Fimmtudagur 25.4.2002
Fór í skátamessu kl. 11.00 í Hallgrímskirkju í tilefni af sumardeginum fyrsta. Klukkan 14.00 fór ég í Austurstræti og tók þátt í grillveislu með öðrum frambjóðendum og gáfum við um 600 pylsur. Klukkan 16.00 tók ég þátt í að opna kosningaskrifstofu sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi við Hjarðarhaga.