Dagbók: maí 2004

Föstudagur 28.05.04 - 28.5.2004 0:00

Alþingi lauk fundum sínum um klukkan 20.30.

Þriðjudagur, 25. 05. 04 - 25.5.2004 0:00

Haldið var upp á 75 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins með glæsibrag og um 1000 manna veislu á hótel Nordica. Var hressandi að taka þátt í svo góðri hátíð og verða var við mikinn og einlægan stuðning við Davíð Oddsson meðal veislugesta.

Mánudagur, 24. 05. 04 - 24.5.2004 0:00

Greidd voru atkvæði um fjölmiðlafrumvarpið klukkan 13.30 og varð það að lögum. Um kvöldið voru eldhúsdagsumræður á alþingi.

Sunnudagur, 23. 05. 04 - 23.5.2004 0:00

Ég sneri aftur frá London og lenti í Keflavík klukkan 15.00, á meðan ég var erlendis gerðist ekki annað á þingi en að stjórnarandstæðingar héldu áfram að tala um fjölmiðlafrumvarpið við 3. umræðu.

Fimmtudagur, 20. 05. 04 - 20.5.2004 0:00

Við Rut flugum til London klukkan 07.45 til að dveljast hjá Sigríði Sól, dóttur okkar, Heiðari Má, manni hennar, og sonum þeirra Orra og Bjarka.

Miðvikudagur 19. 05. 04 - 19.5.2004 0:00

Fórum klukkan 20.00 í Gerðarsafn, þar sem opnuð var sýning á íslenskum málverkum í eigu manna í Danmörku, en til sýningarinnar var stofnað að frumvæði Klaus Ottos Kappels, fyrrverandi sendiherra Dana á Íslandi.

Laugardagur 15. 05. 04 - 15.5.2004 0:00

Annarri umræðu um fjölmiðlafrumvarpið lauk á alþingi með atkvæðagreiðslu rétt fyrir klukkan 19.00. Ég flutti tvær ræður í umræðunni þennan dag.

Föstudagur, 14. 05. 04 - 14.5.2004 0:00

Vorum við setningu listahátíðar í Listasafni Íslands klukkan 17.45.

Laugardagur, 08. 05. 04. - 8.5.2004 0:00

Fór á traktornum og fékk rabbabara hjá nágranna mínum til að setja í garðinn. Sló umhverfis húsið, en það hef ég ekki áður gert svona snemma. Vnur minn frá Kanada leit í heimsókn og fórum við í klukktíma gönguferð. Vélarnar mínar fóru allar í gang að lokum með aðstoð góðs granna og síðan var unnt að grilla kvöldmatinn í sólarblíðu. 

Föstudagur, 07. 05. 04. - 7.5.2004 0:00

Ríkisstjórnin kom saman að venju klukkan 09.30. Hélt undir kvöldmat austur í Fljótshlíð og tók til við að búa mig undir vor- og sumarverkin í sveitinni.

Fimmtudagur, 06. 05. 04. - 6.5.2004 0:00

Lenti klukkan 06.40 við heimkomu frá Baltimore.

Fór á borgarstjórnarfund klukkan 14.00.

Miðvikudagur, 05. 05. 04. - 6.5.2004 0:00

Fundur með fulltrúum þjóðaröryggisráðs Bandríkjaforseta og John Ashcroft dómsmálaráðherra. Farið heim um kvöldið frá Baltimore.

Þriðjudagur, 04. 05.04. - 4.5.2004 0:00

Fundir í bandaríska heimavarnarráðuneytinu, varnarmálaráðuneytinu og hjá FBI.

Mánudagur, 03. 05.04. - 3.5.2004 0:00

Fundir í Washington með yfirmanni strandgæslunnar, Henry J. Hyde, formanni utanríkismálanefndar fulltrúadeilar þingsins, og í utanríkisráðuneytinu.

Sunnudagur, 02. 05. 04 - 2.5.2004 0:00

Fór klukkan 16.40 frá Keflavík til Baltimore og þaðan til Washington.

Laugardagur, 01. 05. 04. - 1.5.2004 0:00

Fór rúmlega 17.00 í Ráðhúsið,  þar sem borgarstjóri hélt þeim sið að bjóða þeim Reykvíkingum, sem verða 70 ára á árinu,  til móttöku.