Dagbók: janúar 1999

Laugardagur 30.1.1999 - 30.1.1999 0:00

Fór að Mývatni og sat hluta af kjördæmisþingi sjálfstæðismanna í Norðurlandskjördæmi eystra en flaug heim aftur um kvöldmatarleytið.

Föstudagur 29.1.1999 - 29.1.1999 0:00

Flugum síðdegis til Akureyrar og fórum um kvöldið og sáum Pétur Gaut hjá Leikfélagi Akureyrar.

Miðvikudagur 27.1.1999 - 27.1.1999 0:00

Fórum um kvöldið í Þjóðleikhúsið og sáum leikritið Solveigu eftir Ragnar Arnalds.

Mánudagur 25.1.1999 - 25.1.1999 0:00

Klukkan 15.00 fór ég í Háskóla Íslands þar sem ég ræddi í tvo tíma við nemendur dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um fjölmiðla og stjórnmál. Um kvöldið fórum við með Erling Blöndal og konu hans á lokatónleika Myrkra músikdaga í Listasafni Íslands en þar söng Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar.

Laugardagur 23.1.1999 - 23.1.1999 0:00

Klukkan 13.00 var fundur Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Klukkan 15.00 síðasti fundur Leiklistarráðs samkvæmt lögum, sem féllu úr gildi, þegar alþingi samþykkti ný leiklistarlög skömmu fyrir jól.

Fimmtudagur 21.1.1999 - 21.1.1999 0:00

Klukkan 18.00 fór ég í viðtal um menningarhús á Rás 1

Miðvikudagur 20.1.1999 - 20.1.1999 0:00

Klukkan 14.00 var ritað undir Microsoft-samning í Þjóðarbókhlöðunni. Klukkan 17.00 forseti Íslands veitti nýsköpunarverðlaun að Bessastöðum.

Mánudagur 18.1.1999 - 18.1.1999 0:00

Klukkan 16.00 fór ég í viðtal á Bylgjunni um málþingið í Vatíkaninu í vikunni áður. Klukkan 17.00 var ég í viðtali á Rás 2 um menningarhús.

Sunnudagur 17.1.1999 - 17.1.1999 0:00

Klukkan 15.00 var hátíðleg athöfn í Menntaskólanum í Reykjavík, þegar nýtt húsnæði skólans var tekið í notkun, það er húsið við Þingholtsstræti 18 og tengibygging á milli þess og Casa Nova, sem kom til sögunnar 1965 og er síðasta nýbygging fyrir MR til þessa dags. Davíð S. Jónsson gaf MR húsið að Þingholtsstræti til minningar um konu sína, Elísabetu Sveinsdóttur, árið 1996. Tilkynnti rektor að húsið mundi bera nafnið Minni Elísabetar Sveinsdóttur.

Sunnudagur 17.1.1999 - 17.1.1999 0:00

Klukkan 12.30 ræddum við Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgasrtjóri saman um stjórnmál á Skjáeinum undir stjórn Egils Helgasonar.

Laugardagur 16.1.1999 - 16.1.1999 0:00

Klukkan 16.00 var ég í Bæjarbíói í Hafnarfirði, þar sem forstöðumaður sænsku kvikmyndastofnunarinnar gaf Kvikmyndasafni Íslands rausnarlega gjöf, 57 leiknar, langar sænskar kvikmyndir. Böðvar Bjarki Pétursson, forstöðumaður Kvikmyndasafnsins, mat verðmæti gjafarinnar á 10 til 15 milljónir króna. Klukkan 17.30 var ég í Gerðubergi og hlýddi á umræður á málþingi um Jón Leifs, þar sem þeir Alti Heimir Sveinsson tónskáld, Örn Magnússon píanóleikari, Sigurður A. Magnússon rithöfundur, Hilmar Oddsson kvikmyndagerðarmaður og Hjálmar H. Ragnarsson rektor og tónskáld sögðu álit sitt á Jóni Leifs undir stjórn Ævars Kjartanssonar dagskrárgerðarmanns. Var þetta hluti af tónlistarhátíðinni Myrkum músikdögum, sem Tónskáldafélag Íslands heldur um þessar mundir og sérstaklega er helguð Jóni Leifs, enda hefði hann orðið 100 ára 1. maí næstkomandi.

Sunnudagur 14.1.1999 - 14.1.1999 0:00

Sótti ánægjulegan fund kjördæmisráðs sjálfstæðismanna á Vesturlandi, sem var haldinn í Stykkishólmi og flutti þar ræðu.

Fimmtudagur 7.1.1999 - 7.1.1999 0:00

Aftur var efnt til þingflokksfundar um fiskveiðistjórnunarmál síðdegis. Umræðurnar snúast um smábátaeigendur, en fróðlegt væri fyrir þá, sem mest ræða um kvótann, að velta því fyrir sér, hve miklum tíma er varið til að ræða um þann hluta heildarkvótans, sem rennur til smábátaeigenda. Er það sérstakt efni að rannsaka, hvaða sveiflur hafa verið í þessum umræðum og hvernig viðhorf smábátaeigenda hafa breyst og hvað þeir hafa haft upp úr krafsinu.

Miðvikudagur 6.1.1999 - 6.1.1999 0:00

Alþingi kom saman eftir jólaleyfi þennan dag. Fundurinn snerist þó ekki um sjávarútvegsmál eins og að var stefnt, því að sjávarútvegsnefnd þingsins hafði ekki lokið meðferð frumvarpsins, sem ríkisstjórnin flutti vegna kvótadóms hæstaréttar. Var efnt til þingflokksfundar um málið síðdegis.

Sunnudagur 2.1.1999 - 2.1.1999 0:00

Klukkan 14.30 var Tónlistarhús Kópavogs opnað við hátíðlega athöfn og var ég meðal þeirra, sem flutti ávarp við athöfnina. Húsið er hið glæsilegasta og salurinn lofar góðu fyrir tónlistarmenn.

Föstudagur 1.1.1999 - 1.1.1999 0:00

Að venju fór ég til Bessastaða klukkan 15.00 en þar tekur forseti Íslands á móti stjórnmálamönnum, embættismönnum, sendimönnum erlendra ríkja, ræðismönnum, forystumönnum í atvinnulífi og félagasamtaka eftir að forseti hefur sæmt einstaklinga fálkaorðunni við hátíðlega athöfn.