Dagbók: nóvember 1999
Þriðjudagur 30.11.1999
Klukkan 9.00 hófst ráðstefna á vegum Rannís um grunnrannsóknir á Íslandi. Flutti ég þar ræðu.
Mánudagur 29.11.1999
Klukkan 10.30 hittumst við í Ráðherrabústaðnum ráðherrar frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi og skrifuðum undir samning um samstarf á sviði menntunar, menningar og vísinda.
Sunnudagur 28.11.1999
Klukkan 18.00 var ég í Laugardalshöll og afhenti þar verðlaun í fatahönnunarsamkeppni 8. til 10. bekkja grunnskóla. Voru mörg hundruð nemenda, foreldra og vina í höllinni en Kolbrún Aðalsteinsdóttir hefur skipulagt þessa keppni af miklum dugnaði og hyggst nú stofna til hennar með þátttöku skóla og nemenda á Norðurlöndunum.
Laugardagur 26.11.1999
Síðdegis flutti ég ávarp á málþingi í tilefni af 40 ára afmælis Nordvision, sem er samstarfsvettvangur norrænu ríkissjónvarpsstöðvanna. Einnig fórum við Rut í hinn nýja og glæsilega Tónlistarskóla Garðabæjar, sem formlega var opnaður daginn áður.
Föstudagur 25.11.1999
Síðdegis var stofnað nýtt félag, Upplýsing, sem sameinar bókaverði, bókasafns- og upplýsingatæknifræðinga. Flutti ég ávarp tilefni af stofnfundinum.
Miðvikudagur 24.11.1999
Fór síðdegis í Menntaskólann á Laugarvatni, þar sem kynnt voru nýtt tölvuver skólans og ný markmið í starfi skólans við hátíðlega og fjölmenna athöfn.
Þriðjudagur 23.11.1999
Síðdegis voru höfundar bókarinnar Á lífsins leið II boðaðir til fundar og fengu eintök sín.
Mánudagur 22.11.1999
Síðdegis flutti ég framsöguræðu fyrir útvarpslagafrumvarpi á alþingi. Er það nú til meðferðar hjá menntamálanefnd þingsins.
Sunnudagur 21.11.1999
Klukkan 15.00 fórum við í Íslensku óperuna og hlustuðum á La Voix Humaine, Mannsröddina, lýriskan harmleik í einum þætti, í flutningi þeirra Signýjar Sæmundsdóttur sóprans og Gerrit Schuil píanóleikara. Við litum einnig inn i8 galleri og skoðuðum sýningu Magnúsar Pálssonar.
Laugardagur 20.11.1999
Klukkan 11.00 hófst málræktarþing í hátíðarsal Háskóla Íslands og stóð til 16.30. Klukkan 17.30 fór ég A. Hansen í Hafnarfirði, þar sem Frjálsíþróttasamband Íslands efndi til hátíðar og veitti framúrskarandi íþróttamönnum viðurkenningu.
Föstudagur 19.11.1999
Klukkan 15.00 var ég í Hamraskóla í Grafarvogi, þar sem kynnt var samstarfsverkefni undir merkjum menningarborgarinnar Reykjavík (M2000) sem miðar að samstarfi nemenda og listamanna í grunnskólum borgarinnar. Klukkan 20.00 fór á heimsfrumsýningu á nýju James Bond myndinni í Bíóborginni.
Fimmtudagur 18.11.1999
Svaraði fjórum fyrirspurnum á alþingi klukkan 10 um morgunin. Klukkan 14.00 var ég í Lækjarskóla í Hafnarfirði, þar sem kynnt var evrópskt verkefni skólabarna um gildi lýðræðis. Klukkan 17.00 fór ég í Austurbæjarskóla og tók þátt í umræðum um framtíð kennarastarfsins á fundi með konum í félagsskapnum Delta Gamma Kappa. Klukkan 20.00 fór ég á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Þriðjudagur 16.11.1999
Klukkan 08.10 var ég í Lindarskóla í Kópavogi og skoðaði hann og heimsótti kennslustofur í tilefni dags íslenskrar tungu. Í hádeginu flutti ég ræðu á málþingi um varðveislu menningararfsins. Klukkan 16.30 hófst athöfn á vegum menntamálaráðuneytis í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í tilefni dags íslenskrar tungu.
Mánudagur 15.11.1999
Um kvöldið var ég í Borgarleikhúsinu og tók þátt í fyrstu afhendingu Edduverðlaunanna fyrir bestu kvikmyndir og sjónvarpsþættina.
Sunnudagur 14.11.1999
Í hádeginu tók ég þátt í athöfn í Kringlunni, þegar Geymslunni þar var lokað með munum úr verslunum Kringlunnar, en Geymslan á að vera lokuð í að minnsta kosti 100 ár ef ekki í 1000 ár.
Laugardagur 13.11.1999
Flutti ræðu á stofnþingi Kennarasambands Íslands.
Föstudagur 12.11.1999
Var á blaðamannafundi í íþróttasal grunnskólans í Sandgerði klukkan 15.30, þar sem kynnt var kennsluefni og myndband í golfkennslu á vegum Golfsambands Íslands og tók síðan þátt í setningarathöfn þings Golfsambandsins.
Fimmtudagur 11.11.1999
Klukkan 9.30 hófst fundur norrænu menningarmálaráðherranna. Var þetta síðasti fundur undir minni stjórn en um áramót færist formennska í hendur Dana á vettvangi norræns samastarfs. Flaug heim um kvöldið í gegnum Kaupmannahöfn.
Fimmtudagur 11.11.1999
Klukkan 9.30 hófst fundur norrænu menningarmálaráðherranna. Var þetta síðasti fundur undir minni stjórn en um áramót færist formennska í hendur Dana á vettvangi norræns samastarfs. Flaug heim um kvöldið í gegnum Kaupmannahöfn.
Miðvikudagur 10.11.1999
Á hádegi stjórnaði ég fundi norrænu menningarmálaráðherranna með Nordennefnd Norðurlandaráðs og stjórn norræna menningarsjóðsins. Um kvölmatarleytið flutti ég Norðurlandaráði skýrslur frá menningarmálaráðherrunum og menntamálaráðherrunum.
Þriðjudagur 9.11.1999
Flaug að morgni dags til Stokkhólms til þátttöku í þingi Norðurlandaráðs. Síðdegis hitti ég ráðherra frá Grænlandi og Færeyjum og síðan þingmenn í vest-norræna ráðinu.
Sunnudagur 7.11.1999
Klukkan 19.30 fór ég í Borgartún 6 og tók þátt í lokaathöfn og verðlaunaafhendingu í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema á Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjunum þremur, Póllandi og Þýskalandi. Lið Eistlands sigraði.
Laugardagur 6.11.1999
Birti grein í Morgunblaðinu um umbætur í leikskólum, þegar ljóst er, að R-listinn er að reyna að skella skuldinni vegna leikskólavandræða í Reykjavík á mínar herðar.
Fimmtudagur 4.11.1999
Klukkan 20.00 var efnt til hátíðardagskrár í Þjóðarbókhlöðu í tilefni af því, að 100 ár voru liðin frá fæðingu Jóhannesar frá Kötlum. Var þetta fjölmenn hátíð.
Fimmtudagur 4.11.1999
Umræður utan dagskrár á alþingi um málefni Lánsjóðs íslenskra námsmanna, svo að Björgvin G. Sigurðsson varaþingmaður gæti flutt jómfrúræðu sína.
Miðvikudagur 3.11.1999
Svaraði fyrirspurnum á alþingi um kostun dagskrár rásar 2 og rannsóknir á niðurstöðum samræmdra prófa.