20.3.2001 0:00

Þriðjudagur 20.3.2001

Fórum í Museum of Civilisation kl. 10.00 og kynntum okkur, hvar víkingasýningin verður vorið 2001. Þar var nú verið að setja upp sýningu á fiskveiðum við Atlantshafsströnd Kanada. Skoðuðum einnig sögusýningu Kanada, sem hefst við styttuna af Guðriði Þorbjarnardótttur, sem Davíð Oddsson gaf fyrir ári. Um hádegið hitti ég Brian Tobin, iðnaðar- og rannsóknamálaráðherra, síðan Sheilu Cobbs menningarmálaráðherra, þá fór ég í neðri deild þingsins. Klukkan 20.30 hófst sýning Íslenska dansflokksins í National Arts Centre en að henni lokinni efndum við til lokahófs með flokknum og nokkrum kanadískum gestum.