Dagbók: mars 2001

Laugardagur 31.3.2001 - 31.3.2001 0:00

Flugum kl. 07.45 til Parísar.

Föstudagur 30.3.2001 - 30.3.2001 0:00

Klukkan 20.00 vorum við í Smáranum í Kópavogi, þar sem lið Menntaskólans í Reykjavík og Borgarholtsskóla kepptu til úrslita í Gettu betur og afhenti ég lði MR verðlaunin eftir geysiharða og spennandi keppni.

Fimmtudagur 29.3.2001 - 29.3.2001 0:00

Klukkan 10.00 hófst fundur menntamálaráðuneytisins með skólameisturum framhaldsskólanna og flutti ég ræðu og svaraði fyrirpurnum í upphafi hans. Klukkan 15.00 fór ég í heimsókn í höfuðstöðvar KFUM og KFUK við Holtaveg og hitti forystusveit þessara ágætu félaga.

Miðvikudagur 28.3.2001 - 28.3.2001 0:00

Klukkan 14.00 var fyrsti fundur í samstarfsnefnd um starfsmenntun í framhaldsskólum, 18 manna nefnd, sem er nú að hefja annað starfstímabil sitt. Tók ég þátt í upphafi fundarins og kynnti meðal annars nýjan formann nefndarinnar, Guðjón Petersen, fyrrverandi forstjóra Almannavarna ríkisins.

Þriðjudagur 27.3.2001 - 27.3.2001 0:00

Sat fram yfir hádegi á norrænum menntamálaráðherrafundi í Kaupmannahöfn og flaug þaðan heim með kvöldvélinni. Seinkun frá Kastrup vegna bilunar í flugstjórnarratsjá og erfitt að komast frá borði í Keflavík, vegna þess að einn af nýju Schengen-rönunum lét ekki af stjórn.

Mánudagur 26.3.2001 - 26.3.2001 0:00

Klukkan 16.10 flaug ég til Kaupmannahafnar á fund norræna menntamálaráðherra.

Sunnudagur 25.3.2001 - 25.3.2001 0:00

Klukkan 17.00 fórum við á tónleika Nýja tónlistarskólans í Langholtskirkju til minningar um Ragnar Björnsson.

Laugardagur 24.3.2001 - 24.3.2001 0:00

Fórum kl. 16.00 í 50 ára afmælishátíð Tónlistarskólans í Hafnarfirði . Klukkan 20.00 fórum við og sáum Vitleysingana eftir Ólaf Hauk Simonarson í Hafnarfjarðarleikhúsinu,

Föstudagur 23.3.2001 - 23.3.2001 0:00

Kl. 17.00 var ég fundarstjóri á aðalfundi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis á Hótel Loftleiðum.

Miðvikudagur 21.3.2001 - 21.3.2001 0:00

Fórum í National Art Gallery, síðan átti ég fund með Janis Johnson öldungardeildarþingmanni og snæddi hádegisverð með henni og John Harvard, fulltrúardeildarþingnmanni. Hitti síðan forseta öldungadeildarinnar og heimsótti deildina. Héldum út á flugvöll kl. 14.45 og fórum um Boston heim, ferðin milli Boston og Keflavíkur tók 4.30 klst og var lent kl. 6.30 að morgni fimmtudags 22. mars.

Þriðjudagur 20.3.2001 - 20.3.2001 0:00

Fórum í Museum of Civilisation kl. 10.00 og kynntum okkur, hvar víkingasýningin verður vorið 2001. Þar var nú verið að setja upp sýningu á fiskveiðum við Atlantshafsströnd Kanada. Skoðuðum einnig sögusýningu Kanada, sem hefst við styttuna af Guðriði Þorbjarnardótttur, sem Davíð Oddsson gaf fyrir ári. Um hádegið hitti ég Brian Tobin, iðnaðar- og rannsóknamálaráðherra, síðan Sheilu Cobbs menningarmálaráðherra, þá fór ég í neðri deild þingsins. Klukkan 20.30 hófst sýning Íslenska dansflokksins í National Arts Centre en að henni lokinni efndum við til lokahófs með flokknum og nokkrum kanadískum gestum.

Mánudagur 19.3.2001 - 19.3.2001 0:00

Síðdegis héldum Jóhanna María Eyjólfsdóttir aðstoðarmaður minn til Ottawa um Boston, en við vorum aðeins 4.50 klst. til Boston og þaðan rúman einn tíma til Ottawa, en þar vorum við komin inn í bæ um 22.30 að staðartíma.

Sunnudagur 18.3.2001 - 18.3.2001 0:00

Klukkan 17.00 sótti ég tónleika Fílharmóníukórsins í Langholtskirkju, þar sem flutt var sálumessa eftir Mozart. Fórum klukkan 21.00 á uppgjör Gunnars Eyjólfssonar við Pétur Gaut, sem hann frumflutti á 75 ára afmæli sínu 24. febrúar. Fór Gunnar á kostum á ógleymanlegri sýningu.

Laugardagur 17.3.2001 - 17.3.2001 0:00

Fórum klukkan 19.00 á frumsýningu á Blúndum og blásýru í Borgarleikhúsinu.

Föstudagur 16.3.2001 - 16.3.2001 0:00

Klukkan 9.15 flutti ég ávarp á málþingi í Þjóðmenningarhúsinu um að gera söguna sýnilega í ferðamennsku. Klukkan 17.00 opnaði ég Gallerí i8 á Klapparstíg 33.

Þriðjudagur 13.3.2001 - 13.3.2001 0:00

Klukkan 17.30 vorum við Rut í Hafnarborg og hlýddum á úrslitakeppni Hafnfirðinga og Álftanesinga í stóru upplestrarkeppninni.

Mánudagur 12.3.2001 - 12.3.2001 0:00

Klukkan 19.00 var ég í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins í Valhöll og ræddi um menntun og menningu á tímum hnattvæðingar við góðan hóp áhugasamra nemenda.

Sunnudagur 11.3.2001 - 11.3.2001 0:00

Var klukkan 13.30 í sjónvarpsþætti Egils Helgasonar, Silfri Egils, á Skjá einum. Laugardagur 10. mars 2001 Klukkan 9.30 var ég í Iðnskólanum í Hafnarfirði og ávarpaði ráðstefnu um samstarf starfsgreinaráða og skóla. Klukkan 10.00 var ég í bíósal Hótel Loftleiða og ávarpaði ráðstefnu ÍSÍ um fjármál íþróttahreyfingarinnar. Klukkan 15.00 tók ég þátt í pallborðsumræðum við lok ráðstefnunnar UT2001.

Föstudagur 9.3.2001 - 9.3.2001 0:00

Þennan dag birtist eftir mig grein í Morgunblaðinu um frelsi notenda og rétt höfunda. Setti ráðstefnu menntamálaráðuneytisins UT2001 kl. 13.00 í Borgarholtsskóla. Klukkan 19.30 tók ég þátt í sjónvarpsþættinum Kastljósi með Þórunni Sveinbjarnardóttur alþingismanni og Þorfinni Ómarssyni, framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs, undir stjórn Evu Maríu Jónsdóttur og Kristjáns Kristjánssonar.

Miðvikudagur 7.3.2001 - 7.3.2001 0:00

Svaraði fyrirspurn á alþingi um útboð á kennsluþætti í Áslandsskóla í Hafnarfirði en 6. mars heimilaði ég bæjarstjórn Hafnarfjarðar að ganga til útboðsins. Klukkan 15.00 tók ég við alþingishúsið á móti mótmælalistum netverja vegna reglugerðar um gjald fyrir stafrænar upptökur.

Þriðjudagur 6.3.2001 - 6.3.2001 0:00

Var í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi kl. 13.10 og opnaði tvær vefsíður, annars vegar í gerð nemenda um Eiríkssögu og Grænlendingasögu hins vegar þjónustuvef fyrir kennara, kennari.is. Breytti reglugerð um höfundagjald fyrir stafrænar upptökur - bauð netverjum að afhenda mér mótmælalista, áður en tilkynnt yrði um breytinguna en þeir þáðu ekki boðið.

Mánudagur 5.3.2001 - 5.3.2001 0:00

Efndi til funda síðdegis með fulltrúum innflytjenda tölvubúnaðar, netverja og höfundaréttarhafa um reglugerð vegna höfundagjalda fyrir stafrænar afritanir á eintökum til einkanota.

Sunnudagur 4.3.2001 - 4.3.2001 0:00

Fórum í Listasafn Íslands kl., 16.00, þar sem franski sendiherrann opnaði sýninguna Náttúrusýnir. Fórum kl. 20.00 í Hafnarborg og hlýddum á Tríó Reykjavíkur.

Laugardagur 3.3.2001 - 3.3.2001 0:00

Komum heim úr skíðaferð frá Verona með millilendingu í Glasgow til að taka eldsneyti.