Fimmtudagur 27.12.2001
Klukkan 16.00 tilkynnti Frjáls verslun, að bræðurnir í Bakkavör hefðu verið valdir menn ársins í viðskiptalífinu og var að því tilefni efnt til veislu í Ársal, Hótel Sögu. Klukkan 19.00 var ég við tilnefningu á íþróttamönnum ársins og fór athöfnin fram með nýjum hætti á Grand hóteli.