12.8.2001 0:00

Sunnudagur 12.8.2001

Fórum í Gerðarsafn og skoðuðum sýningu á verkum Gerðar Helgadóttur og einnig í Hafnarborg og skoðuðum sýningu Þjóðminjasafnsins á ljósmyndum Hans Malmbergs frá Íslandi 1951. Einnig sáum við málverkasýningu Margrétar Reykdal. Föstudagur 10. ágúst 2001 Fórum klukkan 20.00 í Dráttarbrautina í Keflavík og sáum gamanóperuna Gianni Schicchi eftir Puccini og hlýddum á frumflutning Sálumessu eftir Sigurð Sævarsson í uppsetningu Norðuróps.