Dagbók: maí 2024

Aðförin að málfræðilegu kynhlutleysi - 21.5.2024 11:04

Á meðan alþingi og þeir sem framfylgja málstefnu þess láta ríkisútvarpið afskiptalaust í þessu efni má líta þannig á að þetta samrýmist opinberri stefnu.

Lesa meira

Varnaðarorð til frambjóðenda - 20.5.2024 10:15

Margir frambjóðendur tala undarlega um stöðu Íslands á alþjóðavettvangi, annaðhvort vegna vanþekkingar eða fyrir þeim vakir beinlínis að villa um fyrir kjósendum.

Lesa meira

Fyrir kraft heilags anda - 19.5.2024 11:54

Í Postulasögunni segir „ótti kom yfir sérhverja sál“ á fæðingardegi kirkjunnar Síðan hefur hvorki ótti né efi grandað henni fyrir kraft heilags anda.

Lesa meira

Oki Rússa andmælt - 18.5.2024 12:00

Það er lofsvert samhengi í stefnu og gjörðum íslenskra stjórnvalda þegar þjóðir berjast undan rússnesku oki. Hitt er einkennilegt að Sigmundur Davíð hefur skipt um skoðun í þessu efni – hvers vegna?

Lesa meira

Atkvæðaveiðar í gruggugu vatni - 17.5.2024 9:28

Við vitlausum spurningum koma vitlaus svör ef sá sem svarar sér ekki sóma sinn í að leiðrétta delluna.

Lesa meira

Þórunn sækir að Kristrúnu - 16.5.2024 10:31

Verra verður ástandið varla að mati Þórunnar. Hún hefði átt að segja söguna til enda og nefna þá sem hófu að dansa eftir pípu Bjarna.

Lesa meira

Halla Hrund í Argentínu – Isavia í Kína - 15.5.2024 11:44

Augljóst er af öllu að Argentínuferð Höllu Hrundar dregur engan dilk á eftir sér í samskiptum Íslands og Argentínu. Ferðin hefur hins vegar orðið hluti af kosningabaráttu hér. 

Lesa meira

Hátíðarfundur um NATO - 14.5.2024 9:56

„Þetta þýðir vitaskuld að það er algjör fjarstæða sem stundum heyrist, að aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu geri okkur að líklegra hugsanlegu skotmarki en ella.“

Lesa meira

Poppfræðingur á villigötum - 13.5.2024 9:08

Stjórnmálavæðingin hér blasti við þegar RÚV sá til þess að til þátttöku í forkeppni hér var fenginn Palestínuarabi frá Tel Aviv með það að markmiði að hann yrði fulltrúi Íslands í Malmø.

Lesa meira

Landbúnaður í Seltjarnarneskirkju - 12.5.2024 14:03

Bændur eru sjálfstæðir atvinnurekendur og þeir verða að hafa svigrúm til verðmætasköpunar. Á framtak þeirra verður að treysta til að skapa þjóðinni fæðuöryggi. 

Lesa meira

RÚV gegn Ísrael - 11.5.2024 10:30

Vegna Eurovision hafa starfsmenn ríkissjónvarpsins markvisst misbeitt aðstöðu sinni í von um að koma höggi á Ísraela.

Lesa meira

Lóðatalnaleikur í ráðhúsinu - 10.5.2024 9:35

Umboðsmaður alþingis ætti að eigin frumkvæði að greiða úr þeirri flækju sem hönnuð hefur verið í ráðhúsinu vegna þessa mikla vandræðamáls. Þarna eru milljarðar í húfi hjá borg sem er stjórnsýslu- og fjárhagslega á heljarþröm.

Lesa meira

Upplýsingafölsun Kristrúnar - 9.5.2024 9:38

Það er hreinlega upplýsingafölsun af verstu gerð að ríkisstjórnin hafi sett efnahagsmálin „á hvolf“.

Lesa meira

Dagur B. í björgunarhring - 8.5.2024 9:24

Innri endurskoðun borgarinnar á allt undir meirihluta borgarstjórnar. Það hafði dramatískar afleiðingar að borgarskjalavörður birti upplýsingar sem settu braggamálið í annað ljós en Degi B. og félögum líkaði.

Lesa meira

Bensínstöðvar í blokkir? - 7.5.2024 10:59

Dagur B. situr uppi með samninga sem lýst er sem milljarða gjafagjörningum til olíufélaganna en skortir pólitískan slagkraft til að stíga næsta skref.

Lesa meira

Hildarleikurinn í MÍR - 6.5.2024 13:10

Hollustan við Moskvuvaldið má sín enn mikils innan MÍR. Haukur og félagar berjast undir merkjum Kremlverja.

Lesa meira

Svörin ráða, ekki spursmál - 5.5.2024 11:58

Það er einkennilegt ef kosningabarátta sem snýst um menn en ekki málefni má ekki snúast um frambjóðendur og það sem þá varðar.

Lesa meira

Varað við villukenningum - 4.5.2024 10:42

Dapurlegt er ef baráttan um Bessastaði er misnotuð til að halda einhverju fram um hlutverk forseta Íslands sem á sér enga stoð í veruleikanum.

Lesa meira

Afslættir Dags B. og Efstaleitið - 3.5.2024 10:09

Nú er þess beðið hvað meirihluti borgarráðs undir formennsku Dags B. ákveður að gera við tillögu sjálfstæðismanna um að leyndinni verði svipt af bensínstöðvamáli borgarstjórans.

Lesa meira

Sniglarnir á forsíðu - 2.5.2024 11:00

Það segir sína sögu um stöðu 1. maí um þessar mundir að á forsíðu Morgunblaðsins í dag (2. maí) birtist mynd af liðsmönnum Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglanna.

Lesa meira

Friðsamur 1. maí - 1.5.2024 9:40

Umræður í tilefni 1. maí hafa mikið breyst frá því sem áður var. Nú er varla lengur minnst á stöðu þjóðarbúsins eða hag þeirra sem þar starfa og þiggja laun, hvernig tekju- og starfsöryggi þeirra sé háttað. 

Lesa meira