Dagbók: 2019

Lituð ljósvakamennska - 18.9.2019 12:11

Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sitja í öllum álitsgjafasætum og velja aðeins til samtals skoðanabræður eða uppnámsmenn innan Sjálfstæðisflokksins.

Lesa meira

Vélabrögð píratans - 17.9.2019 11:15

Þessi ummæli lýsa hugarfarinu í röðum pírata en í sumar bárust oftar en einu sinni fréttir um að flokkurinn væri að springa innan dyra vegna svikráða og vélabragða.

Lesa meira

Fréttamenn án fagmennsku - 16.9.2019 17:33

Óvönduð vinnubrögðin og bullið vegna fáviskunnar um hvernig staðið er að svona málum á alþingi gátu af sér falsfrétt.

Lesa meira

Engar umræður um orkupakkann - 15.9.2019 10:04

Andróðurinn gegn flokksforystunni og þingflokknum vegna orkupakkans hefur gengið mun lengra en góðu hófi gegnir og þeir sem hæst láta á opinberum vettvangi vegna hans eru einfaldlega marklausir.

Lesa meira

SDG segir samblástur gegn sér innan SÞ - 14.9.2019 10:35

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur Davíð telur ómaklega að sér vegið í ríkisútvarpinu. Hitt er nýmæli að starfsmenn stofnana Sameinuðu þjóðanna efni til samblásturs gegn honum.

Lesa meira

Fréttablaðið, varnir og NATO - 13.9.2019 10:14

Þetta er allt mjög losaralegt svo að ekki sé kveðið fastar að orði og stangast á við íslenska og norræna hagsmuni.

Lesa meira

Róðurinn þyngist fyrir Boris - 12.9.2019 10:14

Þetta er ófögur lýsing og segja fréttaskýrendur óskiljanlegt að ríkisstjórn með þetta skjal í höndunum skuli tala eins og brexit án samnings komi almennt til álita.

Lesa meira

Píratar pukrast með fjármál sín - 11.9.2019 10:43

Athyglisvert að þarna sé tilkynnt um opið bókhald Pírata en því var lokað árið 2016 eftir að hafa verið opið frá 2013 þegar flokkurinn var stofnaður. Lokunin braut gegn flokkslögum.

Lesa meira

Ólafur Ragnar um norðurslóðamál - 10.9.2019 10:02

Það var hressandi og upplýsandi að hlusta á Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, ræða norðurslóðamál í Kastljósi í gærkvöldi (9. september).

Lesa meira

Ríkisútvarp, leifar liðins tíma - 9.9.2019 10:13

Ríkisútvarpið er í raun leifar liðins tíma, einskonar holdtekja pólitískrar fyrirgreiðslu, hafta og verðlagseftirlits, í ætt við viðtækjasölu ríkisins úr því að tækniþróun má ekki hafa nein áhrif á stöðu þess.

Lesa meira

Fjármálaóstjórn Reykjavíkurborgar - 8.9.2019 9:30

Málin sem nefnd eru til sögunnar þegar rætt er um mistök við fjármálastjórn á vakt Dags B. eru fjölmörg. Hér skal auk „bakreikningsins“ hjá Sorpu minnt á braggann við Nauthólsvík, mathúsið á Hlemmi og vitann við Sæbraut.

Lesa meira

Einkabíllinn veldur Hjálmari vonbrigðum - 7.9.2019 10:36

Orðin „það er hægt að stýra þessu“ segja allt sem segja þarf. Náttúrulögmál leiðir ekki til lengri bílaraða heldur markviss stefna Dags B. og Hjálmars.

Lesa meira

Áslaug Arna ráðherra - villa Þorgerðar Katrínar - 6.9.2019 9:08

Ríkisstjórn Íslands ætti að rannsaka reynslu einstakra ríkja af þátttöku í belti-og-braut-áætluninni og birta almenningi skýrslu um það efni.

Lesa meira

Nöldur að fréttnæmum mótmælum - 5.9.2019 11:55

Í nágrenni Höfða voru fánastengur fyrirtækja nýttar til að láta í ljós skoðun á skoðunum varaforsetans sem hann hreyfði hvergi í samtölum við neinn, megi marka frásagnir fjölmiðla.

Lesa meira

Uppgjör vegna orkupakka - 4.9.2019 11:15

Einhverjir kunna að óska að Íslendingar eða Sjálfstæðisflokkurinn stæðu í brexit-sporum Breta og Íhaldsflokksins vegna illdeilna um orkupakkann.

Lesa meira

Misheppnuð atlaga gegn EES - 3.9.2019 10:34

Atlagan gegn samþykkt þriðja orkupakkans rann úr í sandinn enda var hún frá upphafi reist málefnalega á sandi.

Lesa meira

Þingmenn greiða atkvæði um þriðja orkupakkann - 2.9.2019 10:09

Loks er komið að því í dag, 2. september 2019, að alþingismenn greiði atkvæði um innleiðingu þriðja orkupakkans.

Lesa meira

Heimsstríðið hófst í Póllandi - 1.9.2019 10:38

Þess er minnst í dag, 1. september 2019, að 80 ár eru liðin frá upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar.

Lesa meira

Haarder gaf tóninn – Løkke segir af sér - 31.8.2019 10:48

Gamalreyndi Venstre-maðurinn og sá sem setið hefur lengst sem ráðherra, Berter Haarder, sagði á Facebook föstudaginn 30. ágúst að skipta yrði um forystu flokksins.

Lesa meira

Innihaldslaus andstaða - 30.8.2019 9:13

Tveggja daga umræður á alþingi í vikunni að ósk Miðflokksins hafa ekki leitt neitt nýtt í ljós annað en innihaldsleysi andstöðunnar gegn þriðja orkupakkanum.

Lesa meira

Þinghald hér og þar tengist ESB - 29.8.2019 8:47

Alþingi var kallað saman til þriggja daga fundar til að þóknast miðflokksmönnum sem höfðu ekkert nýtt til málanna að leggja. Í Bretlandi eru þingmenn sendir heim til að ríkisstjórnin hafi starfsfrið og allt ætlar vitlaust að verða.

Lesa meira

Ögurstund samsæriskenninganna - 28.8.2019 8:16

Samsæriskenningar vegna þriðja orkupakkans ná líklega hámarki í blöðunum nú þegar alþingi kemur saman til að afgreiða hann.

Lesa meira

Risamálverk af orrustu - 27.8.2019 6:04

Eitt af því sem sjá má í Wroclaw í Póllandi og hvergi annars staðar er risavaxið málverk, 15 m á hæð og 120 m langt, sem sýnir orrustuna við Ractawice.

Lesa meira

Miðflokkur í EES-vanda - 26.8.2019 7:28

Það er erfitt að átta sig á hvert Miðflokkurinn vill fara gagnvart EES. Í Bretlandi mælir formaðurinn með EES-aðild við Breta en á Íslandi mælir hann með andstöðu við EES.

Lesa meira

Farið um í Wroclaw - 25.8.2019 15:22

Um þessar mundir er 75 manna hópur MR-stúdenta '64 á ferð um Wroclaw, fjórðu stærstu borg Póllands.

Lesa meira

Kolbrún um eitursnjallar stílæfingar - 24.8.2019 8:27

„Það er ekkert áhlaupaverk að þýða verk eins og þetta og hún hefur leyst það af mikilli prýði.“

Lesa meira

Samstarfsyfirlýsing í Reykholti - 23.8.2019 9:04

Hugmyndin er sem sagt að innan ramma verkefnisins sameini fræðimenn á ýmsum sviðum krafta sína til að afla víðtækrar vitneskju um hvernig staðið var að gerð handritanna.

Lesa meira

Merkel sýnir Boris skilning - 22.8.2019 9:16

Stöðunni milli Breta og ESB hefur verið líkt við störukeppni. Nú velta menn því fyrir sér hvort ESB hafi blikkað.

Lesa meira

Trump aflýsir vegna Grænlands - 21.8.2019 10:04

Bægslagangur Trumps á heimavelli og gagnvart öðrum þjóðum er til þess eins fallinn að draga athygli að persónu hans.

Lesa meira

Miðflokkurinn missir haldreipi - 20.8.2019 8:39

Allar tilraunir af hálfu andstæðinga þriðja orkupakkans til að tala niður fyrirvara ríkisstjórnarinnar þjóna þeim tilgangi einum að veikja varnir Íslendinga í málinu og ýta undir tortryggni.

Lesa meira

Merkel hittir Katrínu - 19.8.2019 9:47

EES-samningurinn er öflugasti og skýrasti samstarfsrammi Íslendinga og Þjóðverja. Þegar þess er krafist að pólitísk áhætta sé tekin um framtíð þessa ramma vegna þriðja orkupakkans mætti ætla að mönnum sé ekki sjálfrátt.

Lesa meira

Sagan endurtekur sig - 18.8.2019 10:33

Hefði einhver sagt í Moskvu um miðjan níunda áratuginn að Sovétríkin yrðu að engu innan fárra ára og ríki Austur- og Mið-Evrópu færu í ESB og NATO hefði honum verið ekið að geðsjúkrahús.

Lesa meira

Orðaskipti um fámenni á fundum - 17.8.2019 11:08

Ég ákvað að varðveita orðaskiptin hér á síðunni vegna þess hve sjaldan ég er sakaður um óvild í garð Morgunblaðsins og starfsmanna þess, enda stenst sú ásökun ekki.

Lesa meira

Furðusjónarmið orkupakkaandstæðinga - 16.8.2019 10:14

Hvað þarf til að blása þessa vitleysu út af borðinu er vandséð þegar til þess er litið að andstæðingar þriðja orkupakkans hafa staðreyndir að engu.

Lesa meira

Merkel og Pence til Íslands - 15.8.2019 9:05

Viðskipti okkar eru mest á sameiginlega markaðnum innan EES en erlendar fjárfestingar hér á landi eru mestar frá Norður-Ameríku.

Lesa meira

Ávinningur Landsvirkjunar af markaðsbúskap - 14.8.2019 9:52

Kröfur um afturhvarf í orkumálum til tímans fyrir EES eru meðal annars reistar á sviðsmyndum um að þriðji orkupakkinn kalli skaðabótaskyldu yfir þjóðina hafni stjórnvöld sæstreng.

Lesa meira

Rökþrot kalla á frest - 13.8.2019 9:18

Það er alkunna að verði menn rökþrota heimta þeir frest, það kunni að gerast eitthvað einhvern tíma sem sýni þá hafa rétt fyrir sér.

Lesa meira

Baldvin Tryggvason - minning - 12.8.2019 10:16

Minningar af samstarfi okkar eru góðar og kynntist ég því þá vel menningarmanninum Baldvini og hve mjög hann unni fögrum listum.

Lesa meira

Breska stjórnin snýst gegn upplýsingafölsunum - 11.8.2019 11:05

Aðferðin sem er beitt til að koma upplýsingafölsunum á framfæri eru ólíkar. Hér gripu þingmenn Miðflokksins til málþófs á alþingi í þessu skyni.

Lesa meira

Varað við upplýsingafölsunum - 10.8.2019 9:31

Hugleiðingar Anne Applebaum um upplýsingafalsanir og nauðsyn baráttu gegn þeim eiga erindi til Íslendinga.

Lesa meira