanríkisráðuneytisins í tilefni af 50 ára afmæli varnarsamningsins. Klukkan 20.30 tók ég þátt í fundi á vegum Kreml.is um alþjóðavæðingu.
Fimmtudagur 3.5.2001
Klukkan 10.00 hófst fundur ráðuneytisins með forstöðumönnum menningarstofnana að Hótel Sögu. Klukkan 14.00 var ég í bóksafninu í Reykjanesbæ og ritaði þar undir samning við fulltrúa ísralelska fyrirtækisins Exlibris um landskerfi bókasafna. Klukkan 20.00 var ég í Stöð 2, þar sem tekinn var upp samtal okkar Ragnars Arnalds í þætti Árna Snævars Eldlínunni, sem sýndur var síðar um kvöldið, en þar ræddum við um 50 ára afmæli varnarsamningsins.
Þriðjudagur 1.5.2001
Klukkan 14.30 fórum við í Ými, þar sem kynnt var fyrirhugað tónlistarstarf í húsinu á næsta vetri. Klukkan 16.00 opnaði ég víkingasýningu frá Jórvík í Byggðasafni Hafnarfjarðar.