Dagbók: nóvember 1999

Þriðjudagur 30.11.1999 - 30.11.1999 0:00

Klukkan 9.00 hófst ráðstefna á vegum Rannís um grunnrannsóknir á Íslandi. Flutti ég þar ræðu.

Mánudagur 29.11.1999 - 29.11.1999 0:00

Klukkan 10.30 hittumst við í Ráðherrabústaðnum ráðherrar frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi og skrifuðum undir samning um samstarf á sviði menntunar, menningar og vísinda.

Sunnudagur 28.11.1999 - 28.11.1999 0:00

Klukkan 18.00 var ég í Laugardalshöll og afhenti þar verðlaun í fatahönnunarsamkeppni 8. til 10. bekkja grunnskóla. Voru mörg hundruð nemenda, foreldra og vina í höllinni en Kolbrún Aðalsteinsdóttir hefur skipulagt þessa keppni af miklum dugnaði og hyggst nú stofna til hennar með þátttöku skóla og nemenda á Norðurlöndunum.

Laugardagur 26.11.1999 - 26.11.1999 0:00

Síðdegis flutti ég ávarp á málþingi í tilefni af 40 ára afmælis Nordvision, sem er samstarfsvettvangur norrænu ríkissjónvarpsstöðvanna. Einnig fórum við Rut í hinn nýja og glæsilega Tónlistarskóla Garðabæjar, sem formlega var opnaður daginn áður.

Föstudagur 25.11.1999 - 25.11.1999 0:00

Síðdegis var stofnað nýtt félag, Upplýsing, sem sameinar bókaverði, bókasafns- og upplýsingatæknifræðinga. Flutti ég ávarp tilefni af stofnfundinum.

Miðvikudagur 24.11.1999 - 24.11.1999 0:00

Fór síðdegis í Menntaskólann á Laugarvatni, þar sem kynnt voru nýtt tölvuver skólans og ný markmið í starfi skólans við hátíðlega og fjölmenna athöfn.

Þriðjudagur 23.11.1999 - 23.11.1999 0:00

Síðdegis voru höfundar bókarinnar Á lífsins leið II boðaðir til fundar og fengu eintök sín.

Mánudagur 22.11.1999 - 22.11.1999 0:00

Síðdegis flutti ég framsöguræðu fyrir útvarpslagafrumvarpi á alþingi. Er það nú til meðferðar hjá menntamálanefnd þingsins.

Sunnudagur 21.11.1999 - 21.11.1999 0:00

Klukkan 15.00 fórum við í Íslensku óperuna og hlustuðum á La Voix Humaine, Mannsröddina, lýriskan harmleik í einum þætti, í flutningi þeirra Signýjar Sæmundsdóttur sóprans og Gerrit Schuil píanóleikara. Við litum einnig inn i8 galleri og skoðuðum sýningu Magnúsar Pálssonar.

Laugardagur 20.11.1999 - 20.11.1999 0:00

Klukkan 11.00 hófst málræktarþing í hátíðarsal Háskóla Íslands og stóð til 16.30. Klukkan 17.30 fór ég A. Hansen í Hafnarfirði, þar sem Frjálsíþróttasamband Íslands efndi til hátíðar og veitti framúrskarandi íþróttamönnum viðurkenningu.

Föstudagur 19.11.1999 - 19.11.1999 0:00

Klukkan 15.00 var ég í Hamraskóla í Grafarvogi, þar sem kynnt var samstarfsverkefni undir merkjum menningarborgarinnar Reykjavík (M2000) sem miðar að samstarfi nemenda og listamanna í grunnskólum borgarinnar. Klukkan 20.00 fór á heimsfrumsýningu á nýju James Bond myndinni í Bíóborginni.

Fimmtudagur 18.11.1999 - 18.11.1999 0:00

Svaraði fjórum fyrirspurnum á alþingi klukkan 10 um morgunin. Klukkan 14.00 var ég í Lækjarskóla í Hafnarfirði, þar sem kynnt var evrópskt verkefni skólabarna um gildi lýðræðis. Klukkan 17.00 fór ég í Austurbæjarskóla og tók þátt í umræðum um framtíð kennarastarfsins á fundi með konum í félagsskapnum Delta Gamma Kappa. Klukkan 20.00 fór ég á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Þriðjudagur 16.11.1999 - 16.11.1999 0:00

Klukkan 08.10 var ég í Lindarskóla í Kópavogi og skoðaði hann og heimsótti kennslustofur í tilefni dags íslenskrar tungu. Í hádeginu flutti ég ræðu á málþingi um varðveislu menningararfsins. Klukkan 16.30 hófst athöfn á vegum menntamálaráðuneytis í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í tilefni dags íslenskrar tungu.

Mánudagur 15.11.1999 - 15.11.1999 0:00

Um kvöldið var ég í Borgarleikhúsinu og tók þátt í fyrstu afhendingu Edduverðlaunanna fyrir bestu kvikmyndir og sjónvarpsþættina.

Sunnudagur 14.11.1999 - 14.11.1999 0:00

Í hádeginu tók ég þátt í athöfn í Kringlunni, þegar Geymslunni þar var lokað með munum úr verslunum Kringlunnar, en Geymslan á að vera lokuð í að minnsta kosti 100 ár ef ekki í 1000 ár.

Laugardagur 13.11.1999 - 13.11.1999 0:00

Flutti ræðu á stofnþingi Kennarasambands Íslands.

Föstudagur 12.11.1999 - 12.11.1999 0:00

Var á blaðamannafundi í íþróttasal grunnskólans í Sandgerði klukkan 15.30, þar sem kynnt var kennsluefni og myndband í golfkennslu á vegum Golfsambands Íslands og tók síðan þátt í setningarathöfn þings Golfsambandsins.

Fimmtudagur 11.11.1999 - 11.11.1999 0:00

Klukkan 9.30 hófst fundur norrænu menningarmálaráðherranna. Var þetta síðasti fundur undir minni stjórn en um áramót færist formennska í hendur Dana á vettvangi norræns samastarfs. Flaug heim um kvöldið í gegnum Kaupmannahöfn.

Fimmtudagur 11.11.1999 - 11.11.1999 0:00

Klukkan 9.30 hófst fundur norrænu menningarmálaráðherranna. Var þetta síðasti fundur undir minni stjórn en um áramót færist formennska í hendur Dana á vettvangi norræns samastarfs. Flaug heim um kvöldið í gegnum Kaupmannahöfn.

Miðvikudagur 10.11.1999 - 10.11.1999 0:00

Á hádegi stjórnaði ég fundi norrænu menningarmálaráðherranna með Nordennefnd Norðurlandaráðs og stjórn norræna menningarsjóðsins. Um kvölmatarleytið flutti ég Norðurlandaráði skýrslur frá menningarmálaráðherrunum og menntamálaráðherrunum.

Þriðjudagur 9.11.1999 - 9.11.1999 0:00

Flaug að morgni dags til Stokkhólms til þátttöku í þingi Norðurlandaráðs. Síðdegis hitti ég ráðherra frá Grænlandi og Færeyjum og síðan þingmenn í vest-norræna ráðinu.

Sunnudagur 7.11.1999 - 7.11.1999 0:00

Klukkan 19.30 fór ég í Borgartún 6 og tók þátt í lokaathöfn og verðlaunaafhendingu í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema á Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjunum þremur, Póllandi og Þýskalandi. Lið Eistlands sigraði.

Laugardagur 6.11.1999 - 6.11.1999 0:00

Birti grein í Morgunblaðinu um umbætur í leikskólum, þegar ljóst er, að R-listinn er að reyna að skella skuldinni vegna leikskólavandræða í Reykjavík á mínar herðar.

Fimmtudagur 4.11.1999 - 4.11.1999 0:00

Klukkan 20.00 var efnt til hátíðardagskrár í Þjóðarbókhlöðu í tilefni af því, að 100 ár voru liðin frá fæðingu Jóhannesar frá Kötlum. Var þetta fjölmenn hátíð.

Fimmtudagur 4.11.1999 - 4.11.1999 0:00

Umræður utan dagskrár á alþingi um málefni Lánsjóðs íslenskra námsmanna, svo að Björgvin G. Sigurðsson varaþingmaður gæti flutt jómfrúræðu sína.

Miðvikudagur 3.11.1999 - 3.11.1999 0:00

Svaraði fyrirspurnum á alþingi um kostun dagskrár rásar 2 og rannsóknir á niðurstöðum samræmdra prófa.