Dagbók: apríl 2002

Þriðjudagur 30.4.2002 - 30.4.2002 0:00

Fór fyrir hádegi á fund með starfsmönnum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Fyrir hádegi var ég einnig á fundi með starfsmönnum Grandaskóla. Eftir hádegi hitti ég kennara Suðurhlíðaskóla. Heimsótti starfsmenn Prokaria-líftæknifyrirtækisins í kaffitíma. Ávarpaði kosninga- og hverfastjórnir sjálfstæðismanna á fundi í kosningamiðstöðinni undir kvöldmat.

Mánudagur 29.4.2002 - 29.4.2002 0:00

Var í hádeginu á fundi með starfsmönnum Eimskips í Pósthússtræti. Fór í heimsókn í Háskólann í Reykjavík og ræddi við nemendur og kennara. Fór í heimsókn á hjúkrunarheimilið Sóltún og hitti starfsmenn og heimilisfólk. Var um kvöldið á fundi í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, á vegum Íbúasamtaka Vesturbæjar með fulltrúum R- og F-listanna.

Sunnudagur 28.4.2002 - 28.4.2002 0:00

Var í hádeginu í viðræðuþætti við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í Silfri Egils. Var síðdegis í Kolaportinu og hitti kjósendur.

Laugardagur 27.4.2002 - 27.4.2002 0:00

Var klukkan 10.00 við setningu þings ÍSÍ í Haukahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfirði. Frambjóðendur í jóga í kosningamiðstöðinni. Fór í Háskólann í Reykjavík, þar sem var opið hús. Var í Kringlunni og hitti kjósendur. Fór klukkan 15.00 í Gerðarsafn í Kópavogi, þar sem þrjár sýningar voru opnaðar í minningu Ástu Guðrúnu Eyvindardóttur eftir hana, Ranghildi Stefánsdóttur og Magnús Pálsson.

Föstudagur 26.4.2002 - 26.4.2002 0:00

Var í hádeginu á fundi á Grensásdeild. Um kvöldið fór ég á Hala-skemmtun í Hala-leikhúsinu Hátúni 12.

Fimmtudagur 25.4.2002 - 25.4.2002 0:00

Fór í skátamessu kl. 11.00 í Hallgrímskirkju í tilefni af sumardeginum fyrsta. Klukkan 14.00 fór ég í Austurstræti og tók þátt í grillveislu með öðrum frambjóðendum og gáfum við um 600 pylsur. Klukkan 16.00 tók ég þátt í að opna kosningaskrifstofu sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi við Hjarðarhaga.

Miðvikudagur 24.4.2002 - 24.4.2002 0:00

Fyrir hádegi fór ég í heimsókn í Korpuskóla í Grafarvogi og ræddi við kennara. Í hádeginu var ég í 45 viðtali við Ingva Hrafn Jónsson á útvarpi Sögu. Síðdegis fór ég á fund nemenda og kennara í Tækniskóla Íslands. Klukkan 17.00 tók ég þátt í að opna kosningaskrifstofu sjálfstæðismanna að Laugavegi 70 fyrir Vesturbæ, Austurbæ og Norðurmýri. Klukkan 20.00 tók ég þátt í fundi á Grand hotel um skólamál á vegum SAMFOK með Ingibjörgu Sólrúnu.

Þriðjudagur 23.4.2002 - 23.4.2002 0:00

Fór fyrir hádegi í Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar á fund með starfsmönnum. Í hádeginu var ég fyrst á fundi með nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti og síðan með kennurum. Síðdegis fór ég í félagsmiðstöð aldraðra við Hvassaleiti. Um kvöldið tók ég þátt í að opna kosningaskrifstofu sjálfstæðismanna í Grafarvogi.

Mánudagur 22.4.2002 - 22.4.2002 0:00

09.15 var ég á útvarpi X í viðtali við Sigurjón Kjartansson. Fór þaðan beint í Borgarskóla í Grafarvogi hitti kennara og skoðaði skólann. Um hádegið var ég á vinnustaðafundi í RÚV.

Sunnudagur 21.4.2002 - 21.4.2002 0:00

Klukkan 14.00 var ég á Vorvítamíni Hamrahlíðakórsins og Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð í skólanum. Klukkan 15.00 tók ég þátt í að opna kosningaskrisftofu sjálfstæðisfélaganna í Langholtshverfi og Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi í Glæsibæ. Klukkan 16.00 var ég á vortónleikum harmonikkuskóla Karls Jónatanssonar í Ráðhúsinu.

Laugardagur 20.4.2002 - 20.4.2002 0:00

Fyrir hádegi flutti ég erindi um samstarf skóla og foreldra á foreldraþingi Heimils og skóla að Hótel Sögu. Í hádeginu tók ég þátt í að opna kosningaskrifstofu sjálfstæðismanna í Árbæ. Klukkan 14.00 tók ég þátt í að opna kosningaskrifstofu sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi. Heimsótti Háskólann í Reykjavík, sem var með opið hús.

Föstudagur 19.4.2002 - 19.4.2002 0:00

Fór fyrir hádegið í heimsókn í heilsugæslustöðina við Lágmúla. Var í hádeginu á vinnustaðafundi í Orkuveitu Reykjavíkur við Suðurlandsbraut. Klukkan 13.30 kynntum við frambjóðendur D-listans samning okkar við Reykvíkinga í kosningamiðstöðinni okkar í Skaftahlíð. Fór síðdegis til eldri borgara í Félagsmiðstöðinni Lindargötu 57. Klukkan 17.00 var opnuð kosningaskrifstofa okkar í Álfabakka fyrir Breiðholtshverfin.

Fimmtudagur 18.4.2002 - 18.4.2002 0:00

Var fyrir hádegi á fundi með nemendum Iðnskólans í Reykjavík. Flutti í hádeginu ræðu hjá Rotary-klúbbi Austurbæjar á Hótel Sögu. Var síðdegis á fundum með nemendum og kennurum Kvennaskólans í Reykjavík. Tók um kvöldið þátt í fundi Óðins í Valhöll.

Miðvikudagur 17.4.2002 - 17.4.2002 0:00

Fór í morgunkaffi hjá SÍM og Upplýsingamiðstöð myndlistar í Hafnarstræti. Var á fundi með nemendum í Ármúlaskóla rétt fyrir hádegi. Var í hádeginu á vinnustaðafundi í Húsasmiðjunni Skútuvogi. Heimsótti Íslandsbanka á Kirkjusandi eftir hádegið. Tók um kvöldið þátt í fundi í Breiðholtsskóla á vegum foreldra- og kennarafélagsins.

Þriðjudagur 16.4.2002 - 16.4.2002 0:00

Fór fyrir hádegi í Stöð 2 vegna upptöku á femin.is. Var í hádeginu á vinnustaðafundi í Landsbankanum að Laugavegi 77. Síðdegis var ég á fundi um íþróttamál á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur.

Mánudagur 15.4.2002 - 15.4.2002 0:00

Fór 08.30 í Hrafnistu og hitti íbúa og starfsfólk. Var í hádeginu á vinnustaðafundi í Heklu hf. Fór síðdegis í heimsókn í á heimili eldri borgara að Lönguhlíð 3. Um kvöldið var ég á fundi í Ráðhúsinu um málefni MR.

Laugardagur 13.4.2002 - 13.4.2002 0:00

Fór klukkan 10.00 í gönguferð með félögum í Víkingi um Fossvogsdalinn. Opnaði klukkan 14.00 kosningamuiðstöð sjálfstæðismanna við Skaftahlíð. Var í Kringlunni síðdegis, ræddi við fólk og dreifði kynningarefni.

Föstudagur 12.4.2002 - 12.4.2002 0:00

Fór fyrir hádegi á fund með starfsmönnum á félagsþjónustu Reykjavíkur að Skúlagötu 21. Var í hádeginu á fundi með nemendum í Verslunarskóla Íslands. Var um kvöldið við setningu skátaþings í Hraunbyrgi, Hafnarfirði.

Fimmtudagur 11.4.2002 - 11.4.2002 0:00

Fór klukkan 9.30 í Háskólabíó, þar sem skrifað var undir samning um tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð milli ríkis og borgar. Var í hádeginu á fundi með starfsmönnum Odda. Hitti forystumenn Félags eldri borgara í Ásgarði, Glæsibæ. Fór síðdegis í Felagsmiðstöðina Dalbraut 18-20. Fór um kvöldið á sinfóníutónleika undir stjórn Vladimirs Ashkenazys.

Miðvikudagur 10.4.2002 - 10.4.2002 0:00

Fór fyrir hádegi á fund með starfsmönnum félagsþjónustu Reykjavíkurborgar að Suðurlandsnraut 32. Var á hádeginu á fundi með nemendum og kennurum í Kennaraháskóla Íslands. Fór um kvöldið á 80 ára afmælistónleika Lúðrasveitar Reykjavíkur í Langholtskirkju.

Þriðjudagur 9.4.2002 - 9.4.2002 0:00

Fór í morgunkaffi á kennarastofu Verslunarskóla Íslands. Var í hádeginu á fundi með forystumönnum Bandalags íslenskra listamanna í Iðnó. Síðdegis í félagsmiðstöð aldraðra að Hæðargarði 31. Sótti síðan þingflokksfund sjálfstæðismanna um kvöldið.

Mánudagur 8.4.2002 - 8.4.2002 0:00

Fór klukkan 07.45 í Stöð 2 og síðan í Ísland í bítið, þar sem ég ræddi stefnuskrána vegna kosninganna. Í hádeginu var ég á vinnustaðafundi í húsi Skeljungs við Suðurlandsbraut. Síðdegis fór ég á Droplaugastaði.

Laugardagur 6.4.2002 - 6.4.2002 0:00

Klukkan 10.00 tók ég þátt í alþjóðadegi qigong í Kramhúsinu, þar sem Gunnar Eyjólfsson leiddi fjölmennan hóp. Í hádeginu ávarpaði ég félaga úr flokksstarfinu í Reykjavík, sem funduðu í Valhöll. Síðdegis ávarpaði ég unga sjálfstæðismenn sem komu saman á vegum SUS til að undirbúa kosningarnar.

Föstudagur 5.4.2002 - 5.4.2002 0:00

Fór í morgunkaffi til starfsmanna Rafhönnunar. Síðdegis var ég í félagsmiðstöðinni að Vesturgötu 7. Skömmu fyrir kvöldmat efndi hverfafélag sjálfstæðismanna í Árbæ til móttöku fyrir umdæmafulltrúa. Fórumúm kvöldið á frumsýningu á Stromleik Halldórs Laxness í Þjóðleikhúsinu.

Fimmtudagur 4.4.2002 - 4.4.2002 0:00

Var á hádegisfundi með starfsmönnum í Olís-húsinu. Síðdegis fór ég í félagsmiðstöðina Furugerði 1.

Miðvikudagur 3.4.2002 - 3.4.2002 0:00

Fór um morguninn og hitti starfsmenn Granda á vinnustaðafundi.

Þriðjudagur 2.4.2002 - 2.4.2002 0:00

Fór klukkan 08.30 í morgunkaffi hjá Stöð 2 í tilefni af því að verið var að opna nýja talmálsútvarpsstöð. Fór í morgunkaffi á vinnustaðafund hjá Neyðarlínunni og Slökkvuliði Reykjavíkur í Skógarhlíð. Var í hádeginu á vinnustaðafundi hjá DV. Fór klukkan 14.00 í viðtal hjá Hallgrími Thorsteinssyni á hinni nýju talmálsútvarpsstöð, útvarpi Sögu. Klukkan 15.30 var ég á vinnustaðafundi hjá Hampiðjunni á Grandagarði. Flutti Málið á Skjáeinum um kvöldið.