14.3.1997 0:00

Laugardagur 14.3.1997

Klukkann 14 laugardaginn 8. mars fórum við Rut á 30 ára afmælistónleika Skólahljómsveitar Kópavogs í Háskólabíói. Þegar þeim lauk rúmlega 16.00 héldum við í Hafnarfjörð, þar sem framhaldsskólarnir voru með opið hús, og fórum í Flensborgarskóla, þar sem Kristján Bersi Ólafsson skólameistari fór með okkur um og kynnti starfið og aðstöðuna.