Dagbók: maí 1996

Mánudagur 27.5.1996 - 27.5.1996 0:00

Síðdegis á annan í hvítasunnu, 27. maí, fórum við Rut í heimsókn í Iðnskólann í Hafnarfirði. Var það eini tíminn til að fá tækifæri til að skoða sýningu nemenda í hönnunardeild skólans. Að kvöldi 27. maí er síðan fyrirhuguð ferð í Þjóðleikhúsið til að sjá leikrit þeirra Skagfirðinga, Sumarið fyrir stríð.

Sunnudagur 26.5.1996 - 26.5.1996 0:00

Sunnudaginn 26. maí fór ég á leik Íslands og Danmerkur í körfubolta í Laugardalshöllinni.

Sunnudagur 25.5.1996 - 25.5.1996 0:00

Að kvöldi laugardagsins 25. maí fórum við Rut í leikhúsferð til Hafnarfjarðar og sáum hið margrómaða leikrit Himnaríki eftir Árna Ibsen.