Sunnudagur 28.11.1999
Klukkan 18.00 var ég í Laugardalshöll og afhenti þar verðlaun í fatahönnunarsamkeppni 8. til 10. bekkja grunnskóla. Voru mörg hundruð nemenda, foreldra og vina í höllinni en Kolbrún Aðalsteinsdóttir hefur skipulagt þessa keppni af miklum dugnaði og hyggst nú stofna til hennar með þátttöku skóla og nemenda á Norðurlöndunum.