Dagbók: júní 2022
Minkaskýrsla veldur skjálfta
Minkamálið er sagt mesta pólitíska hneykslið í síðari tíma sögu Danmerkur og með skýrslunni í dag hefst nýr kafli í því.
Lesa meiraÖfgar í þágu Rússa
Öfgamenn til hægri og vinstri sameinast stundum í afstöðu gegn heilbrigðri skynsemi. Úlfar er fulltrúi vinstri öfga. Til hægri eru öfgasamtök sem kalla sig Frjáls land.
Lesa meiraSlagorðaflóð Landverndar
Í samtali við framkvæmdastjóra Landverndar hefði að ósekju mátt spyrja Auði Önnu um inntak tillagnanna sem eiga að kollvarpa orkunýtingu þjóðarbúsins. Það lifir enginn á innantómum slagorðum, ekki einu sinni Landvernd
Lesa meiraMyndir frá fyrstu gleðistundinni 2022
Í tvö sumur höfum við siglt á hálfri ferð að Kvoslæk vegna COVID, tekist að skipulegga tvo viðburði hvort sumar í stað fjögurra. Vonandi tekst okkur að standa við boðaða sumardagskrá að þessu sinni,
Lesa meiraNATO styrkist
Hafi einhver efast um gildi NATO fyrir fáeinum misserum gerir það enginn frjálshuga maður lengur. Sú staðreynd mun endurspeglast í ályktunum Madrid-fundarins.
Lesa meiraHeitt en ekki kalt stríð
Eina sem er líkt með þróuninni nú og var á tíma kalda stríðsins er að gjá myndast að nýju milli lýðræðisríkja og alræðisríkja.
Lesa meiraVoðaverk í Osló og hér
Ávallt þegar atburðir af þessu tagi gerast í nágrannalöndum, einkum norrænum, er ástæða fyrir okkur að líta í eigin barm og huga að þróun íslensks samfélags.
Lesa meiraPólitísk uppgjöf Pútins
Eina sem stöðvar Pútin er hervald og fælingarmáttur þess sem hann kann að ágirnast. Vegna þess hve hann er óútreiknanlegur verða allir nágrannar hans að gæta sín,
Lesa meiraMDE-vandræði stjórnvalda
Íslendingar taka nú við formennsku í ráðherranefnd Evrópuráðsins. Áherslumál formennskuríkjanna taka mið af reynslu þeirra af aðild að ráðinu, þar á meðal störfum MDE.
Lesa meiraSamkeppnishæfni, EES og stöðlun
Fyrir þá sem hafa farið í saumana á aðild Íslands
að EES kemur niðurstaða lögmannsins um innleiðingar ekki á óvart. Stöðlun skiptir samhliða lagareglum miklu fyrir samkeppnishæfni.
Fishrot, TI-IS, IPPR og OECD
Þetta er í raun einn undarlegasti þráður Fishrot-málsins hér á landi. Sé spillingarnefnd OECD með hann til rannsóknar kemst hún ekki hjá því frekar en aðrir að kalla blaðamennina sem hlut eiga að máli fyrir sig.
Lesa meiraMacron í kröppum vanda
Emmanuel Macron hefur tapað sigurímyndinni á
heimavelli og berst nú fyrir pólitísku lífi sínu og hreyfingar sinnar í löskuðu
stjórnkerfi V. lýðveldisins.
Kafbátaógn frá Rússum eykst
„Að kenna umsvif Rússa [á N-Atlantshafi] við útþenslu er vægt
til orða tekið. Ég held við getum ekki gengið að Rússum vísum. Við verðum að
taka ógnina frá þeim alvarlega...“ segir breskur flugforingi.
Ölið, landinn og auglýsingar
Samþykkt frumvarpsins um frelsi smáframleiðenda til að selja vöru sína beint frá brugghúsi markar stærri tímamót í áfengissögu landsins en ætlað var.
Lesa meiraÞað er kominn 17. júní
Í dag þegar sjálfstæði Íslands er fagnað í 78. skipti á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, 17. júní, skal þess enn einu sinni minnst að sjálfstæði og fullveldi ríkja er ekki sjálfgefið.
Lesa meiraLækjargata með nýjan svip
Frá mars 2019 hefur vestari akrein Lækjargötu í Reykjavík verið lokuð fyrir gangandi og akandi vegna framkvæmda. Það sér nú fyrir endann á því eins og myndir sýna.
Miðflokkurinn fékk sína dúsu
Það er orðinn plagsiður að mynda spennu í þinglok og leysa hana með dúsum til stjórnarandstöðunnar, dúsu sem formenn einstakra þingflokka nota til að pota málum áfram sem þeir flytja sjálfir.
Lesa meiraDúsa þingflokksformanna
Hrossakaup um málefni stjórnarandstöðu ráðast meira af hagsmunum þingflokksformanna hennar en hvort unnt sé að tryggja viðunandi málsmeðferð.
Lesa meiraGlæpsamleg pólitík Pútins
Það var Emmanuel Macron Frakklandsforseti sem hneykslaði marga með því að vara við því að Pútin yrði „niðurlægður“. Forsetinn sætir einnig gagnrýni fyrir símtöl sín við Pútin.
Lesa meiraGleðilegan sjómannadag!
Á tímum þegar fæðuöryggi og aðfangakeðjur ber hátt er mikilvægt að tryggja að skráning kaupskipa „í þjónustu við Ísland“ sé þannig að ekki verði rof á þjónustunni vegna þess hvar skipin eru skráð. Íslenskir sjómenn mynda lífæðina í afkomu og lífi þjóðarinnar nú sem fyrr.
Lesa meiraHjólreiðamenning Dana
Hjólreiðamenningu Dana er við brugðið. Hún varð að ágreiningsefni tveggja fyrrverandi bandarískra sendiherra í Kaupmannahöfn í vikunni.
Lesa meiraRáðalaus án Europol
Á alþingi er öflugur hópur þingmanna sem leggst markvisst gegn öllum tilraunum dómsmálaráðherra til að skapa almennum borgurum hér á landi sambærilegt öryggi og ríkir í öðrum löndum.
Lesa meiraStarfsskilyrði landbúnaðar
Í ljósi þess sem almennt gildir í alþjóðaviðskiptum með landbúnaðarvörur er rangt og ósanngjarnt að túlka alþjóðlegar skuldbindingar íslenskum bændum og framleiðendum í óhag.
Lesa meiraÖryggisnetið eflt í norðri
Hafa verður auga með öllu sem snertir umsvif rússneska flotans. Pútin kann að nýta sér flotastyrk til að sýna mátt sinn fjúki í öll önnur skjól.
Lesa meiraBoris á útleið
Boris Johnson berst oftast til sigurs. Nú hefur hann brotið of margar brýr að baki sér. Hann er á útleið, hvað það gerist með miklu bauki og bramli kemur í ljós.
Lesa meiraBylting gegn Boris
Margt bendir til að dagar Boris Johnsons sem leiðtoga Íhaldsflokksins séu taldir. Ben Wallace varnarmálaráðherra nýtur yfirgnæfandi trausts - kemur hann til Íslands á morgun?
Gildi heilags anda
Boðskapur kirkjunnar er ekki lengur miðlægur í íslensku samfélagi en að hann skuli vera orðinn jafnfjarlægur og þessi svör gefa til kynna vekur undrun og jafnframt áhyggjur.
Lesa meiraBjargvætturinn Banks
Enn er stríð háð á meginlandi Evrópu og hér er nú hugað að því hvernig birgðir verði best tryggðar og fæðuöryggi. Sama lögmál gildir og fyrir 250 árum.
Lesa meiraNeikvæð ESB-Viðreisn
Í stað þess að leggja rækt við samstarfið sem við eigum við ESB með EES-samningnum og Schengen-samkomulaginu sjá þeir sem vilja aðild Íslands að ESB sér hag af því að tala illa um þetta samstarf.
Lesa meiraViðreisn fer enn til vinstri
Þau greinir á formann og varaformann Viðreisnar í sjávarútvegsmálum og sem þingflokksformaður kemur Hanna Katrín ekki auga á neinn verðugan karlmann varamann sinn í starfshópakerfi matvælaráðherra.
Lesa meiraAflinn í 20 ár
Gunnarsæfingarnar miða að því eins og allar qigong æfingar að opna orkubrautirnar og stuðla að heilbrigðri starfsemi líffæranna sem eru grunnur í kínverskri læknisfræði.
Lesa meira