Dagbók: desember 2001

Mánudagur 31.12.2001 - 31.12.2001 0:00

Klukkan 10.30 var ríkisráðsfundur á Bessastöðum. Klukkan 14.00 vorum við Rut í útvarpshúsinu, þegar verðlaun Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins voru afhent Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og Sigfúsi Bjartmarssyni. Klukkan 15.20 tók ég þátt í Silfri Egils fyrst með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Birgi Guðmundssyni, fréttastjóra DV, og síðan þeim Guðna Ágústssyni, Össuri Skarphéðinssyni og Steingrími J. Sigfússyni.

Sunnudagur 30.12.2001 - 30.12.2001 0:00

Klukkan 15.00 fórum við Rut í Fríkirkjuna í Reykjavík og hlýddum þá Sigurð Halldórsson og Gunnlaug T. Stefánsson flytja verk fyrir selló og bassa. Klukkan 17.00 fór ég í Hallgrímskirkju og hlustaði á frumflutning Jólaóratóríu eftir John A. Speight fyrir einsöngvara, tvo kóra og litla hljómsveit undir stjórn Harðar Áskelssonar.

Laugardagur 29.12.2001 - 29.12.2001 0:00

Klukkan 10.30 flaug ég til Vestmannaeyja , efndi þar til fundar með Eyverjum og tók þátt í vígslu nýbyggingar við íþróttahúsið. Kom aftur til Reykjavíkur klukkan rúmlega 17.00.

Föstudagur 28.12.2001 - 28.12.2001 0:00

Klukkan 15.30 vorum við Rut í Norræna húsinu, þegar Þráinn Eggertsson fékk verðlaun Ásu Wright.

Fimmtudagur 27.12.2001 - 27.12.2001 0:00

Klukkan 16.00 tilkynnti Frjáls verslun, að bræðurnir í Bakkavör hefðu verið valdir menn ársins í viðskiptalífinu og var að því tilefni efnt til veislu í Ársal, Hótel Sögu. Klukkan 19.00 var ég við tilnefningu á íþróttamönnum ársins og fór athöfnin fram með nýjum hætti á Grand hóteli.

Föstudagur 21.12.2001 - 21.12.2001 0:00

Klukkan 14.00 rituðum við Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands undir samning um rannsóknastarf við skólann og aðferðir til að fjármagna það. Fór athöfnin fram í Þjóðmenningarhúsinu.

Fimmtudagur 20.12.2001 - 20.12.2001 0:00

Klukkan 15.30 var ég í Gerðarsafni, þegar Búnaðarbanki Íslands úthlutaði menningarstyrkjum. Klukkan 19.30 tók ég þátt í Kastljósi sjónvarpsins undir stjórn Kristjáns Kristjánssonar með Jóni Baldvini Hannibalssyni sendiherra, þar sem meðal annars var rætt um bók mína Í hita kalda stríðsins.

Miðvikudagur 19.12.2001 - 19.12.2001 0:00

Klukkan 15.00 tók ég þátt í því að opna nýtt kennsluhúsnæði Fræðslumiðstöðvar bílgreina að Gylfaflöt í Reykjavík. Klukkan 20.00 fórum við á tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur í Laugardalshöll.

Þriðjudagur 18.12.2001 - 18.12.2001 0:00

Klukkan 17.00 var ég í Viðskiptaháskólanum á Bifröst og tók fyrstu skóflustungu að nýju skólahúsnæði.

Sunnudagur 16.12.2001 - 16.12.2001 0:00

Klukkan 12.50 var ég í Silfri Egils og ræddi um bókina mína Í hita kalda stríðsins. Klukkan 17.00 fór ég á jólatónleika Kammersveitar Reykjavíkur í Áskirkju.

Laugardagur 15.12.2001 - 15.12.2001 0:00

Klukkan 17.00 sáum við kvikmyndina Ljós heimsins um Vigdísi Finnabogadóttur, þegar hún var frumsýnd í Smárabíói.

Föstudagur 14.12.2001 - 14.12.2001 0:00

Um klukkan 16.00 lauk alþingi störfum fyrir jólaleyfi. Klukkan 17.00 var ég í tónlistarhúsinu Ými og tók við nýrri bók, Hraustir menn, 75 ára sögu Karlakórs Reykjavíkur. Tókum klukkan 19.00 þátt í 30 ára afmæli Félags starfs- og námsráðgjafa, þar sem ég flutti ávarp.

Miðvikudagur 12.12.2001 - 12.12.2001 0:00

Klukkan 20.00 vorum við Hannes Hólmsteinn Gissurarson á Súfistanum og kynntum bækur okkar.

Þriðjudagur 11.12.2001 - 11.12.2001 0:00

Klukkan 16.00 tók ég þátt í því í Listaháskóla Íslands, þegar Halldór Hansen barnalæknir gaf skólanum tónlistarsafn sitt og ánafnaði honum húseign sína.

Sunnudagur 9.12.2001 - 9.12.2001 0:00

Rætt við mig í fréttum Stöðvar 2 um bók mína Í hita kalda stríðsins.

Laugardagur 8.12.2001 - 8.12.2001 0:00

Fjárlög fyrir árið 2002 samþykkt á alþingi.

Föstudagur 7.12.2001 - 7.12.2001 0:00

Klukkan 14.00 var ég í Langholtsskóla, þégar Juventus afhenti grunnskólanemum kennsluforritið Ævar.

Fimmtudagur 6.12.2001 - 6.12.2001 0:00

Klukkan 15.00 tók ég þátt í fundi um starfsmenntamál með Samstarfi og formönnnum starfsgreinaráð í Borgartúni 6. Klukkan 17.00 opnaði ég vefsíðu Félags áhugafólks um Downs-heilkenni í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu.

Þriðjudagur 4.12.2001 - 4.12.2001 0:00

Klukkan 11.00 tók ég þátt í því að kynna niðurstöður í PISA-rannsókn OECD á árangri 15 ára nemenda í 32 löndum í lestri, stærðfræði og náttúrufræði.

Mánudagur 3.12.2001 - 3.12.2001 0:00

Klukkan 10.00 fór ég í heimsókn í Íslenska erfðagreiningu og skoðaði meðal annars hið nýja hús, sem er að rísa í Vatnsmýrinni. Klukkan 16.00 var ég við afhendingu bjartsýnisverðlauna Ísal í Þjóðmenningarhúsinu.

Sunnudagur 2.12.2001 - 2.12.2001 0:00

Klukkan 20.30 flutti ég ræðu á aðventukvöldi í Lágafellskirkju.

Laugardagur 1.12.2001 - 1.12.2001 0:00

Klukkan 11.50 var ég í Þjóðmenningarhúsinu við fyrstu úthlutun úr Kristnihátíðarsjóði. Klukkan 13.00 var ég í Oddfellow-setrinu við Vonarstræti, þegar ritað var undir samning um land undir hátæknigarð á Urriðaholti. Klukkan 14.00 var ég í ráðhúsi Reykjavíkur og tók við Múrbrjótnum frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Klukkan 16.00 var ég í hátíðarsal Háskóla Íslands, þar sem afhjúpuð var brjóstmynd af Hans G. Andersen sendiherra.