Dagbók: júní 2024
Undrast íslenskt andvaraleysi
Blaðamaðurinn segir að í augum Norðmanns sé ekki aðeins skrýtið að á eyju á miðju Norður-Atlantshafi geri menn sér litla grein fyrir hættunni af stigmögnun stríðs heldur einnig fyrir almennu gildi viðbúnaðar.
Lesa meiraViner, Assange og Ögmundur
Þessari hlið á máli og málstað Assange er alls ekki haldið að þeim sem lesa eða hlusta á íslenska fjölmiðla.
Lesa meiraÖrlagaþrungnar kappræður
Hafi demókratar vonað að í orrahríð í beinni útsendingu gegn Trump gæti Biden (81 árs) kveðið Trump (78 ára) í kútinn urðu þeir fyrir sárum vonbrigðum.
Lesa meiraVísindaleg vottun Carbfix
Þá kemur fram að ritaðar hafi verið meira en 100 ritrýndar vísindagreinar um Carbfix-aðferðina og vísindafólk Carbfix hafi átt í samstarfi við yfir 30 háskóla víðs vegar um heiminn.
Lesa meiraAssange sekur – fær frelsi
Í The New York Times segir miðvikudaginn 26. júní að samningurinn sem Assange gerði við bandaríska ákæruvaldið um að játa á sig sekt vegna eins ákæruliðs til að fá frelsi sé „vondur fyrir bandarískt fjölmiðlafrelsi“.
Frá Running Tide til Carbfix
Þarna verða markaðsöflin að ráða ferð innan viðurkenndra vísindalegra marka. Óvissan er hins vegar mikil og auðvelt að skapa tortryggni og jafnvel ótta.
Lesa meiraNetárás á Árvakur
Talið er að rússneskir tölvuþrjótar í glæpagengi sem nefnist Akira standi að baki árásinni á Árvakur. Akira réðst á Háskólann í Reykjavík fyrir nokkrum mánuðum.
Lesa meiraSögulegum þingvetri lýkur
Það tókst að afgreiða uppsöfnuð mál vetrarins og leysa úr ágreiningi með samkomulagi bæði milli stjórnarflokka og milli þeirra og stjórnarandstöðuflokkanna.
Lesa meiraThe Post og liðsauki í Efstaleiti
Innan fjölmiðlaheimsins er fylgst nákvæmlega með þessum sviptingum öllum. Þær eru til marks um hnignandi mátt þeirra sem nota blaðamennsku sem yfirvarp aðgerðarsinnans sem að baki býr.
Lesa meiraMisheppnuð vantrauststillaga
Þegar lesin er ræða Bergþórs til stuðnings tillögu hans er ljóst að fyrir honum vakti fyrst og síðast að skaprauna þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, stjórnsýsla ráðherra VG vegna hvalveiða var aðeins átylla.
Lesa meiraHarðstjórar hervæðast
Öllum er ljóst að Pútin gerir sér ekki ferð til þessa fátæka harðstjórnarríkis nema vegna þess að hann þarf aðstoð frá Kim til að geta haldið áfram að berjast í Úkraínu.
Lesa meiraFerðamenn forðast hitann
Af orðum þeirra sem stunda ferðaþjónustu hér á landi má ráða að ferðamenn sem forðast hitann í Evrópu forðist einnig Ísland en leiti hins vegar í vaxandi mæli til annarra norðlægra landa.
Lesa meiraStórskjálfti í Samfylkingu
Nú þýðir ekki lengur fyrir Kristrúnu Frostadóttur að ræða útlendingamálin, það ýtir undir fleiri úrsagnir úr flokknum. Þá birtist Guðmundur Árni og gefur línuna.
Lesa meiraDagur sjálfstæðis
Á þessum sjálfstæðisdegi ber að árétta stuðning Íslendinga við alþjóðalög og þá sem framfylgja þeim gegn ofbeldisfullu útþensluríki í Evrópu.
Lesa meiraLe Pen gegn fylkingu íslamskra vinstrisinna
Marine Le Pen segir þá báða, Macron og Mélenchon, hættulega en allir verði þó að setja í forgang að berjast gegn fylkingu íslamskra vinstrisinna.
Lesa meiraÚtlendingalögum breytt
Það kemur ekki á óvart að heila brú vanti í málflutning Pírata en að samfylkingarþingmenn hengi hatt sinn á afstöðu þeirra í hjásetu sinni hefur orðið þrautalending þeirra.
Lesa meiraÁfengissala á netinu
Í stað þess að löggjafinn setji reglur í samræmi við samtímann vilja ráðherrar, t.d. Framsóknarflokksins, að botn fáist í málið fyrir tilstuðlan lögreglu í nafni lýðheilsu.
Lesa meiraHamas þrífst á hatri
Markmiðið er að einangra Ísraela á alþjóðavettvangi, fá þá úthrópaða sem stríðsglæpamenn og þjóðarmorðingja og setja þá varanlega í þann skammarkrók að enginn vilji virða þá viðlits.
Lesa meiraAð drepa hvalveiðar
Kristján Loftsson hefur veitt stjórnvöldum mikið og vel rökstutt aðhald þegar að hvalveiðum kemur og hefur barátta hans nú staðið í um 40 ár bæði á alþjóðavettvangi og á heimavelli.
Lesa meiraNorrænt uppnám vegna ESB-kosninga
Kyrrstaða í stjórnmálum hér og reiptog um óleyst mál fyrir þinglok er kannski logn á undan svipuðum pólitískum stormi og víða geisar nú í Evrópu?
Lesa meiraMiðjan hélt velli á ESB-þinginu
Þrátt fyrir harkfarir leiðtoga öflugustu ESB-ríkjanna á heimavelli héldu ráðandi öfl mið-hægrimanna í flokki EPP og kristilegra forystu sinni á ESB-þinginu og juku fjölda þingmanna sinna.
Lesa meiraÍ skýjunum
Morgunský yfir Fljótshlíð sunnudag 9. júní 2024.
Lesa meiraVopnuð frelsis- og friðargæsla
Sjálfsvörn Úkraínu gegn útþensluher Pútins er jafnframt vörn fyrir frelsi allra þjóða Evrópu.
Lesa meiraDanir vara við Pútin
Hugarfarsbreytingin felist í því að hætta að óttast Pútin, hætta að draga „rauð strik“ og búast við að Pútin virði þau.
Lesa meiraFrá Normandí til Úkraínu
Í dag minnist enginn þeirra sem á sínum tíma töldu að semja mætti um allt við Hitler. Þeir hvíla á sínum stað í sögunni og eru nefndir til marks um víti til að varast.
Lesa meiraFjármálakerfið stendur „traustum fótum“
Það er til marks um breytta umræðuhefð um stjórnmál hér hve lítið er gert úr kynningu í fjölmiðlum og á stjórnmálavettvangi á því hve góð efnahagsstaðan er á líðandi stundu.
Lesa meiraAngist starfsmanns þingflokks VG
Eins og oft hefur birst í pólitískum fréttum Sunnu Valgerðardóttur er henni sérstaklega uppsigað við Sjálfstæðisflokkinn.
Lesa meiraOfurstyrkur sjálfstæðismanna
Þessi útlegging Elliða bregður ljósi á öfgarnar í kenningunum um að sjálfstæðismenn hafi ráðið öllu um úrslit kosninganna.
Lesa meiraTil Bessastaða frá hægri
Nú árið 2024, 80 árum eftir að forseti lýðveldisins var fyrst kjörinn, gerist það að þjóðkjörinn forseti kemur í fyrsta sinn af hægri væng stjórnmálanna til Bessastaða.
Lesa meiraHættulegur boðskapur Höllu T.
Nú gerist það í umræðum frambjóðenda til forseta Íslands að kvöldi fyrir kjördag, að einn frambjóðandi, Halla Tómasdóttir, vegur að stefnunni sem íslensk stjórnvöld hafa fylgt gagnvart Úkraínu.
Lesa meira