Dagbók: ágúst 2001
Föstudagur 31.8.2001
Síðdegis fórum við Rut með Erlendi Sveinssyni í Krýsuvík og skoðuðum Sveinshús og kirkjuna.
Mánudagur 28.8.2001
Héldum til Reykjavíkur frá Rauðasandi.
Laugardagur 25.8.2001
Klukkan 08.00 héldum við Rut akandi að Reykhólum, þar sem ég ræddi um menningarmál við sveitarstjórnarmenn kl. 13.00. Síðan héldum við áfram að Saurbæ á Rauðasandi.
Föstudagur 24.8.2001
Klukkan 07.00 var ég kominn í Stöð 2 til að taka þátt í morgunþætti vegna fyrsta dags grunnskólanema. Klukkan 16.00 var ég á Grand hóteli og tók þátt í að opna vefsíðuna leikni.is, sem hefur að geyma lífsleikniefni fyrir 8 til 12 ára eftir Herdísi Egilsdóttur kennara og studdur er af Íslandsbanka.
Fimmtudagur 23.8.2001
Um hádegið flugum við Jóhanna María til Egilsstaða og ókum þaðan til Vopnafjarðar um Hellisheiði. Á Vopnafirði ræddi ég um menningarmál við sveitarstjórnarmenn og síðan héldum við sömu leið til baka um kvöldið.
Miðvikudagur 22.8.2001
Fór kl. 20.00 í Smiðjuna og sá leikritið Fröken Júlíu eftir Strindberg í leikgerð Sigrúnar Sólar.
Þriðjudagur 21.8.2001
Klukkan 15.00 var ég í Prentmeti og tók þar þátt í að setja nýja prentvél í gang og kynna umferðaröryggisefni fyrir skólabörn, sem fyrirtækið hefur unnið og gefur öllum, sem eru að hefja skólagöngu.
Mánudagur 20.8.2001
Héldum frá Þingeyrum klukkan 11.00 og ókum að Reykholti í Borgarfirði og snæddum þar hádegisverð og héldum þaðan lokasprettinn á hringveginum til Reykjavíkur, þar sem við vorum um kl. 16.00
Sunnudagur 19.8.2001
Héldum frá Hallormsstað kl. 8.30, fórum í Laxárvirkjun og skoðuðum listsýningu, borðuðum hádegisverð í Laugaseli hjá Laugum í Reykjadal, litum á Ljósavatnskirkju, skoðumum Safnasafnið og fórum að Þingeyrum.
Laugardagur 18.8.2001
Ókum með þingflokknum í Skriðuklaustur kl. 10.00 og snæddum þar hádegisverð og kynntumst Gunnarsstofnun, fórum síðan upp á heiði að Eyjabökkum og þaðan í Hrafnkelsdal og að Brú í Jökuldal og síðan upp með Jökulsá að Kárahnjúkum. Vorum á Egilsstaðaflugvelli kl. 20.30 og kvöddum meginhluta þingflokksins en héldum síðan að Hallormsstað og gistum þar.
Föstudagur 17.8.2001
Hittum þingflokk sjálfstæðismanna kl. 9.00 á Egilsstaðaflugvelli, skoðuðum fyrirtæki á Egilsstöðum, snæddum hádegisverð í Sakftfelli á Seyðisfirði og síðan var haldinn þingflokksfundur á Hallormsstað.
Fimmtudagur 16.8.2001
Fórum í Jöklasafnið í Hornafirði kl, 10.00, þaðan Nýheima, snæddum hádegisverð í Djúpavogi, skoðuðum franska safnið á Fáskrúðsfirði og stríðsárasafnið á Reyðarfirði og komum í Hallormsstað um kvöldmatarleytið. Allan daginn var ég í símanum og svaraði spurningum blaðamanna í tilefni af skýrslu ríkisendurskoðunar um málefni Árna Johnsens.
Miðvikudagur 15.8.2001
Klukkan 11.00 lögðum við Rut af stað í hringferð um landið ókum fyrst í Skóga, síðan til Víkur, í Skaftafell og Jökulsárlón og til Hornafjarðar. Heimsóttum vini á Prestbakka á Síðu og Kálfafellsstað
Þriðjudagur 14.8.2001
Klukkan 18.00 fór í Gyllta salinn á Hótel Borg, þar sem Fóstbræður fögnuðu því, að 90 ára saga þeirra var að koma út á bók. Fékk ég eitt af þremur fyrstu eintökum þessarar glæsilegu bókar.
Sunnudagur 12.8.2001
Fórum í Gerðarsafn og skoðuðum sýningu á verkum Gerðar Helgadóttur og einnig í Hafnarborg og skoðuðum sýningu Þjóðminjasafnsins á ljósmyndum Hans Malmbergs frá Íslandi 1951. Einnig sáum við málverkasýningu Margrétar Reykdal. Föstudagur 10. ágúst 2001 Fórum klukkan 20.00 í Dráttarbrautina í Keflavík og sáum gamanóperuna Gianni Schicchi eftir Puccini og hlýddum á frumflutning Sálumessu eftir Sigurð Sævarsson í uppsetningu Norðuróps.
Fimmtudagur 9.8.2001
Flutti ávarp á málþingi í Háskóla Íslands um stöðu og framtíð íslenskra fjölmiðla.
Fimmtudagur 2.8.2001
Fórum í Nýlistasafnið kl. 21.00 og sáum einleikinn Venjuleg kona? í flutningi Unnar Aspar Stefánsdóttur.