Dagbók: mars 1997

Fimmtudagur 27.3.1997 - 27.3.1997 0:00

Fimmtudaginn 27. mars kl. 16.00 fórum við í Langholtskirkju og hlýddum á kórinn þar með einsöngvurum og hljómsveit flytja Messías eftir Handel undir stjórn Jóns Stefánssonar.

Miðvikudagur 26.3.1997 - 26.3.1997 0:00

Miðvikudaginn 26. mars birtist á Alþýðublaðinu viðtal við mig eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur .

Þriðjudagur 25.3.1997 - 25.3.1997 0:00

Þriðjudagskvöldið 25. mars fluttir ég ræðu um samfélagið og einstaklinginn í Háteigskirkju.

Laugardagur 22.3.1997 - 22.3.1997 0:00

Síðdegis laugardaginn 22. mars var afmælishátíð í Íslensku óperunni til heiðurs Gylfa Þ. Gíslasyni áttræðum og var ég meðal þeirra, sem þar fluttu ávörp .

Föstudagur 21.3.1997 - 21.3.1997 0:00

Föstudagskvöldið 21. mars fór ég á tónleika strengjasveitar Tónlistarskólans í Reykjavík, sem Rut hefur séð um að þjálfa í vetur eins og undanfarin ár.

Fimmtudagur 20.3.1997 - 20.3.1997 0:00

Síðdegis fimmtudaginn 20. mars leit ég inn á málverkasýningu Steingríms Eyfjörð í nýjum sýningarsal, sem er Úrbanía boutique að Laugavegi 37, þar hönnuðurinn Filippía selur föt.

Mánudagur 17.3.1997 - 17.3.1997 0:00

Mánudagskvöldið 17. mars fór ég á tónleika Kammersveitar Reykjavíkur í Listasafni Íslands, þar sem flutt voru tónverk hefur tónskáld í Vesturheimi, þeirra á meðal Árna Egilsson bassaleikara, sem okkur var kynntur í skemmtilegum sjónvarpsþætti fyrir skömmu.

Sunnudagur 15.3.1997 - 15.3.1997 0:00

Sunnudagur 15. mars klukkan 13.00 þátttaka í háskóladegi Háskóla Íslands, afhending verðlauna í stærðfræðikeppni og eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema. Klukkan 15.30 Íslandsmeistarakeppni í samkvæmisdönsum í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Klukkan 17.00 tónleikar - María og krossinn - í Hallgrímskirkju, Mótettukórinn og Schola Cantorum.

Laugardagur 14.3.1997 - 14.3.1997 0:00

Klukkann 14 laugardaginn 8. mars fórum við Rut á 30 ára afmælistónleika Skólahljómsveitar Kópavogs í Háskólabíói. Þegar þeim lauk rúmlega 16.00 héldum við í Hafnarfjörð, þar sem framhaldsskólarnir voru með opið hús, og fórum í Flensborgarskóla, þar sem Kristján Bersi Ólafsson skólameistari fór með okkur um og kynnti starfið og aðstöðuna.

Föstudagur 14.3.1997 - 14.3.1997 0:00

Föstudagur 14. mars ræða í tilefni af því, að Ári símenntunar er lokið. Um kvöldið frumsýning í Borgarleikhúsinu á Völundarhúsi eftir Sigurð Pálsson

Fimmtudagur 13.3.1997 - 13.3.1997 0:00

Fimmtudagskvöldið 13. mars: Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Miðvikudagur 12.3.1997 - 12.3.1997 0:00

Miðvikudagur 12. mars - kl. 13.15 ræða um tölvumálrækt Um kvöldið 70 ára afmælishátíð Félags matreiðslumanna og Félags framreiðslumanna í Súlnasal Hótel Sögu - glæsileg veisla, þar sem ég var í hópi þeirra, sem fluttu ávörp.

Þriðjudagur 11.3.1997 - 11.3.1997 0:00

Þriðjudagskvöldið 11. mars: Afmælishátíð Þuríðar Pálsdóttur 70 ára í Þjóðleikhúsinu.

Mánudagur 10.3.1997 - 10.3.1997 0:00

Mánudagskvöldið 10. mars: Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins

Föstudagur 7.3.1997 - 7.3.1997 0:00

Í hádeginu föstudaginn 7. mars opnaði ég kynningu fyrirtækja í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar, sem var liður í Framadögum í Háskóla Íslands, en þeir miða að því að efla tengsl skólans við atvinnulífið. Klukkan 15.00 þennan sama föstudag komu laganemar, sem stunda nám í stjórnsýslurétti í heimsókn í ráðuneytið og fræddust um afstöðu okkar til stjórnsýsluréttar. Klukkan 16.00 var ég kominn í Menntaskólann í Kópavogi til að taka þar þátt í upphafi kynningar og keppni um matreiðslumann ársins. Um kvöldið var síðan hin árlega þingveisla að Hótel Sögu.

Fimmtudagur 6.3.1997 - 6.3.1997 0:00

Að kvöldi fimmtudagsins 6. mars fórum við á frumsýningu í Þjóðleikhúsinu á leikritinu Köttur á heitu blikkþaki.